Allir verða líffæragjafar eftir áramót Sunna Sæmundsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 26. desember 2018 21:13 Frá og með áramótum verður gert ráð fyrir að allir Íslendingar séu líffæragjafar, hafi annað ekki verið ákveðið og skráð. Yfirlæknir á Landspítalanum telur þörf á fleiri líffæragjöfum á næstu árum. Á síðustu vikum hefur embætti landlæknis staðið fyrir kynningarfundum um nýja fyrirkomulagið fyrir heilbrigðisstarfsfólk. „Ekki bara á Landsspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem líffæragjafir eiga sér stað heldur líka á öðrum heilbrigðisstofnunum á landinu. Þetta varðar jú almenning allan og heilbrigðisstarfsmenn eru mikilvægur tengiliður þar að lútandi“, sagði Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans í viðtali við fréttastofu. Þeir sem ekki vilja gefa líffæri þurfa að skrá afstöðu en það er hægt að gera á síðu heilsuveru og hjá embætti landlæknis, þá geta þeir sem ekki eru tölvufærir haft samband við heilsugæslu. Haldnir verða kynningarfundir fyrir almenning í byrjun árs. Samkvæmt núgildandi lögum hefur fólk þurft að skrá sig sem líffæragjafa og þar sem fáir hafa gert það hafa aðstandendur oft staðið uppi með ákvörðunina á erfiðri stundu. Þegar líffæragjafir hófust hér á landi árið 1992 synjuðu aðstandendur aðgerðinni í um 40% tilfella en hlutfall synjana hefur lækkað niður í 15% á síðustu árum. Þrátt fyrir nýju lögin munu aðstandendur þó enn geta hafnað líffæragjöf. „Nýja löggjöfin vonandi auðveldar aðstandendum þar sem við höfum í raun og veru löggjöfina sem einskonar samfélagsáttmála um að allir vilji vera líffæragjafar. Engu að síður er mjög mikilvægt að þetta sé rætt innan allra fjölskyldna, að allir einstaklingar ræði þetta við sína nánustu svo að þeim sé fullkomlega ljóst hver er vilji viðkomandi,“ sagði Runólfur. Í dag þurfa um 25-30 einstaklingar líffæraígræðslu á hverju ári, þeirri eftirspurninni hefur verið annað en talið er að þörfin muni aukast á næstu árum. „Sjúkdómum sem valda líffærabilunum hefur fjölgað, tíðni fer vaxandi. Þess vegna má búast við því að á næstu árum að þörfin og eftirspurnin eftir líffæraígræðslum verði meiri. Þess vegna þurfum við fleiri gjafa, jafnvel þó að vel hafi gengið síðustu ár þá er ekkert sjálfgefið að svo verði áfram“, sagði Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Frá og með áramótum verður gert ráð fyrir að allir Íslendingar séu líffæragjafar, hafi annað ekki verið ákveðið og skráð. Yfirlæknir á Landspítalanum telur þörf á fleiri líffæragjöfum á næstu árum. Á síðustu vikum hefur embætti landlæknis staðið fyrir kynningarfundum um nýja fyrirkomulagið fyrir heilbrigðisstarfsfólk. „Ekki bara á Landsspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem líffæragjafir eiga sér stað heldur líka á öðrum heilbrigðisstofnunum á landinu. Þetta varðar jú almenning allan og heilbrigðisstarfsmenn eru mikilvægur tengiliður þar að lútandi“, sagði Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans í viðtali við fréttastofu. Þeir sem ekki vilja gefa líffæri þurfa að skrá afstöðu en það er hægt að gera á síðu heilsuveru og hjá embætti landlæknis, þá geta þeir sem ekki eru tölvufærir haft samband við heilsugæslu. Haldnir verða kynningarfundir fyrir almenning í byrjun árs. Samkvæmt núgildandi lögum hefur fólk þurft að skrá sig sem líffæragjafa og þar sem fáir hafa gert það hafa aðstandendur oft staðið uppi með ákvörðunina á erfiðri stundu. Þegar líffæragjafir hófust hér á landi árið 1992 synjuðu aðstandendur aðgerðinni í um 40% tilfella en hlutfall synjana hefur lækkað niður í 15% á síðustu árum. Þrátt fyrir nýju lögin munu aðstandendur þó enn geta hafnað líffæragjöf. „Nýja löggjöfin vonandi auðveldar aðstandendum þar sem við höfum í raun og veru löggjöfina sem einskonar samfélagsáttmála um að allir vilji vera líffæragjafar. Engu að síður er mjög mikilvægt að þetta sé rætt innan allra fjölskyldna, að allir einstaklingar ræði þetta við sína nánustu svo að þeim sé fullkomlega ljóst hver er vilji viðkomandi,“ sagði Runólfur. Í dag þurfa um 25-30 einstaklingar líffæraígræðslu á hverju ári, þeirri eftirspurninni hefur verið annað en talið er að þörfin muni aukast á næstu árum. „Sjúkdómum sem valda líffærabilunum hefur fjölgað, tíðni fer vaxandi. Þess vegna má búast við því að á næstu árum að þörfin og eftirspurnin eftir líffæraígræðslum verði meiri. Þess vegna þurfum við fleiri gjafa, jafnvel þó að vel hafi gengið síðustu ár þá er ekkert sjálfgefið að svo verði áfram“, sagði Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira