Mannréttindi eru hornsteinninn Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2018 07:00 „Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum.“ Þannig hljóðar upphaf mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna en í ár eru sjötíu ár liðin síðan hún var samþykkt. Tímamótanna verður minnst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna allt þetta ár en hátíðahöldin ná hámarki á alþjóðlega mannréttindadeginum, 10. desember. Sérhvert aðildarríki Sameinuðu þjóðanna er hvatt til að minnast tímamótanna, hvert með sínum hætti, stjórnvöld og almenningur. Við Íslendingar látum ekki okkar eftir liggja, nægar eru áskoranirnar á alþjóðavettvangi. Mannréttindi eru einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu. Við sem störfum í utanríkisþjónustunni tökum alvarlega það hlutverk okkar að tala fyrir mannréttindum, bæði á vettvangi alþjóðastofnana og í tvíhliða samskiptum við önnur ríki. Sjálfur fæ ég í dag tækifæri til að ávarpa Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna öðru sinni, þegar það kemur til fundar í Genf. Mannréttindaráðið er einn helsti vettvangur umræðu um mannréttindamál á alþjóðavettvangi. Aðildarríki SÞ eiga þar mikilvæg skoðanaskipti um stöðu mannréttinda og í ráðinu gefst tækifæri til að bera upp þær áhyggjur sem menn kunna að hafa af þróun í tilteknum ríkjum og í tilteknum málaflokkum. Málafylgja Íslands í mannréttindaráðinu vakti athygli á síðasta ári og forystuhlutverk það sem við tókum í málefnum Filippseyja en stjórnvöld þar í landi hafa kosið að beita aðferðum í baráttu sinni gegn útbreiðslu fíkniefna sem ganga gróflega í bága við mannréttindi. Það er ánægjulegt að rödd okkar hafi heyrst, með þeim hætti sem raun bar vitni, og hvetur okkur til dáða. Það er mikilvægt að rödd Íslands hljómi hátt og skýrt í Mannréttindaráðinu, okkar áherslur á algild mannréttindi, kynjajafnrétti og réttindi hinsegin fólks. Við munum halda áfram að beita okkur með svipuðum hætti. Þannig stöndum við best vörð um þau réttindi sem mannréttindayfirlýsingin felur í sér.Höfundur er utanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
„Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum.“ Þannig hljóðar upphaf mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna en í ár eru sjötíu ár liðin síðan hún var samþykkt. Tímamótanna verður minnst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna allt þetta ár en hátíðahöldin ná hámarki á alþjóðlega mannréttindadeginum, 10. desember. Sérhvert aðildarríki Sameinuðu þjóðanna er hvatt til að minnast tímamótanna, hvert með sínum hætti, stjórnvöld og almenningur. Við Íslendingar látum ekki okkar eftir liggja, nægar eru áskoranirnar á alþjóðavettvangi. Mannréttindi eru einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu. Við sem störfum í utanríkisþjónustunni tökum alvarlega það hlutverk okkar að tala fyrir mannréttindum, bæði á vettvangi alþjóðastofnana og í tvíhliða samskiptum við önnur ríki. Sjálfur fæ ég í dag tækifæri til að ávarpa Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna öðru sinni, þegar það kemur til fundar í Genf. Mannréttindaráðið er einn helsti vettvangur umræðu um mannréttindamál á alþjóðavettvangi. Aðildarríki SÞ eiga þar mikilvæg skoðanaskipti um stöðu mannréttinda og í ráðinu gefst tækifæri til að bera upp þær áhyggjur sem menn kunna að hafa af þróun í tilteknum ríkjum og í tilteknum málaflokkum. Málafylgja Íslands í mannréttindaráðinu vakti athygli á síðasta ári og forystuhlutverk það sem við tókum í málefnum Filippseyja en stjórnvöld þar í landi hafa kosið að beita aðferðum í baráttu sinni gegn útbreiðslu fíkniefna sem ganga gróflega í bága við mannréttindi. Það er ánægjulegt að rödd okkar hafi heyrst, með þeim hætti sem raun bar vitni, og hvetur okkur til dáða. Það er mikilvægt að rödd Íslands hljómi hátt og skýrt í Mannréttindaráðinu, okkar áherslur á algild mannréttindi, kynjajafnrétti og réttindi hinsegin fólks. Við munum halda áfram að beita okkur með svipuðum hætti. Þannig stöndum við best vörð um þau réttindi sem mannréttindayfirlýsingin felur í sér.Höfundur er utanríkisráðherra
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun