Innlent

Boða formenn á fund til að ræða mögulega uppsögn kjarasamninga

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, leggur áherslu á að málið verði leitt til lykta með atkvæðagreiðslu.
Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, leggur áherslu á að málið verði leitt til lykta með atkvæðagreiðslu. Vísir/Vilhelm
Alþýðusamband Íslands hefur boðað til formannafundar aðildarfélaga ASÍ á miðvikudag 28. febrúar til þess að ræða mögulega uppsögn og endurskoðun kjarasamninga. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica og hefst klukkan 11.

Forseti ASÍ leggur áherslu á að á fundinum verður rætt um endurskoðun kjarasamninga og leitt til lykta með atkvæðagreiðslu. „Í því felst markverð breyting á fyrrgreindu umboði samninganefndar ASÍ og óskaði forseti eftir því að fulltrúar í samninganefnd ASÍ leituðu heimilda hjá sínum samninganefndum að viðhafa þennan háttinn á í þetta sinn,” segir á vef Alþýðusambandsins.

Á fundinum verður leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. Til þess að mynda meirihluta um tillögu þarf bæði meirihluta þeirra fundarmanna sem fara með atkvæði á fundinum og meirihluta þess atkvæðavægis sem að baki þeim standa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×