Segir skeytingarleysi ríkja gagnvart konum af erlendum uppruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 19:45 Framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins segir skeytingarleysi ríkja í samfélaginu þegar komi að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna og að allir þurfi að taka sig taki í þeim efnum. 97 konur af erlendum uppruna undirrituðu yfirlýsingu sem birtist í Kjarnanum í morgun ásamt 34 nafnlausum reynslusögum. Konurnar sem að yfirlýsingunni standa segja að íslensk stjórnvöld þurfi að tryggja að konur af erlendum uppruna eigi greiða leið að úrræðum til að vernda viðkvæma stöðu sína og skora á landsmenn að kynna sér sögur þeirra. Þær skora á samfélagið að sameinast um að útrýma kynbundinni mismunun, áreiti og ofbeldi og stuðlað verði að valdeflingu kvenna af erlendum uppruna. Undir þetta tekur framkvæmdastjóri kvennaathvarfsins en stór hluti kvenna sem þangað sækja eru af erlendum uppruna. „Rúmlega helmingur kvennanna sem dvelja í atkvarfinu eru konur af erlendum uppruna, þær eru svona um þriðjungur allra kvenna sem sækja einhverja þjónustu þar en dvalarkonurnar sem eru oft þær sem einmitt koma úr erfiðustu aðstæðunum og eru að flýja kannski hættulegra ofbeldi, þær eru einmitt í fyrra 54% dvalarkvenna,” segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Sögurnar eru átakanlegar en þar segir meðal annars frá áreitni og mismunun, grófu kynferðis-, og heimilisofbeldi og jafnvel mansali. Sögurnar eru eins misjafnar og þær eru margar og segja frá reynslu kvenna af erlendum uppruna í ýmsum kimum íslensks samfélags. „Ég held að þessar sögur sem hafa verið að birtast núna og ég held að verðum öll að lesa þó að það verði okkur mjög sársaukafullt, segi okkur svolítið mikið um skeitingarleysi samfélagsins þegar það kemur að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna og þar getum við öll tekið okkur á,” segir Sigþrúður. MeToo Tengdar fréttir Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins segir skeytingarleysi ríkja í samfélaginu þegar komi að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna og að allir þurfi að taka sig taki í þeim efnum. 97 konur af erlendum uppruna undirrituðu yfirlýsingu sem birtist í Kjarnanum í morgun ásamt 34 nafnlausum reynslusögum. Konurnar sem að yfirlýsingunni standa segja að íslensk stjórnvöld þurfi að tryggja að konur af erlendum uppruna eigi greiða leið að úrræðum til að vernda viðkvæma stöðu sína og skora á landsmenn að kynna sér sögur þeirra. Þær skora á samfélagið að sameinast um að útrýma kynbundinni mismunun, áreiti og ofbeldi og stuðlað verði að valdeflingu kvenna af erlendum uppruna. Undir þetta tekur framkvæmdastjóri kvennaathvarfsins en stór hluti kvenna sem þangað sækja eru af erlendum uppruna. „Rúmlega helmingur kvennanna sem dvelja í atkvarfinu eru konur af erlendum uppruna, þær eru svona um þriðjungur allra kvenna sem sækja einhverja þjónustu þar en dvalarkonurnar sem eru oft þær sem einmitt koma úr erfiðustu aðstæðunum og eru að flýja kannski hættulegra ofbeldi, þær eru einmitt í fyrra 54% dvalarkvenna,” segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Sögurnar eru átakanlegar en þar segir meðal annars frá áreitni og mismunun, grófu kynferðis-, og heimilisofbeldi og jafnvel mansali. Sögurnar eru eins misjafnar og þær eru margar og segja frá reynslu kvenna af erlendum uppruna í ýmsum kimum íslensks samfélags. „Ég held að þessar sögur sem hafa verið að birtast núna og ég held að verðum öll að lesa þó að það verði okkur mjög sársaukafullt, segi okkur svolítið mikið um skeitingarleysi samfélagsins þegar það kemur að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna og þar getum við öll tekið okkur á,” segir Sigþrúður.
MeToo Tengdar fréttir Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13
Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08