HÍ beitir ekki viðurlögum vegna „aðfinnsluverðra vinnubragða“ Tómasar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 15:40 Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala. MYND/LANDSPÍTALI Rektor Háskóla Íslands hefur fallist á þá niðurstöðu óháðrar rannsóknarnefndar að vinnubrögð Tómasar Guðbjartssonar, prófessors við Læknadeild HÍ og yfirlæknis á Landspítalanum, hafi verið aðfinnsluverð í plastmarkamálinu svokallaða. Ekki er þó talið að lagaskilyrði séu fyrir hendi til að beita formlegum viðurlögum vegna brota í starfi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, um lyktir könnunar á þætti prófessorsins, Tómasar Guðbjartssonar, í plastbarkamálinu.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Mynd/HÍStrax tilefni til nánari athugunar Þá kemur fram að í kjölfar skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar um málið hafi Háskóli Íslands leitast við að greina ábyrgð stofnunarinnar og starfsmanna. Strax hafi legið fyrir tilefni til nánari athugunar á þátttöku Tómasar í rannsóknum á tilteknum sjúklingi og birtingu niðurstaða þar um. Í því sambandi var m.a. horft til birtingar greinar í vísindatímaritinu The Lancet árið 2011. „Það er afstaða rektors að fallast beri á þá niðurstöðu í skýrslu óháðu rannsóknarnefndarinnar að vinnubrögð prófessorsins sem tengjast birtingu nefndrar vísindagreinar hafi verið aðfinnsluverð. Er þá einkum litið til þess að hann skyldi ekki hafna þátttöku í frekari skrifum greinarinnar og draga nafn sitt til baka af lista meðhöfunda um leið og honum urðu ljósir annmarkar á efni hennar,“ segir í yfirlýsingu rektors. Hefur óskað eftir að fá nafn sitt dregið til baka Ýmsir þættir málsins eru þó taldir hafa verið Tómasi til málsbóta, að mati rektors. „Á móti koma ýmsir þættir sem eru prófessornum til málsbóta. Hann reyndi árangurslaust að koma lýsingum í vísindagreininni á bata sjúklings í ásættanlegt horf, hann hefur óskað eftir því að fá nafn sitt dregið til baka af lista höfunda umræddrar vísindagreinar og hann átti umtalsverðan þátt í því að varpa ljósi á plastbarkamálið með framlagningu umfangsmikilla gagna og útskýringa,“ segir í yfirlýsingu. Þá biðst Háskóli Íslands velvirðingar á ágöllum við málþing um plastbarkamálið árið 2012. Jafnframt var ákveðið á fundi háskólaráðs í desember síðastliðnum að setja á fót starfshóp á vegum rektors til þess að fara yfir aðkomu Háskóla Íslands, sem stofnunar, að málinu.Yfirlýsing rektors í heild sinni:Í kjölfar skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar um plastbarkamálið hefur Háskóli Íslands leitast við að greina ábyrgð stofnunarinnar og starfsmanna, skoða hvað fór úrskeiðis í málinu, læra af því og ákveða viðbrögð.Strax við útgáfu skýrslunnar lá fyrir tilefni til nánari athugunar á þátttöku prófessors við Háskólann í rannsóknum á tilteknum sjúklingi og birtingu niðurstaðna þar um. Af hálfu rektors var í því sambandi horft til birtingar greinar í vísindatímaritinu The Lancet á árinu 2011 annars vegar og málþings sem haldið var við Háskóla Íslands árið 2012 í tilefni af ársafmæli fyrstu gervibarkaígræðslunnar hins vegar. Horft var til þess hvort tilefni væri til formlegra viðurlaga gagnvart prófessornum vegna brota í starfi. Það er afstaða rektors að fallast beri á þá niðurstöðu í skýrslu óháðu rannsóknarnefndarinnar að vinnubrögð prófessorsins sem tengjast birtingu nefndrar vísindagreinar hafi verið aðfinnsluverð. Er þá einkum litið til þess að hann skyldi ekki hafna þátttöku í frekari skrifum greinarinnar og draga nafn sitt til baka af lista meðhöfunda um leið og honum urðu ljósir annmarkar á efni hennar. Það er jafnframt afstaða rektors á grundvelli skýrslu óháðu rannsóknarnefndarinnar að aðkoma prófessorsins við undirbúning málþingsins sem haldið var við Háskóla Íslands árið 2012 sé aðfinnsluverð. Upplýsingar um aðgerðina og ástand sjúklingsins, er Háskóla Íslands voru látnar í té fyrir málþingið, komu frá prófessornum.Á móti koma ýmsir þættir sem eru prófessornum til málsbóta. Hann reyndi árangurslaust að koma lýsingum í vísindagreininni á bata sjúklings í ásættanlegt horf, hann hefur óskað eftir því að fá nafn sitt dregið til baka af lista höfunda umræddrar vísindagreinar og hann átti umtalsverðan þátt í því að varpa ljósi á plastbarkamálið með framlagningu umfangsmikilla gagna og útskýringa.Þrátt fyrir að það sé niðurstaða rektors að háttsemi prófessorsins, eins og greint er að framan, teljist aðfinnsluverð verður með hliðsjón af heildarmati á málavöxtum og í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga ekki talið að lagaskilyrði séu fyrir hendi til að beita formlegum viðurlögum vegna brota í starfi á grundvelli laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Til þess er þá einnig litið, þegar horft er fram á veginn, að þær aðfinnslur og athugasemdir sem gerðar eru við störf prófessorsins í rannsóknarskýrslunni hafa verið birtar opinberlega. Af hálfu Háskóla Íslands er beðist velvirðingar á ágöllum við málþing um plastbarkamálið árið 2012 sem hefur gefið tilefni til endurskoðaðs verklags við undirbúning og kynningu viðburða sem haldnir eru í nafni Háskóla Íslands. Jafnframt er rétt að fram komi að á fundi háskólaráðs 14. desember sl. var undir liðnum ,,Plastbarkamálið. Viðbrögð í kjölfar skýrslu nefndar“ ákveðið að setja á fót starfshóp á vegum rektors til þess að fara yfir aðkomu Háskóla Íslands, sem stofnunar, að málinu. Í starfshópnum er formaður vísindasiðanefndar Háskólans ásamt sviðsstjórum kennslusviðs og vísinda- og nýsköpunarsviðs og aðstoðarrektor vísinda sem stýrir starfinu. Starfshópurinn vinnur að því að fara yfir eftirfarandi atriði: Hvernig staðið er að framsetningu kynningarefnis og fréttatilkynninga og settar fram leiðbeiningar þar um.Siðareglur og vísindasiðareglur.Sem lið í athugun sinni standi starfshópurinn fyrir málstofu um rannsóknir og siðferði á vormisseri 2018.Mótaðar verði tillögur um almennar aðgerðir, s.s. í formi fyrirlestra, kynningarefnis eða námskeiðs fyrir starfsmenn til að tryggt sé að starfsmönnum sé ávallt ljóst hvaða lög, reglur og siðareglur gilda um starfsfólk og starfsemi Háskólans. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00 Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32 Tómas Guðbjartsson snýr aftur úr leyfi Hann var sendur í leyfi frá störfum í síðasta mánuði eftir að sérfræðinganefnd birti niðurstöður sínar eftir úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. 22. desember 2017 13:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands hefur fallist á þá niðurstöðu óháðrar rannsóknarnefndar að vinnubrögð Tómasar Guðbjartssonar, prófessors við Læknadeild HÍ og yfirlæknis á Landspítalanum, hafi verið aðfinnsluverð í plastmarkamálinu svokallaða. Ekki er þó talið að lagaskilyrði séu fyrir hendi til að beita formlegum viðurlögum vegna brota í starfi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, um lyktir könnunar á þætti prófessorsins, Tómasar Guðbjartssonar, í plastbarkamálinu.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Mynd/HÍStrax tilefni til nánari athugunar Þá kemur fram að í kjölfar skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar um málið hafi Háskóli Íslands leitast við að greina ábyrgð stofnunarinnar og starfsmanna. Strax hafi legið fyrir tilefni til nánari athugunar á þátttöku Tómasar í rannsóknum á tilteknum sjúklingi og birtingu niðurstaða þar um. Í því sambandi var m.a. horft til birtingar greinar í vísindatímaritinu The Lancet árið 2011. „Það er afstaða rektors að fallast beri á þá niðurstöðu í skýrslu óháðu rannsóknarnefndarinnar að vinnubrögð prófessorsins sem tengjast birtingu nefndrar vísindagreinar hafi verið aðfinnsluverð. Er þá einkum litið til þess að hann skyldi ekki hafna þátttöku í frekari skrifum greinarinnar og draga nafn sitt til baka af lista meðhöfunda um leið og honum urðu ljósir annmarkar á efni hennar,“ segir í yfirlýsingu rektors. Hefur óskað eftir að fá nafn sitt dregið til baka Ýmsir þættir málsins eru þó taldir hafa verið Tómasi til málsbóta, að mati rektors. „Á móti koma ýmsir þættir sem eru prófessornum til málsbóta. Hann reyndi árangurslaust að koma lýsingum í vísindagreininni á bata sjúklings í ásættanlegt horf, hann hefur óskað eftir því að fá nafn sitt dregið til baka af lista höfunda umræddrar vísindagreinar og hann átti umtalsverðan þátt í því að varpa ljósi á plastbarkamálið með framlagningu umfangsmikilla gagna og útskýringa,“ segir í yfirlýsingu. Þá biðst Háskóli Íslands velvirðingar á ágöllum við málþing um plastbarkamálið árið 2012. Jafnframt var ákveðið á fundi háskólaráðs í desember síðastliðnum að setja á fót starfshóp á vegum rektors til þess að fara yfir aðkomu Háskóla Íslands, sem stofnunar, að málinu.Yfirlýsing rektors í heild sinni:Í kjölfar skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar um plastbarkamálið hefur Háskóli Íslands leitast við að greina ábyrgð stofnunarinnar og starfsmanna, skoða hvað fór úrskeiðis í málinu, læra af því og ákveða viðbrögð.Strax við útgáfu skýrslunnar lá fyrir tilefni til nánari athugunar á þátttöku prófessors við Háskólann í rannsóknum á tilteknum sjúklingi og birtingu niðurstaðna þar um. Af hálfu rektors var í því sambandi horft til birtingar greinar í vísindatímaritinu The Lancet á árinu 2011 annars vegar og málþings sem haldið var við Háskóla Íslands árið 2012 í tilefni af ársafmæli fyrstu gervibarkaígræðslunnar hins vegar. Horft var til þess hvort tilefni væri til formlegra viðurlaga gagnvart prófessornum vegna brota í starfi. Það er afstaða rektors að fallast beri á þá niðurstöðu í skýrslu óháðu rannsóknarnefndarinnar að vinnubrögð prófessorsins sem tengjast birtingu nefndrar vísindagreinar hafi verið aðfinnsluverð. Er þá einkum litið til þess að hann skyldi ekki hafna þátttöku í frekari skrifum greinarinnar og draga nafn sitt til baka af lista meðhöfunda um leið og honum urðu ljósir annmarkar á efni hennar. Það er jafnframt afstaða rektors á grundvelli skýrslu óháðu rannsóknarnefndarinnar að aðkoma prófessorsins við undirbúning málþingsins sem haldið var við Háskóla Íslands árið 2012 sé aðfinnsluverð. Upplýsingar um aðgerðina og ástand sjúklingsins, er Háskóla Íslands voru látnar í té fyrir málþingið, komu frá prófessornum.Á móti koma ýmsir þættir sem eru prófessornum til málsbóta. Hann reyndi árangurslaust að koma lýsingum í vísindagreininni á bata sjúklings í ásættanlegt horf, hann hefur óskað eftir því að fá nafn sitt dregið til baka af lista höfunda umræddrar vísindagreinar og hann átti umtalsverðan þátt í því að varpa ljósi á plastbarkamálið með framlagningu umfangsmikilla gagna og útskýringa.Þrátt fyrir að það sé niðurstaða rektors að háttsemi prófessorsins, eins og greint er að framan, teljist aðfinnsluverð verður með hliðsjón af heildarmati á málavöxtum og í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga ekki talið að lagaskilyrði séu fyrir hendi til að beita formlegum viðurlögum vegna brota í starfi á grundvelli laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Til þess er þá einnig litið, þegar horft er fram á veginn, að þær aðfinnslur og athugasemdir sem gerðar eru við störf prófessorsins í rannsóknarskýrslunni hafa verið birtar opinberlega. Af hálfu Háskóla Íslands er beðist velvirðingar á ágöllum við málþing um plastbarkamálið árið 2012 sem hefur gefið tilefni til endurskoðaðs verklags við undirbúning og kynningu viðburða sem haldnir eru í nafni Háskóla Íslands. Jafnframt er rétt að fram komi að á fundi háskólaráðs 14. desember sl. var undir liðnum ,,Plastbarkamálið. Viðbrögð í kjölfar skýrslu nefndar“ ákveðið að setja á fót starfshóp á vegum rektors til þess að fara yfir aðkomu Háskóla Íslands, sem stofnunar, að málinu. Í starfshópnum er formaður vísindasiðanefndar Háskólans ásamt sviðsstjórum kennslusviðs og vísinda- og nýsköpunarsviðs og aðstoðarrektor vísinda sem stýrir starfinu. Starfshópurinn vinnur að því að fara yfir eftirfarandi atriði: Hvernig staðið er að framsetningu kynningarefnis og fréttatilkynninga og settar fram leiðbeiningar þar um.Siðareglur og vísindasiðareglur.Sem lið í athugun sinni standi starfshópurinn fyrir málstofu um rannsóknir og siðferði á vormisseri 2018.Mótaðar verði tillögur um almennar aðgerðir, s.s. í formi fyrirlestra, kynningarefnis eða námskeiðs fyrir starfsmenn til að tryggt sé að starfsmönnum sé ávallt ljóst hvaða lög, reglur og siðareglur gilda um starfsfólk og starfsemi Háskólans.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00 Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32 Tómas Guðbjartsson snýr aftur úr leyfi Hann var sendur í leyfi frá störfum í síðasta mánuði eftir að sérfræðinganefnd birti niðurstöður sínar eftir úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. 22. desember 2017 13:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00
Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32
Tómas Guðbjartsson snýr aftur úr leyfi Hann var sendur í leyfi frá störfum í síðasta mánuði eftir að sérfræðinganefnd birti niðurstöður sínar eftir úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. 22. desember 2017 13:00