Skora á menntamálaráðherra að huga betur að kynfræðslu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 23:31 Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir (t.v), Steinunn Ólína Hafliðadóttir (fyrir miðju) og Heiðrún Fivelstad (t.h.) standa að baki átakinu Sjúk ást. „Þetta kemur sem ákall til menntamálaráðherra um markvissari kynfræðslu,“ segir Steinunn Ólína Hafliðadóttir verkefnisstjóri hjá Stígamótum en hún er ein af þeim sem standa að baki átakinu Sjúk ást. Á miðnætti þann 28. febrúar lýkur undirskriftasöfnuninni sem er lokahnykkur átaksins. Sjúk ást er átak á vegum Stígamóta og hefur það fengið gríðarlega góð viðbrögð síðustu vikur. „Þetta er átak um heilbrigð og óheilbrigð samskipti og einkenni ofbeldis. Við fundum um leið og átakið fór af stað að það var greinilega mikil þörf fyrir þetta átak. Því um leið og þetta fer út þá förum við að heyra reynslusögur því fólk tengir við inntakið í Sjúk ást,“ segir Steinunn.Vilja safna fleiri undirskriftum Hún segir að það hafi verið gott að sjá reynslusögurnar byrja að birtast og heyrast því það hafi undirstrikað fyrir aðstandendur átaksins hvað þetta væri þarft framtak. Á vefsíðunni Sjúk ást má finna fróðleik um heilbrigð og óheilbrigð sambönd, ofbeldi, kynlíf, klám, jafnrétti, samskipti, virðingu, ást og fleira tengt málefninu. Þar má einnig finna upplýsingar um það hvar sé hægt að leita sér hjálpar. „Við erum líka með þessu átaki að reyna að gera efnið aðgengilegt. Það er oft talað um afbrýðisemi eða meðvirkni, en fólk veit ekki endilega hvert það á að líta þegar kemur að óheilbrigðum samskiptum. Þess vegna sköpuðum við vefsíðuna sjúkást.is, svo fólk gæti fengið þetta svolítið svart á hvítu að eitthvað sé ekki í lagi.“ Undirskriftasöfnunin hefur gengið vel en nú þegar hafa hátt í þrjú þúsund einstaklingar skrifað undir. „Við viljum sjá þessa tölu rísa hærra,“ segir Steinunn. Hún segir að það sé mikilvægt að betur sé hugað að kynfræðslu og fræðslu um samskipti fyrir ungt fólk. „Þessi fræðsla þarf að koma fyrr inn og vera meira félagslega sinnuð. Oft á tíðum, þó að það sé ekki altækt, er oft einblínt meira á þessar líffræðilegu forsendur heldur en þessar félagslegu.“Fræða ungt fólk um mörk Stefnt er á að afhenda Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra undirskriftirnar þann 1. mars næstkomandi. Steinunn segir að það hafi verið frábært að sjá hvað menntaskólanemar voru duglegir að koma umræðunni inn í skólana til samnemenda. Fólk á öllum aldri hafi hrósað átakinu og að mati Steinunnar er átakið mikilvægt framhald af #MeToo byltingunni. „Eldra fólk hefur komið upp að okkur og sagt, „vá ég vildi óska þess að ég hefði haft þetta þegar ég var yngri“ því það er einhvern vegin oft tilfellið að fólk er að kynnast andlegu og líkamlegu ofbeldi og óheilbrigðum samskiptum á biturri reynslu. Þetta er því algjörlega forvarnarverkefni, að láta fólk vita hver mörkin eru og hvernig það er að treysta og virða manneskju.“ Steinunn segir að ungt fólk sé að byrja fyrr í nánum samböndum en margir geri sér grein fyrir. Því sé mikilvægt að uppræta og gagnrýna ákveðna hegðun. „Ef þrettán eða fjórtán ára unglingar í samböndum koma fram og segja „æji það er eitthvað í gangi í þessu sambandi og mér líður illa í þessu,“ þá er því oft tekið sem einhverri hvolpaást. Það þarf að líta á þetta alvarlegum augum því þetta er skaðlegt.“ Kynlíf Tengdar fréttir Sjúk ást í nánum samböndum ungmenna 70 prósent þeirra sem leita aðstoðar hjá Stígamótum urðu fyrir ofbeldi fyrir átján ára aldur. Vefsíðan sjúk ást hefur verið sett i loftið til að fræða ungt fólk um mörk og samþykki. Auka þarf kynfræðslu og hætta kynhræðslu, segir unga fólkið. 7. febrúar 2018 19:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Þetta kemur sem ákall til menntamálaráðherra um markvissari kynfræðslu,“ segir Steinunn Ólína Hafliðadóttir verkefnisstjóri hjá Stígamótum en hún er ein af þeim sem standa að baki átakinu Sjúk ást. Á miðnætti þann 28. febrúar lýkur undirskriftasöfnuninni sem er lokahnykkur átaksins. Sjúk ást er átak á vegum Stígamóta og hefur það fengið gríðarlega góð viðbrögð síðustu vikur. „Þetta er átak um heilbrigð og óheilbrigð samskipti og einkenni ofbeldis. Við fundum um leið og átakið fór af stað að það var greinilega mikil þörf fyrir þetta átak. Því um leið og þetta fer út þá förum við að heyra reynslusögur því fólk tengir við inntakið í Sjúk ást,“ segir Steinunn.Vilja safna fleiri undirskriftum Hún segir að það hafi verið gott að sjá reynslusögurnar byrja að birtast og heyrast því það hafi undirstrikað fyrir aðstandendur átaksins hvað þetta væri þarft framtak. Á vefsíðunni Sjúk ást má finna fróðleik um heilbrigð og óheilbrigð sambönd, ofbeldi, kynlíf, klám, jafnrétti, samskipti, virðingu, ást og fleira tengt málefninu. Þar má einnig finna upplýsingar um það hvar sé hægt að leita sér hjálpar. „Við erum líka með þessu átaki að reyna að gera efnið aðgengilegt. Það er oft talað um afbrýðisemi eða meðvirkni, en fólk veit ekki endilega hvert það á að líta þegar kemur að óheilbrigðum samskiptum. Þess vegna sköpuðum við vefsíðuna sjúkást.is, svo fólk gæti fengið þetta svolítið svart á hvítu að eitthvað sé ekki í lagi.“ Undirskriftasöfnunin hefur gengið vel en nú þegar hafa hátt í þrjú þúsund einstaklingar skrifað undir. „Við viljum sjá þessa tölu rísa hærra,“ segir Steinunn. Hún segir að það sé mikilvægt að betur sé hugað að kynfræðslu og fræðslu um samskipti fyrir ungt fólk. „Þessi fræðsla þarf að koma fyrr inn og vera meira félagslega sinnuð. Oft á tíðum, þó að það sé ekki altækt, er oft einblínt meira á þessar líffræðilegu forsendur heldur en þessar félagslegu.“Fræða ungt fólk um mörk Stefnt er á að afhenda Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra undirskriftirnar þann 1. mars næstkomandi. Steinunn segir að það hafi verið frábært að sjá hvað menntaskólanemar voru duglegir að koma umræðunni inn í skólana til samnemenda. Fólk á öllum aldri hafi hrósað átakinu og að mati Steinunnar er átakið mikilvægt framhald af #MeToo byltingunni. „Eldra fólk hefur komið upp að okkur og sagt, „vá ég vildi óska þess að ég hefði haft þetta þegar ég var yngri“ því það er einhvern vegin oft tilfellið að fólk er að kynnast andlegu og líkamlegu ofbeldi og óheilbrigðum samskiptum á biturri reynslu. Þetta er því algjörlega forvarnarverkefni, að láta fólk vita hver mörkin eru og hvernig það er að treysta og virða manneskju.“ Steinunn segir að ungt fólk sé að byrja fyrr í nánum samböndum en margir geri sér grein fyrir. Því sé mikilvægt að uppræta og gagnrýna ákveðna hegðun. „Ef þrettán eða fjórtán ára unglingar í samböndum koma fram og segja „æji það er eitthvað í gangi í þessu sambandi og mér líður illa í þessu,“ þá er því oft tekið sem einhverri hvolpaást. Það þarf að líta á þetta alvarlegum augum því þetta er skaðlegt.“
Kynlíf Tengdar fréttir Sjúk ást í nánum samböndum ungmenna 70 prósent þeirra sem leita aðstoðar hjá Stígamótum urðu fyrir ofbeldi fyrir átján ára aldur. Vefsíðan sjúk ást hefur verið sett i loftið til að fræða ungt fólk um mörk og samþykki. Auka þarf kynfræðslu og hætta kynhræðslu, segir unga fólkið. 7. febrúar 2018 19:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sjúk ást í nánum samböndum ungmenna 70 prósent þeirra sem leita aðstoðar hjá Stígamótum urðu fyrir ofbeldi fyrir átján ára aldur. Vefsíðan sjúk ást hefur verið sett i loftið til að fræða ungt fólk um mörk og samþykki. Auka þarf kynfræðslu og hætta kynhræðslu, segir unga fólkið. 7. febrúar 2018 19:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent