Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. Valið er af HSÍ.
Þetta var tilkynnt í lok leiks Fram og Vals í Safamýrinni í kvöld en Fram vann 26-22 sigur. Sá sigur tryggði þeim 3-1 sigur í rimmunni og þar af leiðandi Íslandsmeistaratitil.
Steinunn var ekki með Fram í fyrri hluta mótsins en hún eignaðist barn um jólin. Hún kom afar sterk á ný inn í Fram-liðið og var algjörlega frábær í liði Fram bæði í vörn og sókn.
Þetta var annað árið í röð sem Fram varð Íslandsmeistari og í 22. sinn í sögunni sem Fram var Íslandsmeistari.
Meira er hægt að lesa um leikinn hér.
Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum
Íslenski boltinn

Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Íslenski boltinn


Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona
Enski boltinn

Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn
Enski boltinn


Fleiri fréttir
