Innlent

Flestar aðalleiðir Á Suður- og Suðvesturlandi orðnar greiðfærar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Víða voru vegir lokaðir síðasta sólarhringinn.
Víða voru vegir lokaðir síðasta sólarhringinn. Jóhann K. Jóhannsson
Á Suður- og Suðvesturlandi eru flestar aðalleiðir orðnar greiðfærar samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálka og hálkublettir eru á útvegum og á fjallvegum. Flughálka er í Grafningnum. 

Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum vegum og éljagangur og á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum og éljagangur mjög víða. 

Á Norðurlandi er víða hálka eða hálkublettir á vegum en flughált er í Dalsmynni.  Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Flughált er í Skriðdalsvegi og í Breiðdal. Greiðfært er að mestu með Suð-austurströndinni en hálkublettir eru á Mýrdalssandi. 

Enn er gul viðvörun frá Veðurstofunni í gildi fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Norðurland eystra. 

Það er síðan von á næsta stormi strax næsta sunnudag. Daníel Þorláksson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands sagði í samtali við Vísi í dag að þá verði mjög suðlæg átt og hvað hvassast á svipuðum slóðum og verið hefur í þessu óveðri. Það sem sé hins vegar ólíkt með stormunum tveimur er að meiri snjókoma fylgir þeim sem kemur á sunnudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×