Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2018 21:15 Álverið í Straumsvík tók til starfa árið 1969 og verður því fimmtugt á næsta ári. Mynd/Stöð 2. Álframleiðsla verður áfram í Straumsvík um langa framtíð. Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Rio Tinto tilkynnti í haust að álverið í Straumsvík væri til sölu og nú er kominn kaupandi, hið norska Hydro. „Mér líst vel á það. Það er mjög gott að þessu ferli er þannig séð lokið og komið fast tilboð frá Norsk Hydro, sem er alvöru álframleiðandi. Þannig að við erum bara kampakát hér,” segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Kaupin eru með fyrirvörum, svo sem um samþykki samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins. Talsmaður Hydro, Ola Sæter, segir félagið vilja styrkja álframleiðslu sína með kaupunum. „Álframleiðsla er sú málmframleiðsla sem vex hraðast í heiminum. Eftirspurnin er meiri en eftir nokkrum öðrum málmi,” segir Ola Sæter. „Ál sem er framleitt með endurnýjanlegri orku, eins og er í Noregi og hérna á Íslandi, það er með slíkum málmi og slíkri framleiðslu sem við viljum mæta vaxandi eftirspurn markaðarins.” Ola Sæter, framkvæmdastjóri hjá Hydro Aluminium.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Norsk Hydro áformaði fyrir sextán árum að reisa álver á Reyðarfirði en frestaði ákvörðun sem varð til þess að Alcoa fékk samninginn, og á áttunda áratugnum átti fyrirtækið í viðræðum um álver í Eyjafirði. „Norðmenn eru nú okkar vinaþjóð og frændþjóð. Norsk Hydro er bara þekkt fyrir að vera góður álframleiðandi og góður vinnuveitandi,” segir Rannveig. Því hefur af og til verið varpað fram í umræðu hvort kominn sé tími á að þessu elsta álveri Íslands verði lokað en það verður fimmtugt á næsta ári. Þessi kaup núna eru skilaboð um allt annað. „Þótt hlutar þessa álvers séu fimmtíu ára þá eru ekki mörg ár síðan verksmiðjan fjárfesti í nútímatækni sem uppfyllir ströngustu kröfur vandlátustu viðskiptavina í Evrópu, hvort sem það er í byggingariðnaði eða bílaiðnaði. Svo þetta er nútímalegt og vel rekið álver hérna hjá Ísal,” segir Ola Sæter frá Hydro. En hvað segir þetta um framtíðina í Straumsvík? Hvað á álverið marga áratugi eftir? „Bara álíka marga og það á að baki,” svarar Rannveig. „Hvort sem það eru fimmtíu ár eða ekki, þá er þetta álver til framtíðar,” svarar framkvæmdastjóri Hydro, Ola Sæter. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Fá milljarð í tekjur fyrir að hanna álver Norsk Hydro Verkfræðileg hönnun nýs álvers, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum íslenskra verkfræðistofa. 26. febrúar 2016 20:00 Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Álframleiðsla verður áfram í Straumsvík um langa framtíð. Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Rio Tinto tilkynnti í haust að álverið í Straumsvík væri til sölu og nú er kominn kaupandi, hið norska Hydro. „Mér líst vel á það. Það er mjög gott að þessu ferli er þannig séð lokið og komið fast tilboð frá Norsk Hydro, sem er alvöru álframleiðandi. Þannig að við erum bara kampakát hér,” segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Kaupin eru með fyrirvörum, svo sem um samþykki samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins. Talsmaður Hydro, Ola Sæter, segir félagið vilja styrkja álframleiðslu sína með kaupunum. „Álframleiðsla er sú málmframleiðsla sem vex hraðast í heiminum. Eftirspurnin er meiri en eftir nokkrum öðrum málmi,” segir Ola Sæter. „Ál sem er framleitt með endurnýjanlegri orku, eins og er í Noregi og hérna á Íslandi, það er með slíkum málmi og slíkri framleiðslu sem við viljum mæta vaxandi eftirspurn markaðarins.” Ola Sæter, framkvæmdastjóri hjá Hydro Aluminium.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Norsk Hydro áformaði fyrir sextán árum að reisa álver á Reyðarfirði en frestaði ákvörðun sem varð til þess að Alcoa fékk samninginn, og á áttunda áratugnum átti fyrirtækið í viðræðum um álver í Eyjafirði. „Norðmenn eru nú okkar vinaþjóð og frændþjóð. Norsk Hydro er bara þekkt fyrir að vera góður álframleiðandi og góður vinnuveitandi,” segir Rannveig. Því hefur af og til verið varpað fram í umræðu hvort kominn sé tími á að þessu elsta álveri Íslands verði lokað en það verður fimmtugt á næsta ári. Þessi kaup núna eru skilaboð um allt annað. „Þótt hlutar þessa álvers séu fimmtíu ára þá eru ekki mörg ár síðan verksmiðjan fjárfesti í nútímatækni sem uppfyllir ströngustu kröfur vandlátustu viðskiptavina í Evrópu, hvort sem það er í byggingariðnaði eða bílaiðnaði. Svo þetta er nútímalegt og vel rekið álver hérna hjá Ísal,” segir Ola Sæter frá Hydro. En hvað segir þetta um framtíðina í Straumsvík? Hvað á álverið marga áratugi eftir? „Bara álíka marga og það á að baki,” svarar Rannveig. „Hvort sem það eru fimmtíu ár eða ekki, þá er þetta álver til framtíðar,” svarar framkvæmdastjóri Hydro, Ola Sæter. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Fá milljarð í tekjur fyrir að hanna álver Norsk Hydro Verkfræðileg hönnun nýs álvers, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum íslenskra verkfræðistofa. 26. febrúar 2016 20:00 Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fá milljarð í tekjur fyrir að hanna álver Norsk Hydro Verkfræðileg hönnun nýs álvers, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum íslenskra verkfræðistofa. 26. febrúar 2016 20:00
Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15