Segir velferð fiskanna aldrei hafða að leiðarljósi hér á landi Sveinn Arnarsson skrifar 26. febrúar 2018 09:00 Formaður Dýraverndunarsamtaka Íslands segir frístundaveiðar og laxeldi vera siðlaust athæfi. Vísir/Sigurjón Rúmlega 50 þúsund dýr drápust í umsjá Arnarlax í Tálknafirði þann 12. febrúar síðastliðinn þegar sjókví hjá þeim aflagaðist og seig. Dýraverndunarsamtök Íslands gagnrýna þauleldi eins og þetta og segja velferð fiskanna virta að vettugi. „Við höfum áhyggjur af fiskeldi á Íslandi út frá dýravelferðarsjónarmiðum. Við verðum aldrei vör við að velferð fiskanna sé rædd," segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. „Nú er uppi barátta milli fiskeldismanna og frístundaveiðimanna án þess að velferð fiskanna sé höfð að leiðarljósi, aðeins hagsmunir, yfirráð og peningar.“ Tvö óskyld atvik áttu sér stað hjá Arnarlaxi þann 12. febrúar þegar níu göt komu á sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði og önnur kví í Tálknafirði seig að hluta til undir yfirborð sjávar. Matvælastofnun telur ólíklegt að fiskur hafi sloppið úr kvínni. Af þeim myndum og gögnum sem MAST fékk frá fyrirtækinu segjast þeir geta metið það sem svo að fyrirtækið hafi brugðist rétt við til að fyrirbyggja frekara tjón. Miklar deilur hafa sprottið upp um laxeldi hér við land og vilja sumir meina að eldislax geti eyðilagt hinn íslenskættaða villta laxastofn og að eldi mengi út frá sér. Hallgerður bendir hins vegar á að bæði frístundaveiðimennska sem og þauleldi séu í eðli sínu siðlausar athafnir. „Frístundaveiðimenn og aðilar í fiskeldi eiga fyrst og fremst í deilum vegna sinna eigin hagsmuna. Báðir hóparnir fara þannig með dýrin að þau þjást. Við þauleldi fiska eins og hér er stundað eru 20 prósent afföll algeng á fiskum, í hvaða búskap eru 20 prósent afföll bústofns eðlileg? Og veiðimenn sem veiða laxinn og sleppa honum síðan. Það eru auðvitað pyntingar. Báðir hóparnir sýna því siðleysi gagnvart velferð fiskanna. Fiskur gefur ekki frá sér hljóð við sársauka þrátt fyrir að finna hann. Að mati Dýraverndunarsamtaka Íslands yrði annað hljóð í strokknum ef fiskar gæfu frá sér hljóð. „Auðvitað skiptir máli að fiskurinn gefur ekki frá sér hljóð. Það væri nú eitthvað annað uppi á teningnum ef hljóð kæmi frá fiskum líkt og hundum eða köttum þegar þeir finna til. Hljóðleysi fiskanna gerir fólki auðveldara að leiða hjá sér hugsanlegar þjáningar þeirra.“ Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Rúmlega 50 þúsund dýr drápust í umsjá Arnarlax í Tálknafirði þann 12. febrúar síðastliðinn þegar sjókví hjá þeim aflagaðist og seig. Dýraverndunarsamtök Íslands gagnrýna þauleldi eins og þetta og segja velferð fiskanna virta að vettugi. „Við höfum áhyggjur af fiskeldi á Íslandi út frá dýravelferðarsjónarmiðum. Við verðum aldrei vör við að velferð fiskanna sé rædd," segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. „Nú er uppi barátta milli fiskeldismanna og frístundaveiðimanna án þess að velferð fiskanna sé höfð að leiðarljósi, aðeins hagsmunir, yfirráð og peningar.“ Tvö óskyld atvik áttu sér stað hjá Arnarlaxi þann 12. febrúar þegar níu göt komu á sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði og önnur kví í Tálknafirði seig að hluta til undir yfirborð sjávar. Matvælastofnun telur ólíklegt að fiskur hafi sloppið úr kvínni. Af þeim myndum og gögnum sem MAST fékk frá fyrirtækinu segjast þeir geta metið það sem svo að fyrirtækið hafi brugðist rétt við til að fyrirbyggja frekara tjón. Miklar deilur hafa sprottið upp um laxeldi hér við land og vilja sumir meina að eldislax geti eyðilagt hinn íslenskættaða villta laxastofn og að eldi mengi út frá sér. Hallgerður bendir hins vegar á að bæði frístundaveiðimennska sem og þauleldi séu í eðli sínu siðlausar athafnir. „Frístundaveiðimenn og aðilar í fiskeldi eiga fyrst og fremst í deilum vegna sinna eigin hagsmuna. Báðir hóparnir fara þannig með dýrin að þau þjást. Við þauleldi fiska eins og hér er stundað eru 20 prósent afföll algeng á fiskum, í hvaða búskap eru 20 prósent afföll bústofns eðlileg? Og veiðimenn sem veiða laxinn og sleppa honum síðan. Það eru auðvitað pyntingar. Báðir hóparnir sýna því siðleysi gagnvart velferð fiskanna. Fiskur gefur ekki frá sér hljóð við sársauka þrátt fyrir að finna hann. Að mati Dýraverndunarsamtaka Íslands yrði annað hljóð í strokknum ef fiskar gæfu frá sér hljóð. „Auðvitað skiptir máli að fiskurinn gefur ekki frá sér hljóð. Það væri nú eitthvað annað uppi á teningnum ef hljóð kæmi frá fiskum líkt og hundum eða köttum þegar þeir finna til. Hljóðleysi fiskanna gerir fólki auðveldara að leiða hjá sér hugsanlegar þjáningar þeirra.“
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira