Fjöldi hermanna er sagður hafa fallið í loftárásum á hernaðarsvæði í norðurhluta Sýrlands í nótt.
Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er sagt frá því að sýrlenski herinn haldi því fram að svæði við Hama og Aleppo hafi orðið fyrir árásunum.
BBC segir fjóra Sýrlendinga og 22 útlendinga, flesta frá Íran, hafi fallið í árásunum.
Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar gerðu loftárásir á þrjár herstöðvar fyrr í mánuðinum, en stöðvarnar eru sagðar tengjast meintum efnavopnahernaði Sýrlandsstjórnar.
Ísraelar eru sagðir hafa gert árás á flugvallarsvæði sem Íranir eru taldir nota sem stjórnstöð fyrir drónaflota sinn. Sjö Íranir voru á meðal þeirra fjórtán sem fórust í þeirri árás.
Erlent