Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. janúar 2018 18:45 Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. Maðurinn, sem óttast um heilsu sína, fékk hvorki túlk á spítalanum eftir árásina né í síðari læknisskoðunum. Hópur fanga gekk í skrokk á manninum í útivistartíma fanga í vikunni og mun árásin hafa verið einstaklega hrottaleg. Hún hefur verið sögð að öllu tilefnislaus og byggð á kynþáttahatri en fórnarlambið er ungur hælisleitandi frá Marokkó. Maðurinn kom til landsins árið 2016 og bar fyrir sig að vera 16 ára gamall. Tanngreining leiddi hins vegar í ljós að hann væri átján en sjálfur segist hann hafa orðið átján ára í desember síðastliðnum. Hann er nú í fangelsi fyrir ítrekaðar tilraunir til að komast úr landi með því að smygla sér um borð í flutningaskip. Lilja Margrét Olsen, verjandi hans, segir hann hafa verið að reyna halda flóttanum áfram áður en hann yrði sendur til heimalandsins af yfirvöldum en þar bíði hans ekkert. „Á ekki foreldra til að fara til eða fjölskyldu. Hann er aleinn hérna. Hann kom hingað til lands með vini sínum og þeir fóru í tanngreiningu þar sem vinur hans var álitin vera yngri og sá fékk fósturfjölskyldu og býr fyrir vestan með yndislega fjölskyldu. Á meðan er umbjóðandi minn í gæsluvarðhald i þar sem ítrekað er ráðist á hann og hann sætir illri meðferð hvar sem hann kemur,“ segir Lilja Margrét. Kerfið hafi ítrekað brugðist honum. Til að mynda hafi hann dvalið einn á gistiheimili í Reykjavík við óviðunandi aðstæður fyrstu mánuðina eftir að hann kom til landsins við lítil sem engin afskipti yfirvalda. Þá sé algjörlega fráleitt að svo ungur maður sé vistaður í fangelsi með fullorðnu fólki. Þess ber að geta að hann dvelur á Hólmsheiði í dag. „Þessi drengur var þegar ég hitti hann fyrst venjulegur unglingur en þetta kerfi sem við bjóðum upp á hefur brotið hans algjörlega niður.“ Þá er hún afar gagnrýnin á að hann hafi orðið fyrir hrottalegri árás í umsjá ríkisstofnunar. Einnig er hún ósátt við hvernig tekið var á málinu eftir árásina en þegar hann var fluttur á sjúkrahús fékk hann ekki túlkaþjónustu. Þá fór hann aftur til læknis í dag án þess að kallaður væri til túlkur. „Hann er með skófar í andlitinu og blóðhlaupna höfuðkúpu. Við höfum engar upplýsingar fengið. Hann hefur engar upplýsingar fengið um hvað er að honum. Hann óttast um ástand sitt. Þetta er sama sagan. Aftur og aftur og aftur. Allstaðar lokaðar dyr. Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi,“ segir Lilja Margrét Olsen. Tengdar fréttir Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. Maðurinn, sem óttast um heilsu sína, fékk hvorki túlk á spítalanum eftir árásina né í síðari læknisskoðunum. Hópur fanga gekk í skrokk á manninum í útivistartíma fanga í vikunni og mun árásin hafa verið einstaklega hrottaleg. Hún hefur verið sögð að öllu tilefnislaus og byggð á kynþáttahatri en fórnarlambið er ungur hælisleitandi frá Marokkó. Maðurinn kom til landsins árið 2016 og bar fyrir sig að vera 16 ára gamall. Tanngreining leiddi hins vegar í ljós að hann væri átján en sjálfur segist hann hafa orðið átján ára í desember síðastliðnum. Hann er nú í fangelsi fyrir ítrekaðar tilraunir til að komast úr landi með því að smygla sér um borð í flutningaskip. Lilja Margrét Olsen, verjandi hans, segir hann hafa verið að reyna halda flóttanum áfram áður en hann yrði sendur til heimalandsins af yfirvöldum en þar bíði hans ekkert. „Á ekki foreldra til að fara til eða fjölskyldu. Hann er aleinn hérna. Hann kom hingað til lands með vini sínum og þeir fóru í tanngreiningu þar sem vinur hans var álitin vera yngri og sá fékk fósturfjölskyldu og býr fyrir vestan með yndislega fjölskyldu. Á meðan er umbjóðandi minn í gæsluvarðhald i þar sem ítrekað er ráðist á hann og hann sætir illri meðferð hvar sem hann kemur,“ segir Lilja Margrét. Kerfið hafi ítrekað brugðist honum. Til að mynda hafi hann dvalið einn á gistiheimili í Reykjavík við óviðunandi aðstæður fyrstu mánuðina eftir að hann kom til landsins við lítil sem engin afskipti yfirvalda. Þá sé algjörlega fráleitt að svo ungur maður sé vistaður í fangelsi með fullorðnu fólki. Þess ber að geta að hann dvelur á Hólmsheiði í dag. „Þessi drengur var þegar ég hitti hann fyrst venjulegur unglingur en þetta kerfi sem við bjóðum upp á hefur brotið hans algjörlega niður.“ Þá er hún afar gagnrýnin á að hann hafi orðið fyrir hrottalegri árás í umsjá ríkisstofnunar. Einnig er hún ósátt við hvernig tekið var á málinu eftir árásina en þegar hann var fluttur á sjúkrahús fékk hann ekki túlkaþjónustu. Þá fór hann aftur til læknis í dag án þess að kallaður væri til túlkur. „Hann er með skófar í andlitinu og blóðhlaupna höfuðkúpu. Við höfum engar upplýsingar fengið. Hann hefur engar upplýsingar fengið um hvað er að honum. Hann óttast um ástand sitt. Þetta er sama sagan. Aftur og aftur og aftur. Allstaðar lokaðar dyr. Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi,“ segir Lilja Margrét Olsen.
Tengdar fréttir Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent