Innlent

Samfylking nær að manna lista

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Páll Valur Björnsson, Marta Sigurðardóttir og Alexander Veigar Þórarinsson eru efst á lista Samfylkingarinnar í Grindavík.
Páll Valur Björnsson, Marta Sigurðardóttir og Alexander Veigar Þórarinsson eru efst á lista Samfylkingarinnar í Grindavík.
Samfylkingin í Grindavík hefur kynnt framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Páll Valur Björnsson fyrrverandi alþingismaður, er í fyrsta sæti og í öðru sæti er Marta Sigurðardóttir, viðskiptastjóri og sitjandi bæjarfulltrúi.

Í þriðja sæti er Alexander Veigar Þórarinsson, kennari og knattspyrnumaður.

Fyrr í vor lýsti Páll áhyggjum af framboðsmálum Samfylkingarinnar í Grindavík. Ekkert gengi að finna fólk sem reiðubúið væri til framboðs. Nú hefur hins vegar tekist að manna lista sem var kynntur í gær. 



Listinn í heild sinni:

1. Páll Valur Björnsson, kennari og varaþingmaður

2. Marta Sigurðardóttir, viðskiptastjóri og bæjarfulltrúi

3. Alexander Veigar Þórarinsson, kennari og knattspyrnumaður

4. Erna Rún Magnúsdóttir, nuddari

5. Sigurður Enoksson, bakarameistari

6. Bergþóra Gísladóttir, framleiðslustjóri

7. Björn Olsen Daníelsson flugvirki

8. Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari

9. Siggeir F. Ævarsson, upplýsinga- og skjalafulltrúi

10. Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir, bakari og konditor

11. Benedikt Páll Jónsson, stýrimaður

12. Ingigerður Gísladóttir, leikskólakennari

13. Hildur Sigurðardóttir, eldri borgari

14. Sigurður Gunnarsson, vélstjóri


Tengdar fréttir

Páll Valur leiðir í Grindavík

Grindavík Páll Valur Björnsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Grindavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×