Kosið um Kavanaugh á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2018 15:14 Tillagan var samþykkt með naumum meirihluta. CNN Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. Samþykkt var að þingmenn myndu fá 30 klukkustundir til að rökræða áður en gengið verður til atkvæða. Það þýðir að lokaatkvæðagreiðslan um útnefningu Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna getur farið fram eins og til hafði staðið - á morgun, laugardag. Atkvæðin féllu nokkurn veginn eftir flokkslínum en repúblikanar eru með nauman meirihluta í öldungadeildinni, 51 atkvæði gegn 49. Niðurstaðan þykir gefa góð fyrirheit fyrir Kavanaugh í aðdraganda atkvæðagreiðslu morgundagsins en vangaveltur höfðu verið uppi um afstöðu fjögurra þingmanna. Einn þessara þingmanna, repúblikaninn Lisa Murkowski, kaus gegn því að ganga til atkvæða um Kavananaugh á morgun. Demókratinn Joe Manchin var hins vegar fylgjandi tillögunni, rétt eins og „óákveðnu repúblikanarnir“ Jeff Flake og Susan Collins. Þrjár konur hafa sakað Kavanaugh um kynferðisárás og alvarlegasta ásökunin kemur án efa frá Christine Blasey Ford, sem sakar Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru unglingar. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Kavanaugh, var að vonum ánægður þegar niðurstaða þingsins lá fyrir.Very proud of the U.S. Senate for voting “YES” to advance the nomination of Judge Brett Kavanaugh!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2018 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Demókratar eru ósáttir við Kavanaugh-skýrslu FBI skilaði skýrslu um rannsókn á ásökunum á hendur Brett Kavanaugh. Demókratar gagnrýna takmarkað umfang skýrslunnar, segja hana ókláraða. 5. október 2018 07:30 Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09 Skýrsla FBI virðist engu ætla að breyta Tveir af þeim þremur þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa lýst yfir óákveðni með tilnefningu Kavanaugh hafa nú lýst yfir ánægju með skýrsluna. 4. október 2018 16:30 Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. Samþykkt var að þingmenn myndu fá 30 klukkustundir til að rökræða áður en gengið verður til atkvæða. Það þýðir að lokaatkvæðagreiðslan um útnefningu Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna getur farið fram eins og til hafði staðið - á morgun, laugardag. Atkvæðin féllu nokkurn veginn eftir flokkslínum en repúblikanar eru með nauman meirihluta í öldungadeildinni, 51 atkvæði gegn 49. Niðurstaðan þykir gefa góð fyrirheit fyrir Kavanaugh í aðdraganda atkvæðagreiðslu morgundagsins en vangaveltur höfðu verið uppi um afstöðu fjögurra þingmanna. Einn þessara þingmanna, repúblikaninn Lisa Murkowski, kaus gegn því að ganga til atkvæða um Kavananaugh á morgun. Demókratinn Joe Manchin var hins vegar fylgjandi tillögunni, rétt eins og „óákveðnu repúblikanarnir“ Jeff Flake og Susan Collins. Þrjár konur hafa sakað Kavanaugh um kynferðisárás og alvarlegasta ásökunin kemur án efa frá Christine Blasey Ford, sem sakar Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru unglingar. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Kavanaugh, var að vonum ánægður þegar niðurstaða þingsins lá fyrir.Very proud of the U.S. Senate for voting “YES” to advance the nomination of Judge Brett Kavanaugh!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2018
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Demókratar eru ósáttir við Kavanaugh-skýrslu FBI skilaði skýrslu um rannsókn á ásökunum á hendur Brett Kavanaugh. Demókratar gagnrýna takmarkað umfang skýrslunnar, segja hana ókláraða. 5. október 2018 07:30 Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09 Skýrsla FBI virðist engu ætla að breyta Tveir af þeim þremur þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa lýst yfir óákveðni með tilnefningu Kavanaugh hafa nú lýst yfir ánægju með skýrsluna. 4. október 2018 16:30 Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Demókratar eru ósáttir við Kavanaugh-skýrslu FBI skilaði skýrslu um rannsókn á ásökunum á hendur Brett Kavanaugh. Demókratar gagnrýna takmarkað umfang skýrslunnar, segja hana ókláraða. 5. október 2018 07:30
Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09
Skýrsla FBI virðist engu ætla að breyta Tveir af þeim þremur þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa lýst yfir óákveðni með tilnefningu Kavanaugh hafa nú lýst yfir ánægju með skýrsluna. 4. október 2018 16:30
Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13