Segir velferð fiskanna aldrei hafða að leiðarljósi hér á landi Sveinn Arnarsson skrifar 26. febrúar 2018 09:00 Formaður Dýraverndunarsamtaka Íslands segir frístundaveiðar og laxeldi vera siðlaust athæfi. Vísir/Sigurjón Rúmlega 50 þúsund dýr drápust í umsjá Arnarlax í Tálknafirði þann 12. febrúar síðastliðinn þegar sjókví hjá þeim aflagaðist og seig. Dýraverndunarsamtök Íslands gagnrýna þauleldi eins og þetta og segja velferð fiskanna virta að vettugi. „Við höfum áhyggjur af fiskeldi á Íslandi út frá dýravelferðarsjónarmiðum. Við verðum aldrei vör við að velferð fiskanna sé rædd," segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. „Nú er uppi barátta milli fiskeldismanna og frístundaveiðimanna án þess að velferð fiskanna sé höfð að leiðarljósi, aðeins hagsmunir, yfirráð og peningar.“ Tvö óskyld atvik áttu sér stað hjá Arnarlaxi þann 12. febrúar þegar níu göt komu á sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði og önnur kví í Tálknafirði seig að hluta til undir yfirborð sjávar. Matvælastofnun telur ólíklegt að fiskur hafi sloppið úr kvínni. Af þeim myndum og gögnum sem MAST fékk frá fyrirtækinu segjast þeir geta metið það sem svo að fyrirtækið hafi brugðist rétt við til að fyrirbyggja frekara tjón. Miklar deilur hafa sprottið upp um laxeldi hér við land og vilja sumir meina að eldislax geti eyðilagt hinn íslenskættaða villta laxastofn og að eldi mengi út frá sér. Hallgerður bendir hins vegar á að bæði frístundaveiðimennska sem og þauleldi séu í eðli sínu siðlausar athafnir. „Frístundaveiðimenn og aðilar í fiskeldi eiga fyrst og fremst í deilum vegna sinna eigin hagsmuna. Báðir hóparnir fara þannig með dýrin að þau þjást. Við þauleldi fiska eins og hér er stundað eru 20 prósent afföll algeng á fiskum, í hvaða búskap eru 20 prósent afföll bústofns eðlileg? Og veiðimenn sem veiða laxinn og sleppa honum síðan. Það eru auðvitað pyntingar. Báðir hóparnir sýna því siðleysi gagnvart velferð fiskanna. Fiskur gefur ekki frá sér hljóð við sársauka þrátt fyrir að finna hann. Að mati Dýraverndunarsamtaka Íslands yrði annað hljóð í strokknum ef fiskar gæfu frá sér hljóð. „Auðvitað skiptir máli að fiskurinn gefur ekki frá sér hljóð. Það væri nú eitthvað annað uppi á teningnum ef hljóð kæmi frá fiskum líkt og hundum eða köttum þegar þeir finna til. Hljóðleysi fiskanna gerir fólki auðveldara að leiða hjá sér hugsanlegar þjáningar þeirra.“ Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Fleiri fréttir Íslendingar geri kaupmála í síauknum mæli Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Sjá meira
Rúmlega 50 þúsund dýr drápust í umsjá Arnarlax í Tálknafirði þann 12. febrúar síðastliðinn þegar sjókví hjá þeim aflagaðist og seig. Dýraverndunarsamtök Íslands gagnrýna þauleldi eins og þetta og segja velferð fiskanna virta að vettugi. „Við höfum áhyggjur af fiskeldi á Íslandi út frá dýravelferðarsjónarmiðum. Við verðum aldrei vör við að velferð fiskanna sé rædd," segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. „Nú er uppi barátta milli fiskeldismanna og frístundaveiðimanna án þess að velferð fiskanna sé höfð að leiðarljósi, aðeins hagsmunir, yfirráð og peningar.“ Tvö óskyld atvik áttu sér stað hjá Arnarlaxi þann 12. febrúar þegar níu göt komu á sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði og önnur kví í Tálknafirði seig að hluta til undir yfirborð sjávar. Matvælastofnun telur ólíklegt að fiskur hafi sloppið úr kvínni. Af þeim myndum og gögnum sem MAST fékk frá fyrirtækinu segjast þeir geta metið það sem svo að fyrirtækið hafi brugðist rétt við til að fyrirbyggja frekara tjón. Miklar deilur hafa sprottið upp um laxeldi hér við land og vilja sumir meina að eldislax geti eyðilagt hinn íslenskættaða villta laxastofn og að eldi mengi út frá sér. Hallgerður bendir hins vegar á að bæði frístundaveiðimennska sem og þauleldi séu í eðli sínu siðlausar athafnir. „Frístundaveiðimenn og aðilar í fiskeldi eiga fyrst og fremst í deilum vegna sinna eigin hagsmuna. Báðir hóparnir fara þannig með dýrin að þau þjást. Við þauleldi fiska eins og hér er stundað eru 20 prósent afföll algeng á fiskum, í hvaða búskap eru 20 prósent afföll bústofns eðlileg? Og veiðimenn sem veiða laxinn og sleppa honum síðan. Það eru auðvitað pyntingar. Báðir hóparnir sýna því siðleysi gagnvart velferð fiskanna. Fiskur gefur ekki frá sér hljóð við sársauka þrátt fyrir að finna hann. Að mati Dýraverndunarsamtaka Íslands yrði annað hljóð í strokknum ef fiskar gæfu frá sér hljóð. „Auðvitað skiptir máli að fiskurinn gefur ekki frá sér hljóð. Það væri nú eitthvað annað uppi á teningnum ef hljóð kæmi frá fiskum líkt og hundum eða köttum þegar þeir finna til. Hljóðleysi fiskanna gerir fólki auðveldara að leiða hjá sér hugsanlegar þjáningar þeirra.“
Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Fleiri fréttir Íslendingar geri kaupmála í síauknum mæli Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Sjá meira