Hér fyrir neðan er hægt að horfa á beina útsendingu af erindinu Snjallar samgöngur í Reykjavík: Að framtíð skal hyggja, ef borg skal byggja.
Kristinn J. Ólafsson flytur erindið en hann er hluti af snjallborgarteymi Reykjavíkurborgar, sem kemur að nýsköpun innviða og ferla í samstarfi við ýmsa hagsmunaaðila.
„Deilihagkerfið ryður sér til rúms í borginni. Nýjar lausnir kalla á nýsköpun innviða með framtíðina í huga. Getur fyrsti fasi Borgarlínu flýtt fyrir innleiðingu sjálfkeyrandi bíla? Hvernig sjáum við fyrir okkur blandaðar samgöngu lausnir einfalda líf borgarbúa,“ segir í lýsingu um erindið.