Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 74-70 │Haukar Íslandsmeistarar Böðvar Sigurbjörnsson skrifar 30. apríl 2018 21:00 Bikarinn fer á loft í kvöld. vísir/andri marinó Haukar og Valur mætust í kvöld í Schenker höllinni að Ásvöllum í Hafnafirði í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Bæði lið höfðu fyrir leikinn sigrað tvo leiki á heimavöllum sínum og því um hreinan úrslita leik um titilinn að ræða. Mikið jafnfræði var með liðunum til að byrja með og ljóst að spennustigið var afar hátt hjá báðum liðum. Í hálfleik leiddu gestirnir í Val með tveimur stigum eftir að Aalyah Whiteside skoraði af vítalínunni í lokasókn hálfleiksins. Haukar komu að miklum krafti inn í síðari hálfleikinn og náðu góðu áhlaupi þar sem hin 16 ára gamla Sigrún Ólafsdóttir raðaði niður þremur þristum og Dýrfinna Arnardóttir kom inn af bekknum með mikinn baráttuanda sem smitaði út frá sér í restina af liðinu. Valskonur neituðu þó að gefast upp og með mikilli baráttu tókst þeim minka muninn fyrir lok þriðja leikhluta. Í fjórða leikhlutanum voru Haukakonur ávalt skrefi á undan og virtust um tíma ætla að hlaupa í burtu með leikinn um miðbik leikhlutans. Valskonur voru þó ekki á því að gefast upp og fór Guðbjörg Sverrisdóttir fyrir liðinu sínu og sett niður tvö mjög erfið skot og munurinn aðeins þrjú stig og lítið eftir. Haukakonur með Helenu Sverrisdóttur í farabroddi voru þó á því að sleppa tökunum af bikarnum eftirsótta. Að lokum fór það því svo að Haukar sigruðu með fjögurra stiga mun 74-70 og eru því verðskuldað í Íslandsmeistarar í Domino´s deild kvenna í körfubolta árið 2018. Afhverju unnu Haukar? Þær einfaldlega voru betri aðilinn í leiknum í síðari hálfleik. Vörnin hjá þeim small vel í gangi í þriðja leikhluta og það lagði grunninn að sigrinum. Hverjir stóðu upp úr? Helena Sverrisdóttir átti enn einn stórleikinn í liðið Hauka var með þrefalda tvennur að vanda. Skoraði 21 stig, tók 19 fráköst og gaf 10 stóðsendingar. Að leik loknum var hún valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Einnig verður að hrósa Sigrúnu Björg Ólafsdóttur og Dýrfinnu Arnardóttur sem spiluðu feykilega vel fyrir lið Hauka. Í liðið liði voru Guðbjörg Sverrisdóttir og Aalyah Whiteside atkvæðamestar í jöfnu liðið Vals. Hvað gekk illa? Spennustigið var hátt í byrjun og gengu sóknir beggja liðað ekki nægilega vel í fyrri hálfleik. Kannski mjög skiljanlegt í ljósi þess hversu mikið var undir í leiknum.Hvað gerist næst? Haukar eru Íslandsmeistarar í Dominos deild kvenna í körfubolta árið 2018. Bæði lið fara í verðskuldað sumarfrí eftir flottan körfuboltavetur.Ingvar fagnar í kvöld.vísir/andri marinóIngvar: Stórkostleg tilfinning Ingvar Þór Guðjónsson þjálfari Hauka var að vonum í skýjunum að leik loknum. „Þetta er stórkostleg tilfinning og ég gæti bara ekki verið stoltari af liðinu mínu,” sagði Ingvar. Ingvar sagði betra skipulag á varnarleiknum í upphafi síðar hálfleiks hafa lagt grunninn að sigrinum. „Við fórum að eiga meiri og betri samskipti í vörninni og um leið fengum nokkur skot til að detta." „Sigrún sem er 16 ára gömul kemur hérna inn á og setur fyrir okkur þrjá risa stóra þrista og um leið spilar frábærlega í vörninni, það gaf okkur mikið sjálfstraust á þeim tímapunkti.“ Það var fyrst og fremst góður varnarleikur í lokinn sem tryggði sigurinn að mati Ingvars. „Við fengum hérna góð varnarstopp í lokin þegar við þurftum mest á þeim að halda og það skilaði þessu fyrir okkur." „Ég verð líka að minnast á Dýrfinnu Arnadóttur sem kemur hérna inn eftir að hafa ekki getað æft í 10 vikur vegna höfuðmeiðsla og hreinlega lyftir öllu liðinu með baráttu sinni, hún er þvílíkur töffari." Ingvar sagði að sérstaklega sætt að fá Íslandsbikarinn aftur í Hafnafjörðin. „Okkur finnst að hann eigi heima hér, það eru níu ár síðan síðast sem er allt of langt. Við ætlum að byggja ofan á þetta og sjá til þess að hann eignist gott framtíðarheimili hérna að Ásvöllum,” sagði Ingvar.Darri: Stoltur af liðinu Darri Freyr Atlason þjálfari Vals var að vonum vonsvikinn að leik loknum en sagði Haukaliðið hafa átt sigurinn skilið í ljósi úrslitanna. „Þetta var hörku leikur sem þær náðu að klára og eiga þær því sigurinn skilið.“ Þegar Darri Freyr var spurður að því hvort hann væri sáttur við tímabilið í heild sinni svaraði hann þá því til að hann væri kannski ekki sáttur en hann væri afar stoltur af liðinu. „Ég er ekkert sáttur en ég er stoltur af liðinu og þeim miklu framförum og góðu úrslitum sem við náðum, en auðvita hefðum við vilja klára þetta hérna í kvöld, sagði Darri Freyr að lokum.Guðbjörg: Ömurlegt að spila gegn Helenu Guðbjörg Sverrisdóttir leikmaður Vals var að vonum svekkt að leik loknum. „Við töpuðum fyrir betra liðinu hérna í kvöld, það er leiðinlegt að segja það en þannig var það bara.” Guðbjörg sagði Valsliðið hafa verið meðvitað um að Haukaliðið myndi gera á þær áhlaup á einhverjum tímapunkti í leiknum. „Við vissum að þær myndu gera áhlaup sem og þær gerðu þarna í upphafi síðar hálfleiks. Mér fannst við gera vel í að stoppa það og gefa þeim hörku leik hérna í lokin.” Guðbjörg gerði hvað hún gat fyrir lið sitt á lokaandartökum leiksins og setti meðala annars niður tvö mjög erfið skot sem héldu mikilli spennu í leiknum. Það varð þó systir hennar Helena sem átti svör við áhlaupi litlu systur og tryggði Haukum á endanum sætan sigur. „Hún er frábær leikmaður og það er ömurlegt að spila á móti henni. Þetta er leikmaður sem þú vill vera með í liðið. Hún var einfaldlega betri í kvöld.“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir að lokum.Helena fagnar ásamt liðsfélögunum eftir sigurinn í kvöld.vísir/andri marinóHelena: Man ekki eftir að hafa séð hana svona góða Helena Sverrisdóttir sem valinn var mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar í Dominos-deild kvenna sagði tilfinninguna að leik loknum góða enda tryggði liðið sér Íslandsmeistaratitilinn með fjögurra stiga sigri á Val í kvöld. „Þetta er það sem maður æfir allt árið fyrir að upplifa og því er það virkilega sætt að uppskera svona vel í lokin.” Helena sagði framtíðna bjarta hjá Haukum. „Þetta eru allt Haukastelpur sem aldar eru upp hérna hjá félaginu og það er extra sætt að vinna þetta með þeim því þær hafa lagt mikið á sig.” „Þær hafa sýnt mikinn metnað til að ná þessum árangri. Framtíðin er björt hérna hjá okkur í Haukum.” „Ég man ekki eftir að hafa séð Guggu systir svona góða, ég vissi að hún væri góð en hún er búin að vera rosalega góð hérna í úrslitunum og á allt mitt hrós skilið fyrir það,” sagði Helena Sverrisdóttir að lokum áður en hún fór og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum. Dominos-deild kvenna
Haukar og Valur mætust í kvöld í Schenker höllinni að Ásvöllum í Hafnafirði í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Bæði lið höfðu fyrir leikinn sigrað tvo leiki á heimavöllum sínum og því um hreinan úrslita leik um titilinn að ræða. Mikið jafnfræði var með liðunum til að byrja með og ljóst að spennustigið var afar hátt hjá báðum liðum. Í hálfleik leiddu gestirnir í Val með tveimur stigum eftir að Aalyah Whiteside skoraði af vítalínunni í lokasókn hálfleiksins. Haukar komu að miklum krafti inn í síðari hálfleikinn og náðu góðu áhlaupi þar sem hin 16 ára gamla Sigrún Ólafsdóttir raðaði niður þremur þristum og Dýrfinna Arnardóttir kom inn af bekknum með mikinn baráttuanda sem smitaði út frá sér í restina af liðinu. Valskonur neituðu þó að gefast upp og með mikilli baráttu tókst þeim minka muninn fyrir lok þriðja leikhluta. Í fjórða leikhlutanum voru Haukakonur ávalt skrefi á undan og virtust um tíma ætla að hlaupa í burtu með leikinn um miðbik leikhlutans. Valskonur voru þó ekki á því að gefast upp og fór Guðbjörg Sverrisdóttir fyrir liðinu sínu og sett niður tvö mjög erfið skot og munurinn aðeins þrjú stig og lítið eftir. Haukakonur með Helenu Sverrisdóttur í farabroddi voru þó á því að sleppa tökunum af bikarnum eftirsótta. Að lokum fór það því svo að Haukar sigruðu með fjögurra stiga mun 74-70 og eru því verðskuldað í Íslandsmeistarar í Domino´s deild kvenna í körfubolta árið 2018. Afhverju unnu Haukar? Þær einfaldlega voru betri aðilinn í leiknum í síðari hálfleik. Vörnin hjá þeim small vel í gangi í þriðja leikhluta og það lagði grunninn að sigrinum. Hverjir stóðu upp úr? Helena Sverrisdóttir átti enn einn stórleikinn í liðið Hauka var með þrefalda tvennur að vanda. Skoraði 21 stig, tók 19 fráköst og gaf 10 stóðsendingar. Að leik loknum var hún valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Einnig verður að hrósa Sigrúnu Björg Ólafsdóttur og Dýrfinnu Arnardóttur sem spiluðu feykilega vel fyrir lið Hauka. Í liðið liði voru Guðbjörg Sverrisdóttir og Aalyah Whiteside atkvæðamestar í jöfnu liðið Vals. Hvað gekk illa? Spennustigið var hátt í byrjun og gengu sóknir beggja liðað ekki nægilega vel í fyrri hálfleik. Kannski mjög skiljanlegt í ljósi þess hversu mikið var undir í leiknum.Hvað gerist næst? Haukar eru Íslandsmeistarar í Dominos deild kvenna í körfubolta árið 2018. Bæði lið fara í verðskuldað sumarfrí eftir flottan körfuboltavetur.Ingvar fagnar í kvöld.vísir/andri marinóIngvar: Stórkostleg tilfinning Ingvar Þór Guðjónsson þjálfari Hauka var að vonum í skýjunum að leik loknum. „Þetta er stórkostleg tilfinning og ég gæti bara ekki verið stoltari af liðinu mínu,” sagði Ingvar. Ingvar sagði betra skipulag á varnarleiknum í upphafi síðar hálfleiks hafa lagt grunninn að sigrinum. „Við fórum að eiga meiri og betri samskipti í vörninni og um leið fengum nokkur skot til að detta." „Sigrún sem er 16 ára gömul kemur hérna inn á og setur fyrir okkur þrjá risa stóra þrista og um leið spilar frábærlega í vörninni, það gaf okkur mikið sjálfstraust á þeim tímapunkti.“ Það var fyrst og fremst góður varnarleikur í lokinn sem tryggði sigurinn að mati Ingvars. „Við fengum hérna góð varnarstopp í lokin þegar við þurftum mest á þeim að halda og það skilaði þessu fyrir okkur." „Ég verð líka að minnast á Dýrfinnu Arnadóttur sem kemur hérna inn eftir að hafa ekki getað æft í 10 vikur vegna höfuðmeiðsla og hreinlega lyftir öllu liðinu með baráttu sinni, hún er þvílíkur töffari." Ingvar sagði að sérstaklega sætt að fá Íslandsbikarinn aftur í Hafnafjörðin. „Okkur finnst að hann eigi heima hér, það eru níu ár síðan síðast sem er allt of langt. Við ætlum að byggja ofan á þetta og sjá til þess að hann eignist gott framtíðarheimili hérna að Ásvöllum,” sagði Ingvar.Darri: Stoltur af liðinu Darri Freyr Atlason þjálfari Vals var að vonum vonsvikinn að leik loknum en sagði Haukaliðið hafa átt sigurinn skilið í ljósi úrslitanna. „Þetta var hörku leikur sem þær náðu að klára og eiga þær því sigurinn skilið.“ Þegar Darri Freyr var spurður að því hvort hann væri sáttur við tímabilið í heild sinni svaraði hann þá því til að hann væri kannski ekki sáttur en hann væri afar stoltur af liðinu. „Ég er ekkert sáttur en ég er stoltur af liðinu og þeim miklu framförum og góðu úrslitum sem við náðum, en auðvita hefðum við vilja klára þetta hérna í kvöld, sagði Darri Freyr að lokum.Guðbjörg: Ömurlegt að spila gegn Helenu Guðbjörg Sverrisdóttir leikmaður Vals var að vonum svekkt að leik loknum. „Við töpuðum fyrir betra liðinu hérna í kvöld, það er leiðinlegt að segja það en þannig var það bara.” Guðbjörg sagði Valsliðið hafa verið meðvitað um að Haukaliðið myndi gera á þær áhlaup á einhverjum tímapunkti í leiknum. „Við vissum að þær myndu gera áhlaup sem og þær gerðu þarna í upphafi síðar hálfleiks. Mér fannst við gera vel í að stoppa það og gefa þeim hörku leik hérna í lokin.” Guðbjörg gerði hvað hún gat fyrir lið sitt á lokaandartökum leiksins og setti meðala annars niður tvö mjög erfið skot sem héldu mikilli spennu í leiknum. Það varð þó systir hennar Helena sem átti svör við áhlaupi litlu systur og tryggði Haukum á endanum sætan sigur. „Hún er frábær leikmaður og það er ömurlegt að spila á móti henni. Þetta er leikmaður sem þú vill vera með í liðið. Hún var einfaldlega betri í kvöld.“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir að lokum.Helena fagnar ásamt liðsfélögunum eftir sigurinn í kvöld.vísir/andri marinóHelena: Man ekki eftir að hafa séð hana svona góða Helena Sverrisdóttir sem valinn var mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar í Dominos-deild kvenna sagði tilfinninguna að leik loknum góða enda tryggði liðið sér Íslandsmeistaratitilinn með fjögurra stiga sigri á Val í kvöld. „Þetta er það sem maður æfir allt árið fyrir að upplifa og því er það virkilega sætt að uppskera svona vel í lokin.” Helena sagði framtíðna bjarta hjá Haukum. „Þetta eru allt Haukastelpur sem aldar eru upp hérna hjá félaginu og það er extra sætt að vinna þetta með þeim því þær hafa lagt mikið á sig.” „Þær hafa sýnt mikinn metnað til að ná þessum árangri. Framtíðin er björt hérna hjá okkur í Haukum.” „Ég man ekki eftir að hafa séð Guggu systir svona góða, ég vissi að hún væri góð en hún er búin að vera rosalega góð hérna í úrslitunum og á allt mitt hrós skilið fyrir það,” sagði Helena Sverrisdóttir að lokum áður en hún fór og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum