Krefja ríkið um milljónir vegna Æsustaðamálsins Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2018 11:02 Nabakowski-bræðurnir í héraðsdómi. Vísir Bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski hafa stefnt ríkinu og krafist skaðabóta eftir að hafa þurft að sæta einangrun í átta daga í tengslum við rannsókn á Æsustaðamálinu sumarið 2017. Bræðurnir krefjast báðir tveggja milljóna króna, auk þess að ríkið greiði málskostnað og kostnað vegna lögmannsþjónustu. Bræðurnir voru handteknir þann 7. júní á síðasta ári eftir lát Arnar Jónssonar Aspar við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal. Þeir voru í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en síðar sleppt þann 15. júní. Sveinn Gestur Tryggvason var að lokum einn ákærður í málinu og dæmdur í sex ára fangelsi.Hefði átt að vera ljóst frá fyrstu skýrslutöku Í stefnum bræðranna, sem Vísir hefur undir höndum, segir að málið hafi reynst tilefnislaust líkt og bræðurnir hafi haldið fram allt frá upphafi. Það hafi verið augljóst frá fyrstu skýrslutöku og í kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald, þar sem bræðurnir hafi verið farnir af vettvangi þegar til átakanna kom sem leiddu til dauða Arnars. „Þetta eru alvarlegar sakargiftir og þungbært fyrir hvern sem er að sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessa. Af fjölmiðlaumfjöllun má jafnframt sjá, að málið olli [umbjóðanda] mínum miklum miska. Þegar sama kvöld var hann nafngreindur í fjölmiðlum. Við þessu mátti búast,“ segir í stefnunum. Þá hafi þeir verið kallaðir morðingjar á athugasemdakerfum fjölmiðla.Andleg líðan mjög slæm Í stefnunum segir að bræðurnir hafi verið í fullu starfi á þeim tíma sem málið kom upp en að enginn hafi viljað ráða þá í vinnu síðan. Þeir hafi ítrekað reynt að fá íbúð en um leið og þeir kynni sig slíti fólk samtalinu. Þá segir að andleg líðan bræðranna við það að sitja í gæsluvarðhaldi, sakaðir um verknaðinn, hafi verið mjög slæm. Miski þeirra sé mikill „og ber að bæta hann eftir því sem sanngjarnt þykir“. Áður höfðu bræðurnir, sem störfuðu fyrir Svein Gest sumarið 2017, báðir verið dæmdir fyrir brot gegn hegningarlögum. Marcin hlaut þriggja ára dóm en Rafal tveggja og hálfs árs dóm fyrir skotárás við Leifasjoppu í Breiðholti í ágúst 2016. Dómsmál Tengdar fréttir Landsréttur breytir lítillega refsingu Nabakowski-bræðra Sakfelldir fyrir skotárás. 18. maí 2018 15:37 Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir Þórður Már Jónsson, lögmaður bræðranna. 15. júní 2017 15:18 Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. 15. júní 2017 14:36 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski hafa stefnt ríkinu og krafist skaðabóta eftir að hafa þurft að sæta einangrun í átta daga í tengslum við rannsókn á Æsustaðamálinu sumarið 2017. Bræðurnir krefjast báðir tveggja milljóna króna, auk þess að ríkið greiði málskostnað og kostnað vegna lögmannsþjónustu. Bræðurnir voru handteknir þann 7. júní á síðasta ári eftir lát Arnar Jónssonar Aspar við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal. Þeir voru í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en síðar sleppt þann 15. júní. Sveinn Gestur Tryggvason var að lokum einn ákærður í málinu og dæmdur í sex ára fangelsi.Hefði átt að vera ljóst frá fyrstu skýrslutöku Í stefnum bræðranna, sem Vísir hefur undir höndum, segir að málið hafi reynst tilefnislaust líkt og bræðurnir hafi haldið fram allt frá upphafi. Það hafi verið augljóst frá fyrstu skýrslutöku og í kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald, þar sem bræðurnir hafi verið farnir af vettvangi þegar til átakanna kom sem leiddu til dauða Arnars. „Þetta eru alvarlegar sakargiftir og þungbært fyrir hvern sem er að sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessa. Af fjölmiðlaumfjöllun má jafnframt sjá, að málið olli [umbjóðanda] mínum miklum miska. Þegar sama kvöld var hann nafngreindur í fjölmiðlum. Við þessu mátti búast,“ segir í stefnunum. Þá hafi þeir verið kallaðir morðingjar á athugasemdakerfum fjölmiðla.Andleg líðan mjög slæm Í stefnunum segir að bræðurnir hafi verið í fullu starfi á þeim tíma sem málið kom upp en að enginn hafi viljað ráða þá í vinnu síðan. Þeir hafi ítrekað reynt að fá íbúð en um leið og þeir kynni sig slíti fólk samtalinu. Þá segir að andleg líðan bræðranna við það að sitja í gæsluvarðhaldi, sakaðir um verknaðinn, hafi verið mjög slæm. Miski þeirra sé mikill „og ber að bæta hann eftir því sem sanngjarnt þykir“. Áður höfðu bræðurnir, sem störfuðu fyrir Svein Gest sumarið 2017, báðir verið dæmdir fyrir brot gegn hegningarlögum. Marcin hlaut þriggja ára dóm en Rafal tveggja og hálfs árs dóm fyrir skotárás við Leifasjoppu í Breiðholti í ágúst 2016.
Dómsmál Tengdar fréttir Landsréttur breytir lítillega refsingu Nabakowski-bræðra Sakfelldir fyrir skotárás. 18. maí 2018 15:37 Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir Þórður Már Jónsson, lögmaður bræðranna. 15. júní 2017 15:18 Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. 15. júní 2017 14:36 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Landsréttur breytir lítillega refsingu Nabakowski-bræðra Sakfelldir fyrir skotárás. 18. maí 2018 15:37
Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir Þórður Már Jónsson, lögmaður bræðranna. 15. júní 2017 15:18
Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. 15. júní 2017 14:36