Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2018 23:45 James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, hefur tjáð sig um minnisblaðið umdeilda. Vísir/Getty James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag.„Er þetta allt og sumt?“ spyr hann á Twitter. „Óheiðarlegt og afvegaleiðandi minnisblað sem eyðilagði njósnamálanefndina, rauf trúnað við njósnasamfélagið, skemmdi sambandið við FISA-dómstólinn og afhjúpaði leynilega rannsókn í þágu þjóðarinnar og til hvers?“Líkt og greint var frá í dag hefur njósnamálanefnd Bandaríkjaþings birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð FBI og dómsmálaráðuneytisins.That's it? Dishonest and misleading memo wrecked the House intel committee, destroyed trust with Intelligence Community, damaged relationship with FISA court, and inexcusably exposed classified investigation of an American citizen. For what? DOJ & FBI must keep doing their jobs.— James Comey (@Comey) February 2, 2018 Í minnisblaðinu er því haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi, ásamt fleirum, heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum fyrrverandi starfsmanni framboðs Donald Trump á vafasömum og pólitískum grundvelli. Viðbrögð helstu stjórnmálaskýrenda í Bandaríkjunum við efni minnisblaðsins virðast vera á þá leið að efni þess sé léttvægt og sanni lítið sem ekkert um að FBI né dómsmálaráðuneytið hafi verið á pólitískum veiðum með rannsókn á tengslum framboðs Trump hans við Rússland.Washington Post bendir á það að í minnisblaðinu sjálfu segi að upphaf rannsóknarinnar megi ekki rekja til rannsóknar á fyrrverandi starfsmanni Trump sem minnisblaðið snýst í meginatriðum. Í minnisblaðinu stendur að rekja megi rannsókn FBI til vegna upplýsinga sem það fékk um George Papadopoulos, sem starfaði fyrir framboð Trump og varð í október fyrsti einstaklingurinn til þess að játa sök í tengslum við sérstakri rannsókn á meintum tengslum framboðs Trump við Rússland.Demókratar hafa bent á að það eitt og sér sýni að rannsókn á hinum meintu tengslum hafi hafist jafn vel þó að starfsmenn FBI hefðu aldrei fengið aðgang að umdeildri skýrslu sem minnisblaðið fjallar að mestu leyti um. Í greiningu CNN á þýðingu minnisblaðsins segir að minnisblaðið sanni lítið sem ekki neitt nema sá sem lesi það sé sannfærður um að einhvers konar samsæri sé í gangi til þess að koma Donald Trump frá völdum. Í vikunni hefur það verið talið líklegt að Trump muni nota birtingu minnisblaðsins til þess að grafa undan Rússarannsókninni og mögulega nota minnisblaðið sem átyllu til að reka Rod Roseinstein, aðstoðardómsmálaráðherra og æðsta yfirmann rannsóknarinnar. Demókratar hafa varað Trump við að gera slíkt og segja að með því myndi hann skapa mestu stjórnarkreppu í Bandaríkjunum frá því að Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, lét reka sérstakan saksóknara sem rannsakaði Watergate-málið á áttunda áratug síðustu aldar. Donald Trump Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu 2. febrúar 2018 22:00 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag.„Er þetta allt og sumt?“ spyr hann á Twitter. „Óheiðarlegt og afvegaleiðandi minnisblað sem eyðilagði njósnamálanefndina, rauf trúnað við njósnasamfélagið, skemmdi sambandið við FISA-dómstólinn og afhjúpaði leynilega rannsókn í þágu þjóðarinnar og til hvers?“Líkt og greint var frá í dag hefur njósnamálanefnd Bandaríkjaþings birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð FBI og dómsmálaráðuneytisins.That's it? Dishonest and misleading memo wrecked the House intel committee, destroyed trust with Intelligence Community, damaged relationship with FISA court, and inexcusably exposed classified investigation of an American citizen. For what? DOJ & FBI must keep doing their jobs.— James Comey (@Comey) February 2, 2018 Í minnisblaðinu er því haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi, ásamt fleirum, heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum fyrrverandi starfsmanni framboðs Donald Trump á vafasömum og pólitískum grundvelli. Viðbrögð helstu stjórnmálaskýrenda í Bandaríkjunum við efni minnisblaðsins virðast vera á þá leið að efni þess sé léttvægt og sanni lítið sem ekkert um að FBI né dómsmálaráðuneytið hafi verið á pólitískum veiðum með rannsókn á tengslum framboðs Trump hans við Rússland.Washington Post bendir á það að í minnisblaðinu sjálfu segi að upphaf rannsóknarinnar megi ekki rekja til rannsóknar á fyrrverandi starfsmanni Trump sem minnisblaðið snýst í meginatriðum. Í minnisblaðinu stendur að rekja megi rannsókn FBI til vegna upplýsinga sem það fékk um George Papadopoulos, sem starfaði fyrir framboð Trump og varð í október fyrsti einstaklingurinn til þess að játa sök í tengslum við sérstakri rannsókn á meintum tengslum framboðs Trump við Rússland.Demókratar hafa bent á að það eitt og sér sýni að rannsókn á hinum meintu tengslum hafi hafist jafn vel þó að starfsmenn FBI hefðu aldrei fengið aðgang að umdeildri skýrslu sem minnisblaðið fjallar að mestu leyti um. Í greiningu CNN á þýðingu minnisblaðsins segir að minnisblaðið sanni lítið sem ekki neitt nema sá sem lesi það sé sannfærður um að einhvers konar samsæri sé í gangi til þess að koma Donald Trump frá völdum. Í vikunni hefur það verið talið líklegt að Trump muni nota birtingu minnisblaðsins til þess að grafa undan Rússarannsókninni og mögulega nota minnisblaðið sem átyllu til að reka Rod Roseinstein, aðstoðardómsmálaráðherra og æðsta yfirmann rannsóknarinnar. Demókratar hafa varað Trump við að gera slíkt og segja að með því myndi hann skapa mestu stjórnarkreppu í Bandaríkjunum frá því að Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, lét reka sérstakan saksóknara sem rannsakaði Watergate-málið á áttunda áratug síðustu aldar.
Donald Trump Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu 2. febrúar 2018 22:00 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00
Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu 2. febrúar 2018 22:00
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22