Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 19:30 Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. Borgarfulltrúi minnihlutans segir meirihluta borgarstjórnar stæra sig af stolnum fjöðrum hvað varðar viðsnúning í rekstri borgarinnar. Borgarsjóður skilaði 5 milljarða króna hagnaði en þar er um að ræða A-hlutann sem heldur utan um eiginlegan rekstur borgarinnar. Þá skilaði samstæða borgarinnar 28 milljarða hagnaði en í henni eru B-hluta fyrirtæki á borð við Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaði. Þá hafa skuldir samstæðunnar farið lækkandi frá árinu 2011 en þær nema 193 milljörðum samkvæmt ársreikningi. Borgarstjóri segir tvo þætti skýra þessa útkomu. „Annars vegar ábyrg fjármálastjórn og ábyrgur rekstur og síðan óneitanlega töluverðar tekjur vegna þess að við erum að upplifa mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriVísir/SkjáskotMunar miklu um sölu lóða og fasteigna sem voru talsvert umfram áætlanir. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi minnihluta og oddviti Borgarinnar okkar, nýs framboðs í Reykjavík, er á öðru máli. „Það er deginum ljósara að hver sem er sem kemur að rekstri borgarinnar hefði getað sýnt þessa rekstrarniðurstöðu,“ segir Sveinbjörg. Þannig skýrist afgangur A-hluta af hækkun fasteignagjalda og útsvars, og afgangur samstæðu af hærra fasteignamati og reksturs Orkuveitunnar að sögn Sveinbjargar, en hagnaður á þeim sviðum hafi ekkert með stjórn fjármála borgarinnar að gera. „Þannig að mér finnst raunverulega þessi meirihluti vera að stæra sig af stolnum fjöðrum.“ Líkt og borgarstjóri segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, afkomuna vera mikið fagnaðarefni. „Það skapast svigrúm til þess að bæta enn frekar í það sem þörf er á, til dæmis eins og að koma til móts við stórar kvennastéttir í Reykjavíkurborg og setja vel inn í velferðar- og menntakerfið,“ segir Líf. „Það er ekkert sem að segir í þessum ársreikningi að við þurfum að grípa til niðurskurðar.“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.Vísir/SkjáskotNokkrar helstu tölur úr ársreikningi Reykjavíkurborgar 2017.Vísir/Gvendur Tengdar fréttir Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. Borgarfulltrúi minnihlutans segir meirihluta borgarstjórnar stæra sig af stolnum fjöðrum hvað varðar viðsnúning í rekstri borgarinnar. Borgarsjóður skilaði 5 milljarða króna hagnaði en þar er um að ræða A-hlutann sem heldur utan um eiginlegan rekstur borgarinnar. Þá skilaði samstæða borgarinnar 28 milljarða hagnaði en í henni eru B-hluta fyrirtæki á borð við Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaði. Þá hafa skuldir samstæðunnar farið lækkandi frá árinu 2011 en þær nema 193 milljörðum samkvæmt ársreikningi. Borgarstjóri segir tvo þætti skýra þessa útkomu. „Annars vegar ábyrg fjármálastjórn og ábyrgur rekstur og síðan óneitanlega töluverðar tekjur vegna þess að við erum að upplifa mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriVísir/SkjáskotMunar miklu um sölu lóða og fasteigna sem voru talsvert umfram áætlanir. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi minnihluta og oddviti Borgarinnar okkar, nýs framboðs í Reykjavík, er á öðru máli. „Það er deginum ljósara að hver sem er sem kemur að rekstri borgarinnar hefði getað sýnt þessa rekstrarniðurstöðu,“ segir Sveinbjörg. Þannig skýrist afgangur A-hluta af hækkun fasteignagjalda og útsvars, og afgangur samstæðu af hærra fasteignamati og reksturs Orkuveitunnar að sögn Sveinbjargar, en hagnaður á þeim sviðum hafi ekkert með stjórn fjármála borgarinnar að gera. „Þannig að mér finnst raunverulega þessi meirihluti vera að stæra sig af stolnum fjöðrum.“ Líkt og borgarstjóri segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, afkomuna vera mikið fagnaðarefni. „Það skapast svigrúm til þess að bæta enn frekar í það sem þörf er á, til dæmis eins og að koma til móts við stórar kvennastéttir í Reykjavíkurborg og setja vel inn í velferðar- og menntakerfið,“ segir Líf. „Það er ekkert sem að segir í þessum ársreikningi að við þurfum að grípa til niðurskurðar.“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.Vísir/SkjáskotNokkrar helstu tölur úr ársreikningi Reykjavíkurborgar 2017.Vísir/Gvendur
Tengdar fréttir Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50