Innlent

Ármann verður áfram bæjarstjóri í Kópavogi

Birgir Olgeirsson skrifar
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Vísir/Arnþór/Anton
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta fyrir komandi kjörtímabil. Málefnasamningur verður kynntur fyrir fulltrúaráðum flokkanna annað kvöld, að því er fram kemur í tilkynningu um meirihlutasamstarfið sem Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðismanna, sendir fjölmiðlum.

Þar kemur fram að Ármann Kr. Ólafsson verður áfram bæjarstjóri og Birkir Jón formaður bæjarráðs.

Framsóknarflokkurinn hlaut 8,2% atkvæða en Birkir Jón Jónsson komst einn frambjóðenda Framsóknar inn í bæjarstjórn Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn með Ármann Kr. Ólafsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóra Kópavogs, í broddi fylkingar hlaut 36,1% atkvæða og fékk 5 menn kjörna.

Á síðasta kjörtímabili var Sjálfstæðisflokkurinn í meirihlutasamstarfi með BF Viðreisn en þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir efasamendum um áframhaldandi meirihlutasamstarf með BF Viðreisn.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×