Innlent

Vegir illa farnir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði.
Frá Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði. Vísir/Egill Aðalsteinsson
Vegfarendur á Austurlandi, á milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur eru varaðir við mögulegum slitlagsblæðingum og að slitlagskögglar sem brotna af bílum geta verið varasamir.

Í því veðurfari sem hefur gengið yfir að undanförnu hefur mikið borið á slitlagsskemmdum á vegum. Á þessum árstíma getur Vegagerðin aðeins brugðist við með ófullkomnum bráðabirgðaviðgerðum og því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát við þessar aðstæður.

„Skoðið dekkin áður en haldið er í langferð og hreinsið með dekkjahreinsi ef vart verður við tjöru,“ segir á vef Vegagerðarinnar.

Annars er greiðfært á Suður- og Vesturlandi en hvassviðri víðast á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum eru víðast hvar greifært en eitthvað um hálkublettir á fjallvegum. Á Norðurlandi, Austurlandi og Suðausturlandi eru vegir hins vegar greiðfærir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×