Leiðir til verndar börnum gegn kynferðisofbeldi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 25. janúar 2018 14:33 Það er brýnt að leita allra leiða til að kenna börnum að verjast kynferðisofbeldi. Fræðsla af þeim toga breytir því ekki að það er fullorðna fólkið sem ber ábyrgð á börnunum. Í samfélaginu leynast víða hættur, sumar hverjar fyrirsjáanlegar sem auðvelt er að fræða börnin um hvernig beri að varast en aðrar leyndari og þar af leiðandi hættulegri. Kynferðisafbrotamenn fyrirfinnast í okkar samfélagi eins og öðrum. Staðreyndin er sú að ekki er hægt að fría samfélagið af þessum brotamönnum fremur en öðrum. Kynferðisofbeldi getur átt sér stað inn á heimilinu, á heimili ættingja, á heimili vina barnanna og á stöðum þar sem fólk kemur saman til tómstunda og skemmtana. Sundlaugar eru t.d. staðir sem sérstaklega eru taldir laða að gerendur kynferðisofbeldis. Í þessum aðstæðum er auðvelt að fela sig bak við nekt og nafnleysi. Einnig getur verið erfitt að átta sig á tengslum fullorðins einstaklings sem gefur sig að barni í sundlaug. Um gæti verið að ræða skyldmenni sem er með barnið í sinni umsjón eða ókunnugan aðila með einbeittan brotavilja sem þykir þekkja til barnsins. Erfitt getur verið að komast að og upplýsa málið sé gerandinn nákominn barninu og býr jafnvel á heimili þess. Sé um að ræða aðila sem barnið „treystir“ og þykir vænt um er barnið síður líklegt til að vilja segja frá ofbeldinu. Ákveðinn fjöldi mála af þessu tagi koma fram í dagsljósið á ári hverju. Þess vegna er það á ábyrgð aðstandenda að kenna börnunum að þekkja hættumerkin og upplýsa þau um hvar mörkin liggja þegar kemur að snertisamskiptum. Með viðeigandi leiðbeiningum má hjálpa börnunum að verða hæfari í að leggja mat á aðstæður og atferli sem kann að vera þeim skaðlegt eða ógna öryggi þeirra. Því miður er ekki hægt að fullyrða að með fræðslu einni saman sé barnið óhult gegn þeirri vá sem hér um ræðir. Engin ein leið er í sjálfu sér skotheld. Á þessu vandamáli er engin einföld lausn. Ekkert er dýrmætara en börnin okkar og þess vegna má engin varnaraðferð eða nálgun vera undanskilin. Þau börn sem teljast helst vera í áhættuhópi eru þau sem hafa farið á mis við að vera upplýst um þessi mál með viðeigandi hætti. Önnur börn í áhættu eru t.d. þau sem eru félagslega einangruð, hafa brotna sjálfsmynd eða eiga við fötlun/röskun að stríða sem veldur því að þau geta síður greint eða varið sig í hættulegum aðstæðum eða lagt mat á einstaklinga sem hafa þann ásetning að skaða þau. Til að auðvelda fræðsluna þarf að festa ákveðin hugtök og orðaforða í huga barnsins. Hugtakið „einkastaðir“ hefur gjarnan verið notað í þessu samhengi. Börnum er bent á hverjir og hvar þeirra einkastaðir eru og að þá má enginn snerta. „Einkastaðaleikir“ eru heldur ekki leyfðir. Ræða þarf um hugtakið „leyndarmál“ og að ekki sé í boði að eiga leyndarmál sem láta manni líða illa. Fræðsla gerir barninu auðveldar að ræða um kynferðismál við þá sem það treystir. Gott er að nota dæmisögur og byrja þegar börnin eru ung og ræða þessi mál með reglubundnum hætti. Best er að nota hversdagslega atburði sem kveikju að umræðum um kynferðisofbeldi. Skólayfirvöld og foreldrar geta með markvissum hætti sameinast um að byggja upp viðeigandi fræðslukerfi. Með fræðslu og umræðu aukast líkur á því að börn beri kennsl á hættumerkin og varast þannig einstaklinga sem hafa í huga að skaða þau. Umfram allt er mikilvægt að verði barn fyrir kynferðislegu áreiti, láti það einhvern sem það treystir strax vita. Fræðsla um mál af þessu tagi er vandmeðfarin ef hún á ekki að vekja upp óþarfa áhyggjur hjá barninu. Hyggist skólinn bjóða upp á hana t.d. með því að fá utanaðkomandi aðila er brýnt að foreldrar séu upplýstir svo þeir geti fylgt umræðunni eftir og svarað spurningum sem kunna að vakna í kjölfarið. Hafa skal í huga að ein besta forvörn gegn ytri vá felst í fræðslu sem samræmist aldri og þroska. Með því að viðhafa heilbrigð tjáskipti og tala opinskátt við barnið eru auknar líkur á að það muni segja frá, verði það beitt kynferðisofbeldi. Börn verða að vita að fullorðnir bera ábyrgð á að vernda það.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er brýnt að leita allra leiða til að kenna börnum að verjast kynferðisofbeldi. Fræðsla af þeim toga breytir því ekki að það er fullorðna fólkið sem ber ábyrgð á börnunum. Í samfélaginu leynast víða hættur, sumar hverjar fyrirsjáanlegar sem auðvelt er að fræða börnin um hvernig beri að varast en aðrar leyndari og þar af leiðandi hættulegri. Kynferðisafbrotamenn fyrirfinnast í okkar samfélagi eins og öðrum. Staðreyndin er sú að ekki er hægt að fría samfélagið af þessum brotamönnum fremur en öðrum. Kynferðisofbeldi getur átt sér stað inn á heimilinu, á heimili ættingja, á heimili vina barnanna og á stöðum þar sem fólk kemur saman til tómstunda og skemmtana. Sundlaugar eru t.d. staðir sem sérstaklega eru taldir laða að gerendur kynferðisofbeldis. Í þessum aðstæðum er auðvelt að fela sig bak við nekt og nafnleysi. Einnig getur verið erfitt að átta sig á tengslum fullorðins einstaklings sem gefur sig að barni í sundlaug. Um gæti verið að ræða skyldmenni sem er með barnið í sinni umsjón eða ókunnugan aðila með einbeittan brotavilja sem þykir þekkja til barnsins. Erfitt getur verið að komast að og upplýsa málið sé gerandinn nákominn barninu og býr jafnvel á heimili þess. Sé um að ræða aðila sem barnið „treystir“ og þykir vænt um er barnið síður líklegt til að vilja segja frá ofbeldinu. Ákveðinn fjöldi mála af þessu tagi koma fram í dagsljósið á ári hverju. Þess vegna er það á ábyrgð aðstandenda að kenna börnunum að þekkja hættumerkin og upplýsa þau um hvar mörkin liggja þegar kemur að snertisamskiptum. Með viðeigandi leiðbeiningum má hjálpa börnunum að verða hæfari í að leggja mat á aðstæður og atferli sem kann að vera þeim skaðlegt eða ógna öryggi þeirra. Því miður er ekki hægt að fullyrða að með fræðslu einni saman sé barnið óhult gegn þeirri vá sem hér um ræðir. Engin ein leið er í sjálfu sér skotheld. Á þessu vandamáli er engin einföld lausn. Ekkert er dýrmætara en börnin okkar og þess vegna má engin varnaraðferð eða nálgun vera undanskilin. Þau börn sem teljast helst vera í áhættuhópi eru þau sem hafa farið á mis við að vera upplýst um þessi mál með viðeigandi hætti. Önnur börn í áhættu eru t.d. þau sem eru félagslega einangruð, hafa brotna sjálfsmynd eða eiga við fötlun/röskun að stríða sem veldur því að þau geta síður greint eða varið sig í hættulegum aðstæðum eða lagt mat á einstaklinga sem hafa þann ásetning að skaða þau. Til að auðvelda fræðsluna þarf að festa ákveðin hugtök og orðaforða í huga barnsins. Hugtakið „einkastaðir“ hefur gjarnan verið notað í þessu samhengi. Börnum er bent á hverjir og hvar þeirra einkastaðir eru og að þá má enginn snerta. „Einkastaðaleikir“ eru heldur ekki leyfðir. Ræða þarf um hugtakið „leyndarmál“ og að ekki sé í boði að eiga leyndarmál sem láta manni líða illa. Fræðsla gerir barninu auðveldar að ræða um kynferðismál við þá sem það treystir. Gott er að nota dæmisögur og byrja þegar börnin eru ung og ræða þessi mál með reglubundnum hætti. Best er að nota hversdagslega atburði sem kveikju að umræðum um kynferðisofbeldi. Skólayfirvöld og foreldrar geta með markvissum hætti sameinast um að byggja upp viðeigandi fræðslukerfi. Með fræðslu og umræðu aukast líkur á því að börn beri kennsl á hættumerkin og varast þannig einstaklinga sem hafa í huga að skaða þau. Umfram allt er mikilvægt að verði barn fyrir kynferðislegu áreiti, láti það einhvern sem það treystir strax vita. Fræðsla um mál af þessu tagi er vandmeðfarin ef hún á ekki að vekja upp óþarfa áhyggjur hjá barninu. Hyggist skólinn bjóða upp á hana t.d. með því að fá utanaðkomandi aðila er brýnt að foreldrar séu upplýstir svo þeir geti fylgt umræðunni eftir og svarað spurningum sem kunna að vakna í kjölfarið. Hafa skal í huga að ein besta forvörn gegn ytri vá felst í fræðslu sem samræmist aldri og þroska. Með því að viðhafa heilbrigð tjáskipti og tala opinskátt við barnið eru auknar líkur á að það muni segja frá, verði það beitt kynferðisofbeldi. Börn verða að vita að fullorðnir bera ábyrgð á að vernda það.Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar