Umvefjum börnin tungumálinu Elsa Pálsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 10:39 Undanfarnar vikur hafa margir tjáð sig bæði í ræðu og riti um stöðu íslenskra nemenda í lesskilningi. Öll umræða er mikilvæg því rannsóknir sem gerðar hafa verið á liðnum árum sýna að þar þurfum við virkilega að bæta okkur. Lesskilningur felur í sér að skilja það sem lesið er og til að skilja þarf að vita hvað orðin þýða, því er góður orðaforði lykill að lesskilningi. En hvernig byggjum við upp góðan íslenskan orðaforða? Það gerum við m.a. með því að nota tungumálið okkar, tala við börnin á vandaðri og fjölbreyttri íslensku og hvetja þau til að tjá sig, sjá til þess að þau alist upp í góðu málumhverfi þar sem lestur og samræður eru stór hluti af daglegu lífi þeirra. Að læra tungumál og að efla læsi er samfélagslegt verkefni þar sem margir þurfa að koma að. Þegar byggja á til framtíðar er nauðsynlegt að byggja sterkan grunn og því þarf strax við fæðingu að huga að ríkulegu málumhverfi. Börnin þurfa að heyra tungumálið því þannig læra þau það, þeim mun ríkara sem málumhverfið er þeim mun meiri líkur eru á því að börnin öðlist góða færni í því. Það er mjög eðlilegt að foreldrar séu ekki að huga að námsferli barnsins eða færni þess í læsi á fyrsta lífárinu en þá er samt sem áður lagður mikilvægur grunnur að framtíðarmöguleikum þess. Að lesa fyrir börn og segja þeim sögur er mjög góð leið til að byggja upp fjölbreyttan orðaforða. Með ríkulegu málumhverfi frá fæðingu barns aukum við líkur á góðu námsgengi í framtíðinni og því vil ég beina því til foreldra, systkina, ömmu og afa, leikskólakennara, grunnskólakennara og annarra aðila sem eiga samskipti við börn að umvefja þau tungumálinu með því að vera góðar fyrirmyndir, tala við þau á vandaðri og fjölbreyttri íslensku og láta lestur verða ómissandi þátt í daglegu lífi. Með því að nota tungumálið byggjum við upp góðan grunnorðaforða sem er mjög mikilvægur en það er ekki nóg. Til að öðlast góðan lesskilning þurfa börn að læra fleiri orð og þyngri en koma fyrir í daglegum samskiptum og því er lestur bóka nauðsynlegur. Lestur fyrir börn alveg fram á unglingsár getur verið áhrifarík leið til að byggja upp góðan orðaforða. Í bókum koma fyrir orð sem ekki eru algeng í talmálinu en eru nauðsynleg upp á lesskilning síðar meir. Verum vakandi fyrir að útskýra orð sem barnið skilur ekki, sköpum umræður um þau og tengjum þau fyrri þekkingu því þannig aukast líkur á að börnin læri þessi nýju orð. Þetta er ein leið til að byggja upp öflugan orðaforða. Margir leikskólar vinna markvisst að því að auka orðaforða barna m. a. með því að orða allt sem gert er ásamt því að vinna á fjölbreyttan hátt með orðaforðann. Í tilefni að degi leikskólans sem haldinn er hátíðlegur 6. febrúar ár hvert var safnað saman sýnishornum af orðum sem unnið var með í leikskólum landsins í janúar 2018. Úr orðunum var búið til orðaforðaepli og sól sem sýna vel hve gróskumikil orðaforðakennsla fer fram í mörgum leikskólum. Að lokum vil ég hvetja alla sem eru þátttakendur í lífi barna að leggja sitt af mörkum við að efla orðaforða og málþroska barna því þannig byggjum við upp góðan orðaforða sem eykur líkur á góðum lesskilningi og námsgengi síðar meir. Á vef Menntamálastofnunar https://mms.is er hægt að nálgast læsisráð sem nefnast Lengi býr að fyrstu gerð en þar eru hugmyndir að því hvernig hægt er að efla orðaforða og málþroska barna. Þar er einnig Orðaforðalisti sem er safn orða sem æskilegt er að börn á leikskólaaldri hafi á valdi sínu.Höfundur: Elsa Pálsdóttir, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa margir tjáð sig bæði í ræðu og riti um stöðu íslenskra nemenda í lesskilningi. Öll umræða er mikilvæg því rannsóknir sem gerðar hafa verið á liðnum árum sýna að þar þurfum við virkilega að bæta okkur. Lesskilningur felur í sér að skilja það sem lesið er og til að skilja þarf að vita hvað orðin þýða, því er góður orðaforði lykill að lesskilningi. En hvernig byggjum við upp góðan íslenskan orðaforða? Það gerum við m.a. með því að nota tungumálið okkar, tala við börnin á vandaðri og fjölbreyttri íslensku og hvetja þau til að tjá sig, sjá til þess að þau alist upp í góðu málumhverfi þar sem lestur og samræður eru stór hluti af daglegu lífi þeirra. Að læra tungumál og að efla læsi er samfélagslegt verkefni þar sem margir þurfa að koma að. Þegar byggja á til framtíðar er nauðsynlegt að byggja sterkan grunn og því þarf strax við fæðingu að huga að ríkulegu málumhverfi. Börnin þurfa að heyra tungumálið því þannig læra þau það, þeim mun ríkara sem málumhverfið er þeim mun meiri líkur eru á því að börnin öðlist góða færni í því. Það er mjög eðlilegt að foreldrar séu ekki að huga að námsferli barnsins eða færni þess í læsi á fyrsta lífárinu en þá er samt sem áður lagður mikilvægur grunnur að framtíðarmöguleikum þess. Að lesa fyrir börn og segja þeim sögur er mjög góð leið til að byggja upp fjölbreyttan orðaforða. Með ríkulegu málumhverfi frá fæðingu barns aukum við líkur á góðu námsgengi í framtíðinni og því vil ég beina því til foreldra, systkina, ömmu og afa, leikskólakennara, grunnskólakennara og annarra aðila sem eiga samskipti við börn að umvefja þau tungumálinu með því að vera góðar fyrirmyndir, tala við þau á vandaðri og fjölbreyttri íslensku og láta lestur verða ómissandi þátt í daglegu lífi. Með því að nota tungumálið byggjum við upp góðan grunnorðaforða sem er mjög mikilvægur en það er ekki nóg. Til að öðlast góðan lesskilning þurfa börn að læra fleiri orð og þyngri en koma fyrir í daglegum samskiptum og því er lestur bóka nauðsynlegur. Lestur fyrir börn alveg fram á unglingsár getur verið áhrifarík leið til að byggja upp góðan orðaforða. Í bókum koma fyrir orð sem ekki eru algeng í talmálinu en eru nauðsynleg upp á lesskilning síðar meir. Verum vakandi fyrir að útskýra orð sem barnið skilur ekki, sköpum umræður um þau og tengjum þau fyrri þekkingu því þannig aukast líkur á að börnin læri þessi nýju orð. Þetta er ein leið til að byggja upp öflugan orðaforða. Margir leikskólar vinna markvisst að því að auka orðaforða barna m. a. með því að orða allt sem gert er ásamt því að vinna á fjölbreyttan hátt með orðaforðann. Í tilefni að degi leikskólans sem haldinn er hátíðlegur 6. febrúar ár hvert var safnað saman sýnishornum af orðum sem unnið var með í leikskólum landsins í janúar 2018. Úr orðunum var búið til orðaforðaepli og sól sem sýna vel hve gróskumikil orðaforðakennsla fer fram í mörgum leikskólum. Að lokum vil ég hvetja alla sem eru þátttakendur í lífi barna að leggja sitt af mörkum við að efla orðaforða og málþroska barna því þannig byggjum við upp góðan orðaforða sem eykur líkur á góðum lesskilningi og námsgengi síðar meir. Á vef Menntamálastofnunar https://mms.is er hægt að nálgast læsisráð sem nefnast Lengi býr að fyrstu gerð en þar eru hugmyndir að því hvernig hægt er að efla orðaforða og málþroska barna. Þar er einnig Orðaforðalisti sem er safn orða sem æskilegt er að börn á leikskólaaldri hafi á valdi sínu.Höfundur: Elsa Pálsdóttir, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun