Meirihluti ljósmæðra á Landspítalanum hættir að taka að sér aukavinnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2018 08:37 Í yfirlýsingu ljósmæðra segir að þessi ákvörðun þýði að ljósmæður munu ekki svara kalli spítalans þegar aukið álag er á stofnuninni eða þegar um veikindi annarra starfsmanna er að ræða. Vísir/Vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. Þær munu því ekki taka að sér aukavinnu fyrr en kjarasamningur liggur fyrir á mili ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður á Akureyri hafa gripið til sömu aðgerða vegna kjaradeilunnar. Ljósmæður á Landspítala sendu frá sér yfirlýsingu vegna þessa seint í gærkvöldi. Þar segir að þessi ákvörðun þýði að ljósmæður munu ekki svara kalli spítalans þegar aukið álag er á stofnuninni eða þegar um veikindi annarra starfsmanna er að ræða. Það sé krafa ljósmæðra að menntun þeirra og ábyrgð verði metin til launa. Pattstaða er í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en síðasti samningafundur sem fram fór á fimmtudag skilaði ekki árangri. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður þann 7. maí næstkomandi. Álagið aukist vegna ákvörðunar stjórnvalda um að fækka fæðingarstöðum úti á landi „Sérstaða Landspítala er að hann er bráðsjúkrahús og á LSH eru flestar fæðingar eða um 3000 fæðingar á ári. Álagið á spítalanum hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum með tilkomu ákvörðunar ríkisvaldsins um að fækka fæðingarstöðum úti á landi. Sérstaða fæðingarþjónustu á LSH er að þangað koma allar konur allsstaðar að af landinu sem hafa einhvers konar áhættuþætti á meðgöngu og í fæðingu ásamt öllum þeim konum sem þar vilja fæða. Þar eru flestar fæðingar og innlagnir, margfalt fleiri en annars staðar á landinu. Ljósmæður á Landspítala hafa á undanförnum árum þurft að vera tilbúnar að hlaupa til vinnu á öllum tímum sólarhringsins og vinna þannig umfram vinnuskyldu sína að beiðni spítalans vegna álags á deildum eða vegna veikinda annarra starfsmanna,“ segir í yfirlýsingunni.Senda samviskuboltann til stjórnvalda Þar segir jafnframt að með þessu hafi frítími ljósmæðra ekki verið virtur en ljósmæður hafi hingað til sýnt vinnuveitanda sínum, Landspítalanum, og þar með ríkinu, mikla hollustu og verið ósérhlífnar að koma til vinnu umfram vinnuskyldu. Nú sé hins vegar nóg komið. „Ljósmæður munu frá og með 1. maí ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um. Ljósmæður gera sér grein fyrir að þetta geti ógnað öryggi þeirra skjólstæðinga sem til spítalans leita en það er á ábyrgð ríkisvaldsins en ekki ljósmæðra. Ávallt hefur verið höfðað til samvisku ljósmæðra um að standa vörð um öryggi skjólstæðinga en ljósmæður senda samviskuboltann nú til stjórnvalda,“ segir í yfirlýsingunni. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33 Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30 Ljósmæður ræða hvort boða skuli til verkfalls á heilsugæslum Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 12:48 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. Þær munu því ekki taka að sér aukavinnu fyrr en kjarasamningur liggur fyrir á mili ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður á Akureyri hafa gripið til sömu aðgerða vegna kjaradeilunnar. Ljósmæður á Landspítala sendu frá sér yfirlýsingu vegna þessa seint í gærkvöldi. Þar segir að þessi ákvörðun þýði að ljósmæður munu ekki svara kalli spítalans þegar aukið álag er á stofnuninni eða þegar um veikindi annarra starfsmanna er að ræða. Það sé krafa ljósmæðra að menntun þeirra og ábyrgð verði metin til launa. Pattstaða er í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en síðasti samningafundur sem fram fór á fimmtudag skilaði ekki árangri. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður þann 7. maí næstkomandi. Álagið aukist vegna ákvörðunar stjórnvalda um að fækka fæðingarstöðum úti á landi „Sérstaða Landspítala er að hann er bráðsjúkrahús og á LSH eru flestar fæðingar eða um 3000 fæðingar á ári. Álagið á spítalanum hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum með tilkomu ákvörðunar ríkisvaldsins um að fækka fæðingarstöðum úti á landi. Sérstaða fæðingarþjónustu á LSH er að þangað koma allar konur allsstaðar að af landinu sem hafa einhvers konar áhættuþætti á meðgöngu og í fæðingu ásamt öllum þeim konum sem þar vilja fæða. Þar eru flestar fæðingar og innlagnir, margfalt fleiri en annars staðar á landinu. Ljósmæður á Landspítala hafa á undanförnum árum þurft að vera tilbúnar að hlaupa til vinnu á öllum tímum sólarhringsins og vinna þannig umfram vinnuskyldu sína að beiðni spítalans vegna álags á deildum eða vegna veikinda annarra starfsmanna,“ segir í yfirlýsingunni.Senda samviskuboltann til stjórnvalda Þar segir jafnframt að með þessu hafi frítími ljósmæðra ekki verið virtur en ljósmæður hafi hingað til sýnt vinnuveitanda sínum, Landspítalanum, og þar með ríkinu, mikla hollustu og verið ósérhlífnar að koma til vinnu umfram vinnuskyldu. Nú sé hins vegar nóg komið. „Ljósmæður munu frá og með 1. maí ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um. Ljósmæður gera sér grein fyrir að þetta geti ógnað öryggi þeirra skjólstæðinga sem til spítalans leita en það er á ábyrgð ríkisvaldsins en ekki ljósmæðra. Ávallt hefur verið höfðað til samvisku ljósmæðra um að standa vörð um öryggi skjólstæðinga en ljósmæður senda samviskuboltann nú til stjórnvalda,“ segir í yfirlýsingunni.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33 Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30 Ljósmæður ræða hvort boða skuli til verkfalls á heilsugæslum Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 12:48 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33
Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30
Ljósmæður ræða hvort boða skuli til verkfalls á heilsugæslum Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 12:48