Einum sleppt úr haldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2018 14:05 Maðurinn hafði verið í haldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/GVA Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um aðild að fíkniefnainnflutningi til landsins. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Greint var fyrst frá þessu á vef Fréttablaðsins.Alls hafa fjórir menn setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við þetta mál. Tveimur var sleppt þegar nokkuð var liðið á rannsóknina og sátu því tveir í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Nú hefur öðrum þeirra verið sleppt og situr því einn núna í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Annar þeirra tveggja sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna málsins er Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem er í ótímabundnu farbanni á Spáni vegna málsins. Sunna liggur þar mikið slösuð á sjúkrahúsi. Sigurður var handtekinn við heimkomuna frá Málaga í lok janúar og var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. 7. febrúar síðastliðinn var hann úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald vegna málsins. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Var þá sagt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði farið í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu. Sigurður var handtekinn á Spáni um miðjan janúar vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gagnvart konu sinni. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum og svo handtekinn við komuna hingað til lands. Lögreglan hér á landi hefur verið í viðræðum við lögregluyfirvöld á Spáni um að taka yfir rannsókn málsins, eða þeim hluta sem snýr að Íslandi. Verði það að veruleika er möguleiki á að flytja Sunnu heim til Íslands. Síðastliðinn miðvikudag sagði lögreglan frá því að spænsk yfirvöld hefðu enn ekki svarað formlegri réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins hér á landi þess efni að lögreglan á Íslandi taki yfir rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Sagði lögreglan að óvíst sé hversu langan tíma slík afgreiðsla kunni að taka. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hafa ekki svarað beiðni um að rannsókn á máli Sunnu færist til Íslands Óvíst hvað ferlið mun taka langan tíma. 21. febrúar 2018 16:15 Sunna komin til Sevilla Sunna Elvira Þorkelsdóttir sem hefur legið lömuð á spítala í Malaga síðastliðinn mánuð er komin á spítala í Sevilla. Mögulegur flutningur til Íslands er þó enn í biðstöðu. 23. febrúar 2018 18:30 Segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna „Skákmálsins“ Sendu formlega réttarbeiðni í síðustu viku um að taka yfir rannsóknina. 19. febrúar 2018 15:09 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um aðild að fíkniefnainnflutningi til landsins. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Greint var fyrst frá þessu á vef Fréttablaðsins.Alls hafa fjórir menn setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við þetta mál. Tveimur var sleppt þegar nokkuð var liðið á rannsóknina og sátu því tveir í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Nú hefur öðrum þeirra verið sleppt og situr því einn núna í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Annar þeirra tveggja sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna málsins er Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem er í ótímabundnu farbanni á Spáni vegna málsins. Sunna liggur þar mikið slösuð á sjúkrahúsi. Sigurður var handtekinn við heimkomuna frá Málaga í lok janúar og var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. 7. febrúar síðastliðinn var hann úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald vegna málsins. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Var þá sagt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði farið í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu. Sigurður var handtekinn á Spáni um miðjan janúar vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gagnvart konu sinni. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum og svo handtekinn við komuna hingað til lands. Lögreglan hér á landi hefur verið í viðræðum við lögregluyfirvöld á Spáni um að taka yfir rannsókn málsins, eða þeim hluta sem snýr að Íslandi. Verði það að veruleika er möguleiki á að flytja Sunnu heim til Íslands. Síðastliðinn miðvikudag sagði lögreglan frá því að spænsk yfirvöld hefðu enn ekki svarað formlegri réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins hér á landi þess efni að lögreglan á Íslandi taki yfir rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Sagði lögreglan að óvíst sé hversu langan tíma slík afgreiðsla kunni að taka.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hafa ekki svarað beiðni um að rannsókn á máli Sunnu færist til Íslands Óvíst hvað ferlið mun taka langan tíma. 21. febrúar 2018 16:15 Sunna komin til Sevilla Sunna Elvira Þorkelsdóttir sem hefur legið lömuð á spítala í Malaga síðastliðinn mánuð er komin á spítala í Sevilla. Mögulegur flutningur til Íslands er þó enn í biðstöðu. 23. febrúar 2018 18:30 Segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna „Skákmálsins“ Sendu formlega réttarbeiðni í síðustu viku um að taka yfir rannsóknina. 19. febrúar 2018 15:09 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Hafa ekki svarað beiðni um að rannsókn á máli Sunnu færist til Íslands Óvíst hvað ferlið mun taka langan tíma. 21. febrúar 2018 16:15
Sunna komin til Sevilla Sunna Elvira Þorkelsdóttir sem hefur legið lömuð á spítala í Malaga síðastliðinn mánuð er komin á spítala í Sevilla. Mögulegur flutningur til Íslands er þó enn í biðstöðu. 23. febrúar 2018 18:30
Segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna „Skákmálsins“ Sendu formlega réttarbeiðni í síðustu viku um að taka yfir rannsóknina. 19. febrúar 2018 15:09