Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2018 14:24 Ekki verður séð að samningar hafi almennt tryggt markviss kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Nordicphotos/Getty Gera þarf ráðstafanir til að bæta samninga Sjúkratrygginga Íslands um heilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun en þar segir að ekki verði séð að þessir samningar hafi almennt tryggt markviss kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Einnig megi efast um að samningarnir séu í öllum tilvikum hagkvæmir eða stuðli að aukinni skilvirkni heilbrigðiskerfisins í heild. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu. Í skýrslunni er því beint til velferðarráðuneytis að það marki stefnu um heilbrigðisþjónustu og sjái til þess að lykilstofnanir heilbrigðiskerfisins vinni á samhæfðan hátt að markmiðum hennar. Í slíkri stefnumörkun þarf að vera skýrt hvaða þjónustu heilbrigðisstofnanir eigi að veita og hvaða þjónustu eigi að kaupa af öðrum aðilum. Það stefnuleysi sem einkennir málaflokkinn hefur leitt til þess að áherslur fjárlaga hverju sinni, tímabundin átaksverkefni og úrlausn tilfallandi vandamála hafa mótað ákvarðanir um samninga um heilbrigðisþjónustu og þar með þróun heilbrigðiskerfisins. Einnig er því beint til ráðuneytisins að tryggja eðlilega verkaskiptingu við gerð samninga. Dæmi eru um að velferðarráðuneyti geri samninga án aðkomu Sjúkratrygginga eða ákveði einhliða forsendur þeirra. Að mati Ríkisendurskoðunar er þetta óeðlilegt. Um leið þarf að efla nauðsynlega fagþekkingu innan Sjúkratrygginga og getu þeirra til að annast greiningar, vinna að gerð samninga og hafa eftirlit með framkvæmd þeirra. Dæmi eru um að samningar Sjúkratrygginga hafi ekki stuðst við fullnægjandi greiningar á þörfum, kostnaði og ábata. Þá hafa verið gerðir samningar sem kveða ekki nægilega skýrt á um skilgreint magn, gæði eða jafnt aðgengi landsmanna. Að mati Ríkisendurskoðunar má draga í efa að víðtækir rammasamningar stuðli að markvissum og hagkvæmum kaupum á heilbrigðisþjónustu. Því er hvatt til að meta kosti þess að semja um þjónustu einstakra sérgreina. Þá telur Ríkisendurskoðun brýnt að nýr samningur Sjúkratrygginga Íslands við Landspítala um framleiðslutengda fjármögnun verði þróaður áfram í því skyni að hann verði nýttur til að hámarka skilvirkni og hagkvæmni spítalans. Heilbrigðismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira
Gera þarf ráðstafanir til að bæta samninga Sjúkratrygginga Íslands um heilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun en þar segir að ekki verði séð að þessir samningar hafi almennt tryggt markviss kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Einnig megi efast um að samningarnir séu í öllum tilvikum hagkvæmir eða stuðli að aukinni skilvirkni heilbrigðiskerfisins í heild. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu. Í skýrslunni er því beint til velferðarráðuneytis að það marki stefnu um heilbrigðisþjónustu og sjái til þess að lykilstofnanir heilbrigðiskerfisins vinni á samhæfðan hátt að markmiðum hennar. Í slíkri stefnumörkun þarf að vera skýrt hvaða þjónustu heilbrigðisstofnanir eigi að veita og hvaða þjónustu eigi að kaupa af öðrum aðilum. Það stefnuleysi sem einkennir málaflokkinn hefur leitt til þess að áherslur fjárlaga hverju sinni, tímabundin átaksverkefni og úrlausn tilfallandi vandamála hafa mótað ákvarðanir um samninga um heilbrigðisþjónustu og þar með þróun heilbrigðiskerfisins. Einnig er því beint til ráðuneytisins að tryggja eðlilega verkaskiptingu við gerð samninga. Dæmi eru um að velferðarráðuneyti geri samninga án aðkomu Sjúkratrygginga eða ákveði einhliða forsendur þeirra. Að mati Ríkisendurskoðunar er þetta óeðlilegt. Um leið þarf að efla nauðsynlega fagþekkingu innan Sjúkratrygginga og getu þeirra til að annast greiningar, vinna að gerð samninga og hafa eftirlit með framkvæmd þeirra. Dæmi eru um að samningar Sjúkratrygginga hafi ekki stuðst við fullnægjandi greiningar á þörfum, kostnaði og ábata. Þá hafa verið gerðir samningar sem kveða ekki nægilega skýrt á um skilgreint magn, gæði eða jafnt aðgengi landsmanna. Að mati Ríkisendurskoðunar má draga í efa að víðtækir rammasamningar stuðli að markvissum og hagkvæmum kaupum á heilbrigðisþjónustu. Því er hvatt til að meta kosti þess að semja um þjónustu einstakra sérgreina. Þá telur Ríkisendurskoðun brýnt að nýr samningur Sjúkratrygginga Íslands við Landspítala um framleiðslutengda fjármögnun verði þróaður áfram í því skyni að hann verði nýttur til að hámarka skilvirkni og hagkvæmni spítalans.
Heilbrigðismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira