Innlent

Háskólar hafi sálfræðinga á sínum snærum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. vísir/ernir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vill að mennta- og menningarmálaráðherra, beiti sér fyrir því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir háskólanema í opinberum háskólum frá og með næsta skólaári.

Þorgerður Katrín segir í greinargerð með þingsályktunartillögu að stærsti aldurshópur háskólanema, það er fólk á aldrinum 18-25 ára, sé í hvað mestri hættu hvað geðræn vandamál varðar. „Fleiri ungar konur á þeim aldri mældust með þunglyndiseinkenni á Íslandi en í nokkru öðru Evrópuríki. Hérlendis mælist um fimmti hver kvenmaður á þeim aldri með þunglyndiseinkenni samkvæmt evrópskri heilsufarsrannsókn frá árinu 2015,“ segir Þorgerður.

Hún bendir jafnframt á að sjálfsvíg sé ein algengasta dánarorsök ungra íslenskra karlmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×