Lífið

Lag sem amma og afi geta sungið fyrir börnin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rakel fer á sviðið 17. febrúar í Háskólabíói.
Rakel fer á sviðið 17. febrúar í Háskólabíói.
Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið.

Keppninni lýkur svo með úrslitakeppni í Laugardalshöll þann 3. mars og fer sigurvegarinn fyrir Íslands hönd í Eurovision í Lissabon í maí.

Tólf atriði taka þátt í Söngvakeppninni að þessu sinni og mun Lífið ræða við flytjendur úr hverju atriði. Allir fengu þeir sömu spurningar og er nú komið að Rakel Pálsdóttur til að svara spurningum Vísis.

Rakel mun flytja lagið Í Óskin mín/My wish eftir Hallgrím Bergsson þann 17. febrúar. Hér að neðan er hægt að kynnast Rakel betur og söguna á bakvið lagið sjálft:

Af hverju ákvaðst þú að taka þátt?

„Ég var svo lánsöm að Hallgrímur fékk mig í lið sitt. Þetta er í fjórða skiptið sem ég tek þátt. Fyrst sem bakrödd hjá Gretu Mjöll, með Hinemoa, dúett með Arnari 2017 og svo núna sóló 2018. Það er alltaf jafn gaman að vera hluti af þessari keppni. Þetta gefur manni hellings reynslu, keppnin kemur manni á framfæri og svo kynnist maður yndislegu fólki.“



Af hverju ætti íslenska þjóðin að kjósa ykkur?

„Lagið er einlægt og fallegt og hefur fallegan boðskap. Við íslendingar þurfum að senda rólegt lag í þetta skiptið í Eurovision. Það er svo mikið stress í þjóðfélaginu. Ég held að það sé góð leið til þess að ná ró innra með okkur og anda léttar.“



Uppáhalds íslensk Eurovision lag og af hverju?

„Is it true? Það er bara svo flott og vel flutt af henni Jóhönnu Guðrúnu.“

Eftirminnilegasta Eurovison minningin?

„Öll Eurovisionlögin árið 2001. Ég var 13 ára þá og að uppgötva Eurovision. Varð heilluð af þessu og man alltaf eftir laginu frá Möltu, Another summernight.“



Uppáhalds erlenda Eurovision lag og af hverju?

„Þessa daganna er það Undo sem Sanna Nielsen flutti fyrir Svíþjóð árið 2014 og hafnaði í 3.sæti.“

Um hvað fjallar lagið?

„Lagið var samið þegar Hallgrímur eignaðist tvö barnabörn með stuttu millibili. Þetta er lag sem afi, amma eða foreldri syngur til barn síns. En boðskapur lagsins er að öll óskum við einhvers, eigum okkur drauma og að við eigum að elta þá, sama þó eitthvað kunni að standa í vegi okkar.“



Lag:  Óskin mín/My Wish

Höfundur lags: Hallgrímur Bergsson

Höfundur íslensks texta: Hallgrímur Bergsson

Höfundar ensks texta: Hallgrimur Bergsson og Nicholas Hammond

Flytjandi: Rakel Pálsdóttir



Hér má hlusta á Óskin mín á íslensku

Hér má hlusta á My wish á ensku


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.