Erlent

Fjórir látnir eftir sprenginguna í Leicester

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Húsið er gjörnónýtt.
Húsið er gjörnónýtt. BBC
Fjórir eru nú taldir hafa látist í sprengingunni sem varð í verslun í ensku borginni Leicester í gærkvöldi.

Aðrir fjórir eru særðir og þar af einn alvarlega að sögn lögreglunnar. Viðbragðsaðilar telja að fleiri kunni að finnast í rústum hússins og verður björgunaraðgerðum framhaldið næstu daga.

Sjá einnig: Fimm slösuðust í sprengingu í Leicester

Á þessari stundu er ekki vitað hvað olli sprengingunni en þó er búið að útiloka að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Sprengingin er sögð hafa verið mjög öflug en verslunin og íbúðirnar sem stóðu fyrir ofan hana eru gjörónýtar.

Vitni segja hávaðann hafa verið ógnvænlegan og allt hverfið hafi nötrað eftir sprenginguna. Margir hafi þannig talið að í fyrstu hafi verið um jarðskjálfta að ræða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×