Styttist í að kísilofninn á Bakka verði ræstur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2018 19:00 Stefnt er að því að ræsa kísilofn kísilvers PCC á Bakka eftir um tvær vikur og að framleiðsla á kísilmálmi geti hafist. Öll hráefni eru komin til landsins en framleiðslutími verður skammur eftir að ofninn er kominn í gang. Rafmagn frá Þeistareykjum var tengt inn á verksmiðjuhús kísliversins á Bakka í síðustu viku og segir framkvæmdastjóri framleiðslunnar það hafa verið stórt skref. „Næsta skref hjá okkur er svo að það þarf að fara hita upp ofninn og það er svona áætlað núna um miðjan mars,“ segir Jökull Gunnarsson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá PCC á Bakka.Hafið þið áhyggjur af því? „Við höfum ekki stórar áhyggjur af því. Við höfum alltaf sagt að við förum ekkert í gang fyrr en við erum tilbúin og það er það sem við erum að gera,“ segir Jökull. Í nokkur skipti hefur því verið frestað að ræsa kísilofninn og í ljósi sögunnar úr Helguvík ætla menn á Bakka ekki að taka neina áhættu. „Við getum kennt um veðrinu. Það hefur aðeins verið að trufla okkur en svo að hluta til er þetta bara flókið verkefni og það er í mörg horn að líta og við erum ákveðnir í því að við ætlum að vanda þetta verk og ekki ana út í neitt nema við séum tilbúin,“ segir Jökull. Í lok janúar héldu stjórnendur PCC á Bakka stóran fund með íbúum Húsavíkur og nágrennis þar sem gangsetning verksmiðjunnar var til umræðu. „Það var fullt hús hjá okkur á þessum opna fundi og við fengum nokkrar góðar spurningar. Fólk virðist fylgjast mikið með okkur og erum svo sem búnir að vera duglegir að upplýsa á meðan að á þessu ferli hefur staðið og ég held að Húsvíkingar séu bara spenntir að byrja eins og við,“ segir Jökull. Jökull segir að öllum íbúum verði tilkynnt um gangsetningu kísilofnins en gert er ráð fyrir því að reykur muni sjást frá verksmiðjunni í einhverja daga á eftir. Erlendir sérfræðingar munu aðstoða við gangsetninguna en öll hráefni í framleiðsluna eru komin til landsins, til að mynda timbur frá Finnlandi. Jökull segir að framleiðslan eigi eftir að ganga hratt fyrir sig þegar kísilofninn verður kominn í gang. „Okkar áætlanir ganga út á það að það tekur ekki nema svona viku til tíu daga frá því að fyrsti málmur kemur út úr ofni þangað til við erum komin seljanlega vöru,“ segir Jökull. Tengdar fréttir Gangsetningu kísilvers PCC á Bakka seinkar um tvær vikur Verktaki við byggingu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík mun ekki afhenda verksmiðjuna fyrr en í fyrsta lagi í fyrstu viku febrúar. 24. janúar 2018 06:00 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 PCC fær starfsleyfi Umhverfisstofnunar Forstjóri PCC á Íslandi er ánægður með að þessum áfanga er náð. Fimmtán lífeyrissjóðir hér á landi koma að fjármögnun kísilversins á Bakka við Húsavík. Full afköst snemma á næsta ári. 14. nóvember 2017 06:00 Segja meginmarkmið að enginn slasist á Húsavík við gangsetningu Stjórnendur kísilvers PCC BakkiSilicon hf. boða íbúa Húsavíkur og nágrennis til fundar síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar gangsetningar ofna verksmiðjunnar á Bakka. 25. janúar 2018 13:13 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Stefnt er að því að ræsa kísilofn kísilvers PCC á Bakka eftir um tvær vikur og að framleiðsla á kísilmálmi geti hafist. Öll hráefni eru komin til landsins en framleiðslutími verður skammur eftir að ofninn er kominn í gang. Rafmagn frá Þeistareykjum var tengt inn á verksmiðjuhús kísliversins á Bakka í síðustu viku og segir framkvæmdastjóri framleiðslunnar það hafa verið stórt skref. „Næsta skref hjá okkur er svo að það þarf að fara hita upp ofninn og það er svona áætlað núna um miðjan mars,“ segir Jökull Gunnarsson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá PCC á Bakka.Hafið þið áhyggjur af því? „Við höfum ekki stórar áhyggjur af því. Við höfum alltaf sagt að við förum ekkert í gang fyrr en við erum tilbúin og það er það sem við erum að gera,“ segir Jökull. Í nokkur skipti hefur því verið frestað að ræsa kísilofninn og í ljósi sögunnar úr Helguvík ætla menn á Bakka ekki að taka neina áhættu. „Við getum kennt um veðrinu. Það hefur aðeins verið að trufla okkur en svo að hluta til er þetta bara flókið verkefni og það er í mörg horn að líta og við erum ákveðnir í því að við ætlum að vanda þetta verk og ekki ana út í neitt nema við séum tilbúin,“ segir Jökull. Í lok janúar héldu stjórnendur PCC á Bakka stóran fund með íbúum Húsavíkur og nágrennis þar sem gangsetning verksmiðjunnar var til umræðu. „Það var fullt hús hjá okkur á þessum opna fundi og við fengum nokkrar góðar spurningar. Fólk virðist fylgjast mikið með okkur og erum svo sem búnir að vera duglegir að upplýsa á meðan að á þessu ferli hefur staðið og ég held að Húsvíkingar séu bara spenntir að byrja eins og við,“ segir Jökull. Jökull segir að öllum íbúum verði tilkynnt um gangsetningu kísilofnins en gert er ráð fyrir því að reykur muni sjást frá verksmiðjunni í einhverja daga á eftir. Erlendir sérfræðingar munu aðstoða við gangsetninguna en öll hráefni í framleiðsluna eru komin til landsins, til að mynda timbur frá Finnlandi. Jökull segir að framleiðslan eigi eftir að ganga hratt fyrir sig þegar kísilofninn verður kominn í gang. „Okkar áætlanir ganga út á það að það tekur ekki nema svona viku til tíu daga frá því að fyrsti málmur kemur út úr ofni þangað til við erum komin seljanlega vöru,“ segir Jökull.
Tengdar fréttir Gangsetningu kísilvers PCC á Bakka seinkar um tvær vikur Verktaki við byggingu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík mun ekki afhenda verksmiðjuna fyrr en í fyrsta lagi í fyrstu viku febrúar. 24. janúar 2018 06:00 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 PCC fær starfsleyfi Umhverfisstofnunar Forstjóri PCC á Íslandi er ánægður með að þessum áfanga er náð. Fimmtán lífeyrissjóðir hér á landi koma að fjármögnun kísilversins á Bakka við Húsavík. Full afköst snemma á næsta ári. 14. nóvember 2017 06:00 Segja meginmarkmið að enginn slasist á Húsavík við gangsetningu Stjórnendur kísilvers PCC BakkiSilicon hf. boða íbúa Húsavíkur og nágrennis til fundar síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar gangsetningar ofna verksmiðjunnar á Bakka. 25. janúar 2018 13:13 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Gangsetningu kísilvers PCC á Bakka seinkar um tvær vikur Verktaki við byggingu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík mun ekki afhenda verksmiðjuna fyrr en í fyrsta lagi í fyrstu viku febrúar. 24. janúar 2018 06:00
Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14
PCC fær starfsleyfi Umhverfisstofnunar Forstjóri PCC á Íslandi er ánægður með að þessum áfanga er náð. Fimmtán lífeyrissjóðir hér á landi koma að fjármögnun kísilversins á Bakka við Húsavík. Full afköst snemma á næsta ári. 14. nóvember 2017 06:00
Segja meginmarkmið að enginn slasist á Húsavík við gangsetningu Stjórnendur kísilvers PCC BakkiSilicon hf. boða íbúa Húsavíkur og nágrennis til fundar síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar gangsetningar ofna verksmiðjunnar á Bakka. 25. janúar 2018 13:13