Innlent

Reyna að komast í vímu með því sniffa gas úr rjómasprautum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi segir að vitað sé til þess að nokkur ungmenni hafi fallið í yfirlið eftir að hafa sniffað gas úr rjómasprautum.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi segir að vitað sé til þess að nokkur ungmenni hafi fallið í yfirlið eftir að hafa sniffað gas úr rjómasprautum. Vísir/Eyþór
Borið hefur á því að undanförnu að ungmenni hafi gert tilraunir með að komast í vímu með gashylkjum úr rjómasprautum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi.

Þar segir að rjómasprautur séu fylltar af gasi og gasið síðan sniffað með þrýstingi.

 

Vitað er til að nokkur ungmenni hafi fallið í yfirlið eftir slíkt og segir lögreglan afleiðingar geta verið alvarlegar þar sem þetta geti valdið súrefnisskorti, varanlegum skaða og jafnvel öndunarstoppi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×