Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2018 23:53 Ashley Judd fer í mál við Harvey Weinstein. Kvikmyndaframleiðandinn er sakaður um að hafa beitt yfir áttatíu konur kynferðislegu ofbeldi. Vísir/getty Leikkonan Ashley Judd höfðar mál gegn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, fyrir að hafa komið í veg fyrir að hún fengi kvikmyndahlutverk. Hann hafi beitt áhrifum sínum í Hollywood og komið í veg fyrir framgang hennar í starfi. Harvey á að hafa brugðist illa við þegar Judd hafnaði kynferðislegum umleitunum hans. Hann hafi fundið sig knúinn til þess að hefna sín á Judd. My legal complaint. I am suing for economic remedy due to damage done to my career as a result of sexual harassment. Financial recuperation goes to @TIMESUPNOW @TIMESUPLDF so that American workers who experince sexual harassment & retaliation have help. https://t.co/Nod3fXgVk3— ashley judd (@AshleyJudd) April 30, 2018 Farið á mis við tækifæri vegna WeinsteinÍ einkaviðtali á ABC news segir Judd:„Ég hef farið á mis við tækifæri í starfi. Ég hef tapað peningum. Ég hef misst minn sess, mína virðingu og vald yfir eigin starfsferli. Þetta er bein afleiðing af því að hafa verið kynferðislega áreitt og að hafa hafnað þeirri áreitni.“ Hyggst styrkja Time's Up hreyfinguna Judd segist ætla að láta allt fé sem hún gæti fengið í skaðabætur vegna málsóknarinnar renna til lögfræðiþjónustu Time's Up-sjóðsins. Peter Jackson, leikstjóri, sagði í desember að Weinstein hefði komið að máli við sig og beðið sig um að sniðganga ákveðnar leikkonur þegar kæmi að því að ráða í hlutverk. Ashley Judd var á meðal þeirra sem var á „svörtum lista“ Weinstein. Ashley Judd fer í mál við Harvey Weinstein. Á myndinni ræðir hún við Tarönu Burke, upphafskonu Metoo hreyfingarinnar.Vísir/AFP Sætir lögreglurannsóknWeinstein er 66 ára gamall og um þessar mundir dvelur hann á meðferðarstöð í Arizona. Hann er í meðferð vegna kynlífsfíknar. Weinstein er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn yfir áttatíu konum. Hann sætir nú rannsókn lögreglu í Lundúnum, New York og Los Angeles. Vísir sagði frá því í gær að Weinstein telji að sér verði á endanum fyrirgefið. Hann neitar þó að hafa gerst sekur um kynferðisglæpi. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Trúir því að sér verði fyrirgefið Piers Morgan heimsótti Weinstein á meðferðarstofnun þar sem hann sækir sér meðferð við kynlífsfíkn. 29. apríl 2018 09:17 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Leikkonan Ashley Judd höfðar mál gegn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, fyrir að hafa komið í veg fyrir að hún fengi kvikmyndahlutverk. Hann hafi beitt áhrifum sínum í Hollywood og komið í veg fyrir framgang hennar í starfi. Harvey á að hafa brugðist illa við þegar Judd hafnaði kynferðislegum umleitunum hans. Hann hafi fundið sig knúinn til þess að hefna sín á Judd. My legal complaint. I am suing for economic remedy due to damage done to my career as a result of sexual harassment. Financial recuperation goes to @TIMESUPNOW @TIMESUPLDF so that American workers who experince sexual harassment & retaliation have help. https://t.co/Nod3fXgVk3— ashley judd (@AshleyJudd) April 30, 2018 Farið á mis við tækifæri vegna WeinsteinÍ einkaviðtali á ABC news segir Judd:„Ég hef farið á mis við tækifæri í starfi. Ég hef tapað peningum. Ég hef misst minn sess, mína virðingu og vald yfir eigin starfsferli. Þetta er bein afleiðing af því að hafa verið kynferðislega áreitt og að hafa hafnað þeirri áreitni.“ Hyggst styrkja Time's Up hreyfinguna Judd segist ætla að láta allt fé sem hún gæti fengið í skaðabætur vegna málsóknarinnar renna til lögfræðiþjónustu Time's Up-sjóðsins. Peter Jackson, leikstjóri, sagði í desember að Weinstein hefði komið að máli við sig og beðið sig um að sniðganga ákveðnar leikkonur þegar kæmi að því að ráða í hlutverk. Ashley Judd var á meðal þeirra sem var á „svörtum lista“ Weinstein. Ashley Judd fer í mál við Harvey Weinstein. Á myndinni ræðir hún við Tarönu Burke, upphafskonu Metoo hreyfingarinnar.Vísir/AFP Sætir lögreglurannsóknWeinstein er 66 ára gamall og um þessar mundir dvelur hann á meðferðarstöð í Arizona. Hann er í meðferð vegna kynlífsfíknar. Weinstein er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn yfir áttatíu konum. Hann sætir nú rannsókn lögreglu í Lundúnum, New York og Los Angeles. Vísir sagði frá því í gær að Weinstein telji að sér verði á endanum fyrirgefið. Hann neitar þó að hafa gerst sekur um kynferðisglæpi.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Trúir því að sér verði fyrirgefið Piers Morgan heimsótti Weinstein á meðferðarstofnun þar sem hann sækir sér meðferð við kynlífsfíkn. 29. apríl 2018 09:17 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Trúir því að sér verði fyrirgefið Piers Morgan heimsótti Weinstein á meðferðarstofnun þar sem hann sækir sér meðferð við kynlífsfíkn. 29. apríl 2018 09:17
Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40