Birgir tók gullið í Mosfellsbæ eftir stórkostlegt golf Anton Ingi Leifsson skrifar 10. júní 2018 18:55 Birgir Björn annar frá vinstri. vísir/golf Birgir Björn Magnússon, kylfingur úr GK, stóð uppi sem sigurvegari á Símamótinu sem leikið var á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um helgina. Mótið var fjórði mótið í Eimskipsmótaröðinni 2017/2018. Birgir leiddi fyrir lokahringinn en honum fast á eftir fylgdi Kristján Þór Einarsson, heimamaður úr GM, og ljóst að það væri spennandi lokahringur framundan. Birgir lagði grunninn að sigrinum með stórkostlegu golfi á holum tólf til sextán. Hann lék þessar fimm holur á sjö höggum undir pari þar sem hann fékk tvo erni í röð og þar á efitr þrjá fugla. Hann endaði á þrettán höggum undir pari en næstur kom Kristján Þór á níu höggum undir pari. Þriðji var svo Sigurður Bjarki Blumenstein, úr GR, sem lék á sex höggum undir pari. „Ég veit ekki hvernig best er að útskýra hvað gerðist á þeim fimm holum þar sem ég lék á -7 samtals. Ég sá bara höggin fyrir mér og framkvæmdi þau - og það gekk upp. Stundum gerist það og stundum ekki,“ sagði Birgir Björn í samtali við Golf.is en hann náði í dag sex ára gömlu markmiði sínu. „Ég hef aldrei leikið undir pari af hvítum teigum í móti og það tókst svo sannarlega í dag. Mér líður alltaf þannig að ég geti sigrað á þeim mótum sem ég tek þátt í - og það var gríðarlega góð tilfinning að landa fyrsta sigrinum á Eimskipsmótaröðinni í dag,“ bætti Birgir Björn við.Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki: 1. Birgir Björn Magnússon, GK (69-68-66) 203 högg (-13) 2. Kristján Þór Einarsson, GM (67-71-69) 207 högg (-9) 3. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (72-71-68) 211 högg (-5) 4. Ingvar Andri Magnússon, GKG (69-74-70) 213 högg (-3) 5.-6. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR (76-71-68) 215 högg (-1) 5.-6. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-77-69) 215 högg (-1) 7.-9. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (75-72-69) 216 högg (par) 7.-9. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (75-71-70) 216 högg (par) 7.-9. Andri Már Óskarsson, GHR (76-70-70) 216 högg (par) 10.-12 Björn Óskar Guðjónsson, GM (74-73-70) 217 högg (+1) 10.-12. Tumi Hrafn Kúld, GA (74-72-71) 217 högg (+1) 10.-12. Lárus Garðar Long, GV (73-72-72) 217 högg (+1) Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Birgir Björn Magnússon, kylfingur úr GK, stóð uppi sem sigurvegari á Símamótinu sem leikið var á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um helgina. Mótið var fjórði mótið í Eimskipsmótaröðinni 2017/2018. Birgir leiddi fyrir lokahringinn en honum fast á eftir fylgdi Kristján Þór Einarsson, heimamaður úr GM, og ljóst að það væri spennandi lokahringur framundan. Birgir lagði grunninn að sigrinum með stórkostlegu golfi á holum tólf til sextán. Hann lék þessar fimm holur á sjö höggum undir pari þar sem hann fékk tvo erni í röð og þar á efitr þrjá fugla. Hann endaði á þrettán höggum undir pari en næstur kom Kristján Þór á níu höggum undir pari. Þriðji var svo Sigurður Bjarki Blumenstein, úr GR, sem lék á sex höggum undir pari. „Ég veit ekki hvernig best er að útskýra hvað gerðist á þeim fimm holum þar sem ég lék á -7 samtals. Ég sá bara höggin fyrir mér og framkvæmdi þau - og það gekk upp. Stundum gerist það og stundum ekki,“ sagði Birgir Björn í samtali við Golf.is en hann náði í dag sex ára gömlu markmiði sínu. „Ég hef aldrei leikið undir pari af hvítum teigum í móti og það tókst svo sannarlega í dag. Mér líður alltaf þannig að ég geti sigrað á þeim mótum sem ég tek þátt í - og það var gríðarlega góð tilfinning að landa fyrsta sigrinum á Eimskipsmótaröðinni í dag,“ bætti Birgir Björn við.Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki: 1. Birgir Björn Magnússon, GK (69-68-66) 203 högg (-13) 2. Kristján Þór Einarsson, GM (67-71-69) 207 högg (-9) 3. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (72-71-68) 211 högg (-5) 4. Ingvar Andri Magnússon, GKG (69-74-70) 213 högg (-3) 5.-6. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR (76-71-68) 215 högg (-1) 5.-6. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-77-69) 215 högg (-1) 7.-9. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (75-72-69) 216 högg (par) 7.-9. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (75-71-70) 216 högg (par) 7.-9. Andri Már Óskarsson, GHR (76-70-70) 216 högg (par) 10.-12 Björn Óskar Guðjónsson, GM (74-73-70) 217 högg (+1) 10.-12. Tumi Hrafn Kúld, GA (74-72-71) 217 högg (+1) 10.-12. Lárus Garðar Long, GV (73-72-72) 217 högg (+1)
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira