Wolfsburg ekki enn fengið á sig mark Hjörvar Ólafsson skrifar 26. september 2018 09:30 Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Wolfsburg, einbeitt í fyrri leiknum gegn Þór/KA á Akureyri. Liðin mætast að nýju í Wolfsburg í dag frétablaðið/auðunn Þór/KA sækir Wolfsburg heim í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna síðdegis í dag, en leikið verður á AOK Stadion, heimavelli þýska liðsins. Norðankonur fara með ágætis veganesti í leikinn, en fyrri leik liðanna, sem leikinn var á Þórsvellinum fyrir tveimur vikur, lyktaði með 1-0 sigri Wolfsburg. Þar var það danski landsliðsframherjinn Pernille Harder sem skoraði sigurmark Wolfsburg. Það var hins vegar ekki gott veganesti fyrir Þór/KA að mexíkósku landsliðskonurnar Ariana Calderon, Bianca Sierra og Sandra Stephany Mayor geta ekki ferðast með liðinu og spilað þennan leik vegna verkefna sinna með landsliði Mexíkó. Leikmannahópur Þórs/KA er fámennur en góðmennur, en eingöngu 14 leikmenn munu skipa hópinn í leiknum í dag. Það er hins vegar feikinóg þar sem 11 leikmenn hefja leik og aðeins er heimilt að skipta þremur leikmönnum inn á í leiknum. Það má hins vegar lítið sem ekkert út af bregða í undirbúningi liðsins fram að leik. „Undirbúningur hefur bara gengið vel og þær fjórtán sem eru til staðar eru allar leikfærar. Við værum vissulega í vondum málum ef við yrðum fyrir skakkaföllum. Það hefur hins vegar ekki gerst þannig að við mætum til þessa leiks af fullum krafti. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta verður mjög erfitt, en við erum fyrst og fremst mjög spenntar fyrir því að mæta einu sterkasta liði heims. Þetta verður mjög lærdómsríkt fyrir leikmannahópinn og það væri geggjað að ná að slá þær út,“ segir Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, í samtali við Fréttablaðið umkomandi verkefni. „Við höfum aðallega verið að fara yfir varnarfærslurnar hérna úti og ætlum að hafa það alveg á hreinu. Það má búast við því að þær verði mun meira með boltann eins og í leiknum á Akureyri, en við náðum að komast í fín færi þar eftir skyndisóknir og stefnan er að gera slíkt hið sama í þessum leik. Við förum inn í þennan leik eins og alla aðra með það að markmiði að vinna,“segir hún enn fremur um stöðu mála hjá liðinu og nálgun liðsins að þeirri miklu áskorun sem það tekst á við. Wolfsburg sem fór alla leið í úrslit keppninnar á síðustu leiktíð, þar sem liðið laut í lægra haldi fyrir Lyon, kemur að öllum líkindum fullt sjálfstrausts inn í þennan leik. Þýska liðið vann 5-0 stórsigur á Essen í síðasta leik sínum, en það var annar deildarleikur liðsins á yfirstandandi leiktíð og spilaði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, allan tíman í þeim leik. Wolfsburg hefur haft betur í fyrstu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum á þessari leiktíð, en liðið hefur aukinheldur ekki fengið á sig mark í þessum leikjum og skorað 20 mörk á andstæðinga sína. Það er því ljóst að verkefni Þórs/KA er ærið og það verður erfitt að snúa taflinu við. Lið hafa hins vegar margoft sýnt fram á það að Davíð geti lagt Golíat að velli í fótboltanum. En ef allt er eðlilegt mun Sara Björk vera með farseðil í 16 liða úrslitin í farteskinu um sexleytið að íslenskum tíma. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Þór/KA sækir Wolfsburg heim í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna síðdegis í dag, en leikið verður á AOK Stadion, heimavelli þýska liðsins. Norðankonur fara með ágætis veganesti í leikinn, en fyrri leik liðanna, sem leikinn var á Þórsvellinum fyrir tveimur vikur, lyktaði með 1-0 sigri Wolfsburg. Þar var það danski landsliðsframherjinn Pernille Harder sem skoraði sigurmark Wolfsburg. Það var hins vegar ekki gott veganesti fyrir Þór/KA að mexíkósku landsliðskonurnar Ariana Calderon, Bianca Sierra og Sandra Stephany Mayor geta ekki ferðast með liðinu og spilað þennan leik vegna verkefna sinna með landsliði Mexíkó. Leikmannahópur Þórs/KA er fámennur en góðmennur, en eingöngu 14 leikmenn munu skipa hópinn í leiknum í dag. Það er hins vegar feikinóg þar sem 11 leikmenn hefja leik og aðeins er heimilt að skipta þremur leikmönnum inn á í leiknum. Það má hins vegar lítið sem ekkert út af bregða í undirbúningi liðsins fram að leik. „Undirbúningur hefur bara gengið vel og þær fjórtán sem eru til staðar eru allar leikfærar. Við værum vissulega í vondum málum ef við yrðum fyrir skakkaföllum. Það hefur hins vegar ekki gerst þannig að við mætum til þessa leiks af fullum krafti. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta verður mjög erfitt, en við erum fyrst og fremst mjög spenntar fyrir því að mæta einu sterkasta liði heims. Þetta verður mjög lærdómsríkt fyrir leikmannahópinn og það væri geggjað að ná að slá þær út,“ segir Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, í samtali við Fréttablaðið umkomandi verkefni. „Við höfum aðallega verið að fara yfir varnarfærslurnar hérna úti og ætlum að hafa það alveg á hreinu. Það má búast við því að þær verði mun meira með boltann eins og í leiknum á Akureyri, en við náðum að komast í fín færi þar eftir skyndisóknir og stefnan er að gera slíkt hið sama í þessum leik. Við förum inn í þennan leik eins og alla aðra með það að markmiði að vinna,“segir hún enn fremur um stöðu mála hjá liðinu og nálgun liðsins að þeirri miklu áskorun sem það tekst á við. Wolfsburg sem fór alla leið í úrslit keppninnar á síðustu leiktíð, þar sem liðið laut í lægra haldi fyrir Lyon, kemur að öllum líkindum fullt sjálfstrausts inn í þennan leik. Þýska liðið vann 5-0 stórsigur á Essen í síðasta leik sínum, en það var annar deildarleikur liðsins á yfirstandandi leiktíð og spilaði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, allan tíman í þeim leik. Wolfsburg hefur haft betur í fyrstu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum á þessari leiktíð, en liðið hefur aukinheldur ekki fengið á sig mark í þessum leikjum og skorað 20 mörk á andstæðinga sína. Það er því ljóst að verkefni Þórs/KA er ærið og það verður erfitt að snúa taflinu við. Lið hafa hins vegar margoft sýnt fram á það að Davíð geti lagt Golíat að velli í fótboltanum. En ef allt er eðlilegt mun Sara Björk vera með farseðil í 16 liða úrslitin í farteskinu um sexleytið að íslenskum tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira