Innlent

Kona í sjálfheldu á Ingólfsfjalli

Kjartan Kjartansson skrifar
Ingólfsfjall austan Hveragerðis.
Ingólfsfjall austan Hveragerðis. Vísir/E.Ól.
Fjórar björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út nú rétt fyrir klukkan fjögur vegna konu sem er í sjálfheldu í Ingólfsfjalli. Er talið að setja þurfi upp sérstakan búnað til björgunar í fjalllendi þar sem konan er staðsett í brattlendi.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir við Vísi að nánast sé búið að staðsetja konuna með hjálp upplýsinga frá henni sjálfri og dróna sem var fenginn frá Selfossi. Ágætis ástand sé á konunni sem náði sjálf að láta vita af sér. Hún hafi ekki treyst sér sjálf niður af þeim stað sem hún var komin á.

Hún er talin föst í brattlendi austanmegin í fjallinu, nærri bænum Alviðru. Davíð Már segir að verið sé að meta aðstæður og bíða eftir frekari mannafla og búnaði fyrir björgunaraðgerðir.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu kom fram að fyrstu björgunarsveitarmennirnir hefðu verið komnir á vettvang rétt upp úr fjögur ásamt dróna.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×