Ferjuferðin sem aldrei var farin Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2018 13:55 Ásgeir Halldórsson er að vonum sársvekktur með það að ekki hafi tekist að manna ferju um Rússland á HM. Fyrirhuguð HM-ferjusigling hefur verið slegin af. Dræm þátttaka í siglingu um Rússland á leiki íslenska liðsins er ástæðan. Ekkert verður því af fyrirhugaðri skemmtifljótasiglingu um Don og Volgu. Ásgeir Halldórsson hefur sent frá sér sérstaka yfirlýsingu í Facebookhóp manna sem hugðust sigla um Rússland á leiki íslenska liðsins.Svekktur með að ekki hafi verið meiri eftirspurn„Kæru Fjelagar. Vegna lélegrar skráningar þá sýnist mér við verða að aflýsa siglingunni. Sorglegt en satt. Trúi þessu varla að undirtektir hafi ekki verið betri,“ segir Ásgeir í tilkynningu sinni. Og skal engan undra að Ásgeir sé sársvekktur því sannarlega hljómaði hugmyndin vel eins og Vísir lýsti skilmerkilega í janúar. Um var að ræða ferjuna Dmitry Furmanov sem tekur um 300 manns. Leigja mátti káetu, lítil herbergi eða lúxusherbergi. Hægt verður að horfa á leikina á HM á skjám um borð í bátnum. Þá er allur matur innifalinn, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur, auk þess sem drykkir verða á góðum kjörum, óáfengir sem áfengir.Verða að leita annarra leiða en með ferjuEn, Ásgeir segir að fimmtíu prósenta bókun sé bara ekki nóg með þessum fyrirvara. „Svona siglingu þarf að skipuleggja með góðum fyrirvara og útgerðin þurfti að fara að fá sína fyrirframgreiðslu. Einsog við lofuðum þá ætluðum við ekki að stofna fjármunum neins í hættu. Ekki 1 króna hefur verið millifærð til Rússlands og mun Haukur hjá Bjarmalandi umsvifalaust endurgreiða því góða og áhugasama fólki sem var búið að greiða heildar og fyrirframgreiðslur inná siglinguna.Ekki hefði verið dónalegt að dóla sér milli keppnisstaða á lúxusferju. En, því miður var ekki næg þátttaka.Ég óska öllum góðs gengis að skipuleggja nýa ferð á HM 2018 í Rússlandi. Til þess að koma ekki neinum í klípu þá er hreinlegast að aflýsa siglingunni strax til að fólk geti skipulagt sig uppá nýtt,“ segir Ásgeir með kveðju.Ferjuferðin sem aldrei var farinVísi tókst ekki að ná tali af Ásgeiri þannig að ekki liggur nákvæmlega fyrir hversu margir voru búnir að panta sér far með ferjunni. En, í frétt Vísis frá í Janúar er talað um að til standi að leigja 300 manna ferju. Í ljósi þess að ekki náðist að bóka 50 prósent má slá á að í kringum hundrað manns hafi ætlað sér að fara um Rússland á ferju og fylgjast með HM. Þeir verða nú að leita annarra leiða. Hafdís Nína Hafsteinsdóttir er ein þeirra sem grætur ferjuferðina sem aldrei var farin. Hún talar fyrir hönd margra: „Dapurleg niðurstaða óskiljanlegt að ekki náðist að fylla i þessa siglingu. þetta er svo frábær lausn á því vandamáli sem vegalengdirnar á milli borganna eru varla nennir maður að fara hanga í lest klukkutímum/sólarhringum saman. Takk samt fyrir að hugsa út fyrir boxið og koma fram með þessa frábæru hugmynd,“ segir Hafdís Nína. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tveggja vikna sigling fyrir íslenska HM-fara á Volgu Hugmyndin kviknaði meðal íslenskra stuðningsmanna sem voru orðnir langþreyttir á að leita að gistingu í Rússlandi og ákváðu að taka málin í eigin hendur. 29. janúar 2018 14:45 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Fyrirhuguð HM-ferjusigling hefur verið slegin af. Dræm þátttaka í siglingu um Rússland á leiki íslenska liðsins er ástæðan. Ekkert verður því af fyrirhugaðri skemmtifljótasiglingu um Don og Volgu. Ásgeir Halldórsson hefur sent frá sér sérstaka yfirlýsingu í Facebookhóp manna sem hugðust sigla um Rússland á leiki íslenska liðsins.Svekktur með að ekki hafi verið meiri eftirspurn„Kæru Fjelagar. Vegna lélegrar skráningar þá sýnist mér við verða að aflýsa siglingunni. Sorglegt en satt. Trúi þessu varla að undirtektir hafi ekki verið betri,“ segir Ásgeir í tilkynningu sinni. Og skal engan undra að Ásgeir sé sársvekktur því sannarlega hljómaði hugmyndin vel eins og Vísir lýsti skilmerkilega í janúar. Um var að ræða ferjuna Dmitry Furmanov sem tekur um 300 manns. Leigja mátti káetu, lítil herbergi eða lúxusherbergi. Hægt verður að horfa á leikina á HM á skjám um borð í bátnum. Þá er allur matur innifalinn, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur, auk þess sem drykkir verða á góðum kjörum, óáfengir sem áfengir.Verða að leita annarra leiða en með ferjuEn, Ásgeir segir að fimmtíu prósenta bókun sé bara ekki nóg með þessum fyrirvara. „Svona siglingu þarf að skipuleggja með góðum fyrirvara og útgerðin þurfti að fara að fá sína fyrirframgreiðslu. Einsog við lofuðum þá ætluðum við ekki að stofna fjármunum neins í hættu. Ekki 1 króna hefur verið millifærð til Rússlands og mun Haukur hjá Bjarmalandi umsvifalaust endurgreiða því góða og áhugasama fólki sem var búið að greiða heildar og fyrirframgreiðslur inná siglinguna.Ekki hefði verið dónalegt að dóla sér milli keppnisstaða á lúxusferju. En, því miður var ekki næg þátttaka.Ég óska öllum góðs gengis að skipuleggja nýa ferð á HM 2018 í Rússlandi. Til þess að koma ekki neinum í klípu þá er hreinlegast að aflýsa siglingunni strax til að fólk geti skipulagt sig uppá nýtt,“ segir Ásgeir með kveðju.Ferjuferðin sem aldrei var farinVísi tókst ekki að ná tali af Ásgeiri þannig að ekki liggur nákvæmlega fyrir hversu margir voru búnir að panta sér far með ferjunni. En, í frétt Vísis frá í Janúar er talað um að til standi að leigja 300 manna ferju. Í ljósi þess að ekki náðist að bóka 50 prósent má slá á að í kringum hundrað manns hafi ætlað sér að fara um Rússland á ferju og fylgjast með HM. Þeir verða nú að leita annarra leiða. Hafdís Nína Hafsteinsdóttir er ein þeirra sem grætur ferjuferðina sem aldrei var farin. Hún talar fyrir hönd margra: „Dapurleg niðurstaða óskiljanlegt að ekki náðist að fylla i þessa siglingu. þetta er svo frábær lausn á því vandamáli sem vegalengdirnar á milli borganna eru varla nennir maður að fara hanga í lest klukkutímum/sólarhringum saman. Takk samt fyrir að hugsa út fyrir boxið og koma fram með þessa frábæru hugmynd,“ segir Hafdís Nína.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tveggja vikna sigling fyrir íslenska HM-fara á Volgu Hugmyndin kviknaði meðal íslenskra stuðningsmanna sem voru orðnir langþreyttir á að leita að gistingu í Rússlandi og ákváðu að taka málin í eigin hendur. 29. janúar 2018 14:45 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Tveggja vikna sigling fyrir íslenska HM-fara á Volgu Hugmyndin kviknaði meðal íslenskra stuðningsmanna sem voru orðnir langþreyttir á að leita að gistingu í Rússlandi og ákváðu að taka málin í eigin hendur. 29. janúar 2018 14:45