Fleiri tekjuháir nýta sér Airbnb Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Fjölgun gistinátta erlendra ferðamanna í Airbnb var hátt í fjórfalt meiri en á heilsárshótelum í fyrra. Vísir/Vilhelm Tekjuhærri ferðamönnum sem gista í Airbnb-íbúðum hér á landi hefur fjölgað hlutfallslega meira á undanförnum árum en tekjulægri ferðamönnum sem nýta sér gistiþjónustuna, samkvæmt greiningu Kára S. Friðrikssonar, hagfræðings ráðgjafarfyrirtækisins Intellecon, sem er meðal annars byggð á könnunum Ferðamálastofu. Fimm prósent ferðamanna sem sögðust í könnun Ferðamálastofu hafa háar tekjur gistu í húsnæði í einkaeigu, þar á meðal Airbnb-íbúðum, veturinn 2013 til 2014 en hlutfallið var komið í 38 prósent sumarið 2016. Á sama tíma fór hlutfall tekjulágra ferðamanna, sem gistu í húsnæði í einkaeigu, úr 20 prósentum veturinn 2013 til 2014 í 27 prósent sumarið 2016. „Áður voru það aðallega tekjulágir ferðamenn sem notfærðu sér Airbnb. Ekki eru mörg ár síðan aðeins um fimm prósent tekjuhárra ferðamanna gistu í húsnæði í einkaeigu en sumarið 2016 voru þeir orðnir stærsti tekjuhópurinn sem það gerir. Þetta hefur verið mjög hraður viðsnúningur,“ nefnir Kári. Hann segir vandkvæðum bundið að útskýra þessa þróun. „Það gæti verið að ákveðin viðhorfsbreyting hafi átt sér stað. Að ferðamenn nýti sér ekki Airbnb einungis til þess að spara pening, heldur upplifunarinnar vegna. Tölurnar bera með sér að sumir vilji frekar gista í Airbnb-íbúðum en á hótelum óháð verðinu.“Kári S. Friðriksson, hagfræðingur IntelleconSamkvæmt greiningu Kára, sem er byggð á tölum frá Hagstofu Íslands og gagnaveitunni Airdna, var hlutdeild gistinátta erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb yfir 45 prósent af heildarfjölda gistinátta á hótelum og Airbnb á síðasta ári. Til samanburðar var hlutdeild Airbnb um 30 prósent árið 2016 og 15 prósent 2015. Sem dæmi voru gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum alls 271.634 talsins í desember á síðasta ári en séu gistinætur í gegnum Airbnb teknar með í reikninginn var heildarfjöldinn ríflega 520 þúsund. „Nýting hótelherbergja var um 74 prósent á landinu síðastliðinn febrúar og yfir 90 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Það er ljóst að við hefðum ekki getað tekið á móti öllum þessum mikla ferðamannafjölda nema vegna Airbnb,“ segir Kári. Hann tekur auk þess fram að ekki sé hægt að segja að vöxtur í fjölda gistinátta hafi staðnað, eins og stundum mætti halda af umræðunni. „Vissulega hefur fjölgun gistinátta á hótelum verið hófleg að undanförnu og eitthvað hægst þar á vextinum, en ef gistinætur á Airbnb eru teknar með í reikninginn er heildarfjölgunin enn þó nokkur.“ Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Tekjuhærri ferðamönnum sem gista í Airbnb-íbúðum hér á landi hefur fjölgað hlutfallslega meira á undanförnum árum en tekjulægri ferðamönnum sem nýta sér gistiþjónustuna, samkvæmt greiningu Kára S. Friðrikssonar, hagfræðings ráðgjafarfyrirtækisins Intellecon, sem er meðal annars byggð á könnunum Ferðamálastofu. Fimm prósent ferðamanna sem sögðust í könnun Ferðamálastofu hafa háar tekjur gistu í húsnæði í einkaeigu, þar á meðal Airbnb-íbúðum, veturinn 2013 til 2014 en hlutfallið var komið í 38 prósent sumarið 2016. Á sama tíma fór hlutfall tekjulágra ferðamanna, sem gistu í húsnæði í einkaeigu, úr 20 prósentum veturinn 2013 til 2014 í 27 prósent sumarið 2016. „Áður voru það aðallega tekjulágir ferðamenn sem notfærðu sér Airbnb. Ekki eru mörg ár síðan aðeins um fimm prósent tekjuhárra ferðamanna gistu í húsnæði í einkaeigu en sumarið 2016 voru þeir orðnir stærsti tekjuhópurinn sem það gerir. Þetta hefur verið mjög hraður viðsnúningur,“ nefnir Kári. Hann segir vandkvæðum bundið að útskýra þessa þróun. „Það gæti verið að ákveðin viðhorfsbreyting hafi átt sér stað. Að ferðamenn nýti sér ekki Airbnb einungis til þess að spara pening, heldur upplifunarinnar vegna. Tölurnar bera með sér að sumir vilji frekar gista í Airbnb-íbúðum en á hótelum óháð verðinu.“Kári S. Friðriksson, hagfræðingur IntelleconSamkvæmt greiningu Kára, sem er byggð á tölum frá Hagstofu Íslands og gagnaveitunni Airdna, var hlutdeild gistinátta erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb yfir 45 prósent af heildarfjölda gistinátta á hótelum og Airbnb á síðasta ári. Til samanburðar var hlutdeild Airbnb um 30 prósent árið 2016 og 15 prósent 2015. Sem dæmi voru gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum alls 271.634 talsins í desember á síðasta ári en séu gistinætur í gegnum Airbnb teknar með í reikninginn var heildarfjöldinn ríflega 520 þúsund. „Nýting hótelherbergja var um 74 prósent á landinu síðastliðinn febrúar og yfir 90 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Það er ljóst að við hefðum ekki getað tekið á móti öllum þessum mikla ferðamannafjölda nema vegna Airbnb,“ segir Kári. Hann tekur auk þess fram að ekki sé hægt að segja að vöxtur í fjölda gistinátta hafi staðnað, eins og stundum mætti halda af umræðunni. „Vissulega hefur fjölgun gistinátta á hótelum verið hófleg að undanförnu og eitthvað hægst þar á vextinum, en ef gistinætur á Airbnb eru teknar með í reikninginn er heildarfjölgunin enn þó nokkur.“
Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira