Lögreglustjóri í fangelsi vegna aðgerðar gegn blaðamönnum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Lögreglustjórinn Moe Yan Naing yfirgefur réttarsal. Tveir blaðamenn voru leiddir í gildru af lögreglu. Vísir/AFP Moe Yan Naing, mjanmarskur lögreglustjóri, hefur verið dæmdur í fangelsi í ótilgreindan tíma fyrir að brjóta gegn agareglum lögreglunnar þar í landi. Brot Niang felst í því að hafa upplýst um að tveir blaðamenn Reuters hafi verið ginntir til lögbrota. Frá í janúar hafa staðið yfir í Yangoon, fyrrverandi höfuðborg landsins, réttarhöld yfir blaðamönnunum tveimur. Þeim Wa Lone og Kyaw Soe Oo er gefið að sök að hafa brotið gegn upplýsingalögum með því að taka við leyniskjölum mjanmarskra stjórnvalda. Á verknaðarstundu voru mennirnir tveir að vinna að umfjöllun um þjóðernishreinsanir stjórnvalda á Róhingjamúslimum í Rakhine-héraði. Talið er að minnst þúsund hafi týnt lífi í þeim og um 700 þúsund hafi flúið landið til að freista þess að bjarga lífi sínu. Fjórtán ára fangelsisrefsing liggur við brotum gegn lögunum. Fyrrnefndur Naing stýrði aðgerðum sem leiddu til handtöku blaðamannanna þann 12. desember síðastliðinn. Blaðamennirnir höfðu mælt sér mót við uppljóstrara á veitingastað sem ætlaði að afhenda þeim gögnin. Sá maður hafði hins vegar verið sendur af lögreglu. Þegar hann rétti mönnunum skjölin voru þeir handteknir nær samstundis. Naing var handtekinn sama dag.Blaðamaðurinn Wa Lone var leiddur fyrir dómara þann 4. apríl síðastliðinn.Vísir/gettyÞann 20. apríl síðastliðinn var Naing leiddur fyrir dóminn sem vitni. Í skýrslu hans kom fram að honum hefði verið fyrirskipað af yfirmanni sínum að leggja gildru fyrir blaðamennina með það að markmiði að handtaka þá. Hann sagði einnig að frá þeim degi hafi hann verið í varðhaldi vegna brota í starfi. Frá þeim tíma hafi hann hvorki fengið að hitta né heyra í fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu frá talsmanni mjanmörsku lögreglunnar, sem send var Reuters í gær, segir að Niang hafi verið dæmd refsing í kjölfar réttarhalda fyrir lögreglurétti. Afplánun refsingar hans hafi hafist um leið en ekki var tekið fram hve löng hún var. Spurningum Reuters þess efnis og hvar réttarhöldin fóru fram var ekki svarað. „Refsingin felst í fangelsisvist. Hvað hitt varðar verður þú að finna það út sjálfur,“ sagði Myo Thu Soe, talsmaður lögreglunnar, við blaðamann Reuters. „Hann er í höndum herforingjanna og þeir gera það sem þeir vilja við hann,“ segir eiginkona Niang, Tu Tu. Hún hafði ekki fengið vitneskju um refsingu eiginmanns síns fyrr en með yfirlýsingu lögreglunnar. Tu Tu og börn hennar voru flutt af heimili sínu af lögreglumönnum innan sólarhrings frá því að Niang bar vitni. Stjórnendur lögreglunnar segja að sú ákvörðun hafi ekki tengst þeim upplýsingum sem fram komu í máli hans. Dómari málsins mun á miðvikudag kveða upp úrskurð um það hvort framburður Niang verði metinn áreiðanlegur eður ei. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Tengdar fréttir Blaðamennirnir leiddir í gildru Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru. 21. apríl 2018 07:45 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Moe Yan Naing, mjanmarskur lögreglustjóri, hefur verið dæmdur í fangelsi í ótilgreindan tíma fyrir að brjóta gegn agareglum lögreglunnar þar í landi. Brot Niang felst í því að hafa upplýst um að tveir blaðamenn Reuters hafi verið ginntir til lögbrota. Frá í janúar hafa staðið yfir í Yangoon, fyrrverandi höfuðborg landsins, réttarhöld yfir blaðamönnunum tveimur. Þeim Wa Lone og Kyaw Soe Oo er gefið að sök að hafa brotið gegn upplýsingalögum með því að taka við leyniskjölum mjanmarskra stjórnvalda. Á verknaðarstundu voru mennirnir tveir að vinna að umfjöllun um þjóðernishreinsanir stjórnvalda á Róhingjamúslimum í Rakhine-héraði. Talið er að minnst þúsund hafi týnt lífi í þeim og um 700 þúsund hafi flúið landið til að freista þess að bjarga lífi sínu. Fjórtán ára fangelsisrefsing liggur við brotum gegn lögunum. Fyrrnefndur Naing stýrði aðgerðum sem leiddu til handtöku blaðamannanna þann 12. desember síðastliðinn. Blaðamennirnir höfðu mælt sér mót við uppljóstrara á veitingastað sem ætlaði að afhenda þeim gögnin. Sá maður hafði hins vegar verið sendur af lögreglu. Þegar hann rétti mönnunum skjölin voru þeir handteknir nær samstundis. Naing var handtekinn sama dag.Blaðamaðurinn Wa Lone var leiddur fyrir dómara þann 4. apríl síðastliðinn.Vísir/gettyÞann 20. apríl síðastliðinn var Naing leiddur fyrir dóminn sem vitni. Í skýrslu hans kom fram að honum hefði verið fyrirskipað af yfirmanni sínum að leggja gildru fyrir blaðamennina með það að markmiði að handtaka þá. Hann sagði einnig að frá þeim degi hafi hann verið í varðhaldi vegna brota í starfi. Frá þeim tíma hafi hann hvorki fengið að hitta né heyra í fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu frá talsmanni mjanmörsku lögreglunnar, sem send var Reuters í gær, segir að Niang hafi verið dæmd refsing í kjölfar réttarhalda fyrir lögreglurétti. Afplánun refsingar hans hafi hafist um leið en ekki var tekið fram hve löng hún var. Spurningum Reuters þess efnis og hvar réttarhöldin fóru fram var ekki svarað. „Refsingin felst í fangelsisvist. Hvað hitt varðar verður þú að finna það út sjálfur,“ sagði Myo Thu Soe, talsmaður lögreglunnar, við blaðamann Reuters. „Hann er í höndum herforingjanna og þeir gera það sem þeir vilja við hann,“ segir eiginkona Niang, Tu Tu. Hún hafði ekki fengið vitneskju um refsingu eiginmanns síns fyrr en með yfirlýsingu lögreglunnar. Tu Tu og börn hennar voru flutt af heimili sínu af lögreglumönnum innan sólarhrings frá því að Niang bar vitni. Stjórnendur lögreglunnar segja að sú ákvörðun hafi ekki tengst þeim upplýsingum sem fram komu í máli hans. Dómari málsins mun á miðvikudag kveða upp úrskurð um það hvort framburður Niang verði metinn áreiðanlegur eður ei.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Tengdar fréttir Blaðamennirnir leiddir í gildru Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru. 21. apríl 2018 07:45 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Blaðamennirnir leiddir í gildru Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru. 21. apríl 2018 07:45