Innlent

Maðurinn sem lést var frá Singapúr

Gissur Sigurðsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Hinn látni var fæddur árið 1994.
Hinn látni var fæddur árið 1994. Vísir
Maðurinn sem lést í bílslysi skammt austan við Vík í Mýrdal í fyrrakvöld, var frá Singapúr. Hann var fæddur árið 1994. Hinir tveir, sem voru í bílnum, voru jafnaldrar hans og samlandar. Enn er verið að rannsaka tildrög slyssins, en bíll þeirra valt nokkrar veltur.

Slysið varð á þjóðvegi 1 skammt austan við Vík í Mýrdal við svokallaðan Kötlugarð. Svo virðist sem allir hafi verið í öryggisbelti þegar slysið varð, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Mikill viðbúnaður var á vettvangi vegna slyssins frá lögreglu, slökkviliði í Vík, sjúkraflutningum á Suðurlandi og Landhelgisgæslunni.

Mikill viðbúnaður var á vettvangi vegna slyssins frá lögreglu, slökkviliði í Vík, sjúkraflutningum á Suðurlandi og Landhelgisgæslunni. Tildrög slyssins eru ókunn og eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem einnig kom á vettvang. Það sem af er ári hafa 4 einstaklingar látið lífið í þremur umferðarslysum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.


Tengdar fréttir

Einn látinn eftir umferðarslys við Vík

Þrír voru í bifreiðinni sem fór nokkrar veltur og var ökumaður bifreiðarinnar fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild, en var úrskurðaður látinn í nótt.

Alvarlegt umferðarslys við Vík

Bíll fór útaf þjóðveginum og valt með þeim afleiðingum að þrír slösuðust þar af einn mjög alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×