Græn orka tvöfaldast á aðeins tveimur árum Sveinn Arnarsson skrifar 5. október 2018 07:30 Bílar sem keyptir eru nýir nú munu að öllum líkindum rata inn í Parísartölfræðina. Fréttablaðið/Ernir Endurnýjanlegt eldsneyti til samgangna á Íslandi hefur tvöfaldast á aðeins tveimur árum. Er nú svo komið að 5,7 prósent orkunotkunar í samgöngum koma frá endurnýjanlegu eldsneyti. Þetta kemur fram í skýrslu Orkustofnunar um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum hér á landi í fyrra sem birtist nýlega. Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir mikilvægt að menn hugi nú þegar að samsetningu bílaflotans vegna Parísarsamkomulagsins. Fyrir loftslagsráðstefnuna í París settu þjóðir heims fram aðgerðaloforð þar sem hver þjóð leggur fram drög að því hversu mikið hún ætlar að draga úr losun til 2030. Hreinir rafmagnsbílar eða annars konar ökutæki sem nota græna orku þurfa að verða orðin um hundrað þúsund eftir tólf ár, ætlum við okkur að standa við skuldbindingar okkar. „Eina leiðin til að ná skuldbindingum okkar er að rafvæða samgöngur,“ segir Sigurður Ingi. „Við erum komnir inn á þá tíma að bílar sem keyptir eru nýir munu líklega verða inni í Parísartölfræðinni árið 2030. Þess vegna er orðið mjög mikilvægt að hægja á því að troða glænýjum bensín- og dísilbílum inn á markaðinn. Nú erum við byrjaðir að raða inn í flotann sem mun svo telja í bókhaldinu okkar við Parísarsamkomulagið.“ Í fyrra voru notaðar fimm tegundir græns eldsneytis í samgöngum á landi. Það eru lífdísil, etanól, metanól, metan og raforka. Þrír hinir síðastnefndu eru eingöngu innlendir orkugjafar, það er, aðeins framleiddir hér á landi. Hins vegar er svo komið að olíunotkun bíla er aftur farin að aukast eftir hrunárin. Ástæðuna má vafalaust rekja til fjölgunar erlendra ferðamanna. „Ástæða þess að endurnýjanlegt eldsneyti hefur aukist svo mikið er að rafbílar eru afar orkunýtnir. Hver rafbíll nýtir orku mun betur en bensínbíll. Þegar raforka er þannig reiknuð sem olíuígildi þá fær rafbíllinn hærri margfeldisstuðul,“ segir Sigurður Ingi. „Því getum við sagt að þegar allir bílar eru orðnir rafvæddir mun heildarorkunotkun í samgöngum snarminnka þótt fjöldi ekinna kílómetra verði sá sami og áður. Rafbílar hafa verið að taka flugið og eru nú að verða um tíu þúsund talsins. Við erum því komin áleiðis að orkuskiptum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira
Endurnýjanlegt eldsneyti til samgangna á Íslandi hefur tvöfaldast á aðeins tveimur árum. Er nú svo komið að 5,7 prósent orkunotkunar í samgöngum koma frá endurnýjanlegu eldsneyti. Þetta kemur fram í skýrslu Orkustofnunar um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum hér á landi í fyrra sem birtist nýlega. Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir mikilvægt að menn hugi nú þegar að samsetningu bílaflotans vegna Parísarsamkomulagsins. Fyrir loftslagsráðstefnuna í París settu þjóðir heims fram aðgerðaloforð þar sem hver þjóð leggur fram drög að því hversu mikið hún ætlar að draga úr losun til 2030. Hreinir rafmagnsbílar eða annars konar ökutæki sem nota græna orku þurfa að verða orðin um hundrað þúsund eftir tólf ár, ætlum við okkur að standa við skuldbindingar okkar. „Eina leiðin til að ná skuldbindingum okkar er að rafvæða samgöngur,“ segir Sigurður Ingi. „Við erum komnir inn á þá tíma að bílar sem keyptir eru nýir munu líklega verða inni í Parísartölfræðinni árið 2030. Þess vegna er orðið mjög mikilvægt að hægja á því að troða glænýjum bensín- og dísilbílum inn á markaðinn. Nú erum við byrjaðir að raða inn í flotann sem mun svo telja í bókhaldinu okkar við Parísarsamkomulagið.“ Í fyrra voru notaðar fimm tegundir græns eldsneytis í samgöngum á landi. Það eru lífdísil, etanól, metanól, metan og raforka. Þrír hinir síðastnefndu eru eingöngu innlendir orkugjafar, það er, aðeins framleiddir hér á landi. Hins vegar er svo komið að olíunotkun bíla er aftur farin að aukast eftir hrunárin. Ástæðuna má vafalaust rekja til fjölgunar erlendra ferðamanna. „Ástæða þess að endurnýjanlegt eldsneyti hefur aukist svo mikið er að rafbílar eru afar orkunýtnir. Hver rafbíll nýtir orku mun betur en bensínbíll. Þegar raforka er þannig reiknuð sem olíuígildi þá fær rafbíllinn hærri margfeldisstuðul,“ segir Sigurður Ingi. „Því getum við sagt að þegar allir bílar eru orðnir rafvæddir mun heildarorkunotkun í samgöngum snarminnka þótt fjöldi ekinna kílómetra verði sá sami og áður. Rafbílar hafa verið að taka flugið og eru nú að verða um tíu þúsund talsins. Við erum því komin áleiðis að orkuskiptum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira