Kristbjörn og Grétar lögðu af stað með Norrænu 5. júní og eru búnir að keyra í gegnum Þýskaland, Pólland, Litháen og Lettland, og eru nú staddir í Rússlandi.
Strákarnir eru staddir í Tambov í Rússlandi, 500 km frá Volgograd, þar sem næsti leikur Íslands fer fram á föstudaginn.
„Kælingin á vélinni er farin, við viljum ekkert vera í umferð, þá bræðir hún úr sér, síðan ætluðum við að tékka á olíunni og bæta á vatnið en þá sleit ég vírinn til þess að opna hood-ið þannig við getum ekkert gert“ segir Kristbjörn.
Strákarnir stefna á að finna verkstæði í Tambov í dag og vona að Ladan geti verið löguð í dag. Í síðasta lagi þarf hún að verða klár á fimmtudaginn ef strákarnir vilja keyra til Volgograd á henni.
HM Ladan hefur vakið mikla athygli erlendis og segja þeir að Rússarnir séu mjög hrifnir af henni.
Strákarnir fóru yfir málið með Heimi og Hugrúnu í Bítinu í morgun.