Þegar verið var að ræða við ökumanninn í lögreglubílnum var öðrum bíl ekið aftan á lögreglubílinn.
Tveir tækjabílar og fjórir sjúkrabílar voru sendir á vettvang og umferð beint inn á Bláfjallaveg.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu slösuðust tveir í þessum árekstri og þrír til viðbótar með minniháttar áverka. Voru allir fluttir á sjúkrahús.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir annan lögreglumanninn og ökumanninn hafa slasast en áverkar þeirra eru ekki alvarlegir.
Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:19

