Erfitt er fyrir fatlað fólk að sækja rétt sinn fyrir dómstólum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. september 2018 20:00 Erfitt er fyrir fatlað fólk að sækja rétt sinn fyrir dómstólum, að mati lögfræðings, sem segir Hæstarétt ekki líta til þess að samningur um jöfn réttindi fatlaðs fólk hafi verið samþykktur. Öryrkjabandalag Íslands stóð fyrir málþingi í dag þar sem því var velt upp hvort félagsleg réttindi fatlaðs fólks séu í raun tryggð. Þessa daganna er verið að undirbúa heildar breytingar á almannatryggingakerfinu en áætlun ríkisstjórnarinnar er að tillaga með breytingunum verði tilbúin fyrsta nóvember næstkomandi.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags ÍslandsVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Það að þetta frumvarp eigi að vera tilbúið og eigi að koma fram 1. nóvember held ég að sé svolítið bjartsýnt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Þuríður segir öryrkja hafa verulegar áhyggjur af því að stjórnvöld kasti til höndum við frumvarpsgerðina vegna þess hver tíminn er naumur þar til leggja á frumvarpið fram. „Það má ekki, undir engum kringumstæðum , koma verr niður á þessu fólki en það gerir í dag, því staða fatlaðs fólks í dag hérna á Íslandi er verulega bágborin,“ segir Þuríður. Öryrkjabandalagið á fulltrúa í samráðshópi um breytt framfærslukerfi. Þuríður segir að stjórnvöld verði einnig að horfa til atvinnumarkaðarins sem verði að aðlaga sig aðstæðum öryrkja.Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingurVísir/Jóhann K. JóhannssonSigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingur flutti erindi á málþinginu en hún kynnti niðurstöður meistararitgerðar í lögfræði um túlkun á jákvæðum skyldum ríkisins á sviði mannréttinda í íslenskri réttaframkvæmd með hliðsjón af réttarvernd fatlaðs fólks. Hún segir að í þróun dómaframkvæmdar síðustu ára hjá Hæstarétti, þá virðist hann veigra sér við því að fjalla um efnahagsleg, félagsleg- og menningarleg réttindi fólks meðal annars með vísan til skilyrða í réttarfarslögum. „Fatlað fólk á erfitt með að fá efnislega umfjöllun um úrlausn málefna sinna,“ segir Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingur. Sigurlaug segir að samningur um jöfn réttindi fatlaðs fólks sem þegar er samþykktur, en ekki lögfestur, ætti að nægja til þess að tryggja að Hæstiréttur myndi líta til samningsins. „Við höfum því miður einn dóm þar sem að, þar sem ekki er búið að lögfesta samninginn þá skapaði hann ekki fötluðu fólki nægilega vernd,“ segir Sigurlaug. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Erfitt er fyrir fatlað fólk að sækja rétt sinn fyrir dómstólum, að mati lögfræðings, sem segir Hæstarétt ekki líta til þess að samningur um jöfn réttindi fatlaðs fólk hafi verið samþykktur. Öryrkjabandalag Íslands stóð fyrir málþingi í dag þar sem því var velt upp hvort félagsleg réttindi fatlaðs fólks séu í raun tryggð. Þessa daganna er verið að undirbúa heildar breytingar á almannatryggingakerfinu en áætlun ríkisstjórnarinnar er að tillaga með breytingunum verði tilbúin fyrsta nóvember næstkomandi.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags ÍslandsVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Það að þetta frumvarp eigi að vera tilbúið og eigi að koma fram 1. nóvember held ég að sé svolítið bjartsýnt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Þuríður segir öryrkja hafa verulegar áhyggjur af því að stjórnvöld kasti til höndum við frumvarpsgerðina vegna þess hver tíminn er naumur þar til leggja á frumvarpið fram. „Það má ekki, undir engum kringumstæðum , koma verr niður á þessu fólki en það gerir í dag, því staða fatlaðs fólks í dag hérna á Íslandi er verulega bágborin,“ segir Þuríður. Öryrkjabandalagið á fulltrúa í samráðshópi um breytt framfærslukerfi. Þuríður segir að stjórnvöld verði einnig að horfa til atvinnumarkaðarins sem verði að aðlaga sig aðstæðum öryrkja.Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingurVísir/Jóhann K. JóhannssonSigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingur flutti erindi á málþinginu en hún kynnti niðurstöður meistararitgerðar í lögfræði um túlkun á jákvæðum skyldum ríkisins á sviði mannréttinda í íslenskri réttaframkvæmd með hliðsjón af réttarvernd fatlaðs fólks. Hún segir að í þróun dómaframkvæmdar síðustu ára hjá Hæstarétti, þá virðist hann veigra sér við því að fjalla um efnahagsleg, félagsleg- og menningarleg réttindi fólks meðal annars með vísan til skilyrða í réttarfarslögum. „Fatlað fólk á erfitt með að fá efnislega umfjöllun um úrlausn málefna sinna,“ segir Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingur. Sigurlaug segir að samningur um jöfn réttindi fatlaðs fólks sem þegar er samþykktur, en ekki lögfestur, ætti að nægja til þess að tryggja að Hæstiréttur myndi líta til samningsins. „Við höfum því miður einn dóm þar sem að, þar sem ekki er búið að lögfesta samninginn þá skapaði hann ekki fötluðu fólki nægilega vernd,“ segir Sigurlaug.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira