Erlent

Spáð 35 stiga hita þegar strákarnir mæta Nígeríu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Íslenska landsliðið stillir sér hér upp fyrir ljósmyndara á Spartak-leikvanginum í Moskvu á laugardag. Á föstudag mætir liðið Nígeríu í Volgograd.
Íslenska landsliðið stillir sér hér upp fyrir ljósmyndara á Spartak-leikvanginum í Moskvu á laugardag. Á föstudag mætir liðið Nígeríu í Volgograd. Vísir/Vilhelm
Ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins yr.no þá gæti orðið ansi heitt þegar íslenska landsliðið mætir því nígeríska á HM í knattspyrnu í Rússlandi á föstudag.

Leikurinn fer fram í borginni Volgograd og hefst hann klukkan sex að staðartíma, eða klukkan þrjú að íslenskum tíma.

 

Samkvæmt langtímaspánni er verður hitinn 35 stig á milli klukkan þrjú og níu á föstudaginn í Volgograd. Það verður orðið skýjað en sólin mun þó skína yfir daginn og er spáð 22 til 30 stiga hita fram til klukkan þrjú.  

Hitinn er reyndar ekki það eina sem gæti orðið bagalegt í Volgograd heldur virðist líka vera moskítófaraldur í borginni eins og Vísir greindi frá fyrr í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×