Ætlaði að verða sjómaður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 08:45 Sveinn kom heim til að syngja með Karlakór Reykjavíkur en næst fer kórinn út til hans til Austurríkis. Vísir/eyþór „Karlakórinn er með ferna tónleika núna, þá síðustu á laugardaginn. Þetta er bara vinnuferð,“ segir tenórsöngvarinn Sveinn Dúa Hjörleifsson sem lífgar upp á vortónleika Karlakórs Reykjavíkur með einsöng sínum en býr annars í Linz í Austurríki og er fastráðinn við óperuna í Leipzig í Þýskalandi. Hann þekkir sig í karlakórnum en þar byrjaði hann að syngja fyrir alvöru eftir að hafa verið rekinn af heimavist Stýrimannaskólans fyrir söng og hávaða. „Ég ætlaði ekkert að verða söngvari heldur sjómaður,“ segir Sveinn sem ólst upp á Akureyri og kynntist sjómennsku þar, meðal annars hjá Gæslunni. „Svo settist ég í Stýrimannaskólann og þar byrjaði ég að syngja með strákum á vistinni, þá var ekkert internet og eitt kvöld í viku vorum við nokkrir sem fengum okkur þynnt kaffi og sungum, því morguninn eftir var fyrsti tíminn klukkan tíu. Næsta ár var ég bara mjög kurteislega rekinn af vistinni fyrir læti. Þetta var náttúrlega ekki söngskóli heldur stýrimannaskóli.“ Leiðin lá í Karlakór Reykjavíkur. Þar kynntist Sveinn Dúa Friðriki söngstjóra, fékk aukatíma hjá honum kringum æfingarnar og fór svo í Söngskóla Sigurðar Demetz. „Ég ákvað að einbeita mér að söngnum, gæti alltaf orðið sjómaður seinna, tók burtfararpróf eftir fjögurra ára nám og fór út til Vínar í háskólann. Þannig var nú það.“ Eftir útskrift frá Vín kveðst Sveinn fljótlega hafa verið fastráðinn í leikhúsinu í Linz í Austurríki en síðasta haust fengið fastráðningu við óperuna í Leipzig í Þýskalandi og síðan þá tekið þátt í ellefu uppfærslum. „Það er mikið um gamlar uppfærslur í Leipzig, bara vikuæfingar og svo sýnt en fyrir mig voru þetta allt frumsýningar því ég hafði ekki verið með áður. En ef maður er í þjálfun við að tileinka sér eitthvað þá kemst maður hraðar, bara eins og á hlaupabrettinu. Ég hef þá reglu að um leið og eitthvað er fast í hendi þá byrja ég að æfa. Vinna listamanna er eins og ísjaki, það er bara pínulítið upp úr, aðalvinnan er í kafi.“ Sveinn hefur skapað sér heimili í Lintz með þýskum kærasta sem er leikari. Síðasta ár kveðst hann ekkert hafa kíkt heim. „Kannski skrepp ég norður í næstu viku, annars kom fólkið mitt flest suður á tónleikana. Síðan á ég marga vini og óskylda ættingja hér fyrir sunnan. Þetta er gott orð, óskyldir ættingjar!“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Karlakórinn er með ferna tónleika núna, þá síðustu á laugardaginn. Þetta er bara vinnuferð,“ segir tenórsöngvarinn Sveinn Dúa Hjörleifsson sem lífgar upp á vortónleika Karlakórs Reykjavíkur með einsöng sínum en býr annars í Linz í Austurríki og er fastráðinn við óperuna í Leipzig í Þýskalandi. Hann þekkir sig í karlakórnum en þar byrjaði hann að syngja fyrir alvöru eftir að hafa verið rekinn af heimavist Stýrimannaskólans fyrir söng og hávaða. „Ég ætlaði ekkert að verða söngvari heldur sjómaður,“ segir Sveinn sem ólst upp á Akureyri og kynntist sjómennsku þar, meðal annars hjá Gæslunni. „Svo settist ég í Stýrimannaskólann og þar byrjaði ég að syngja með strákum á vistinni, þá var ekkert internet og eitt kvöld í viku vorum við nokkrir sem fengum okkur þynnt kaffi og sungum, því morguninn eftir var fyrsti tíminn klukkan tíu. Næsta ár var ég bara mjög kurteislega rekinn af vistinni fyrir læti. Þetta var náttúrlega ekki söngskóli heldur stýrimannaskóli.“ Leiðin lá í Karlakór Reykjavíkur. Þar kynntist Sveinn Dúa Friðriki söngstjóra, fékk aukatíma hjá honum kringum æfingarnar og fór svo í Söngskóla Sigurðar Demetz. „Ég ákvað að einbeita mér að söngnum, gæti alltaf orðið sjómaður seinna, tók burtfararpróf eftir fjögurra ára nám og fór út til Vínar í háskólann. Þannig var nú það.“ Eftir útskrift frá Vín kveðst Sveinn fljótlega hafa verið fastráðinn í leikhúsinu í Linz í Austurríki en síðasta haust fengið fastráðningu við óperuna í Leipzig í Þýskalandi og síðan þá tekið þátt í ellefu uppfærslum. „Það er mikið um gamlar uppfærslur í Leipzig, bara vikuæfingar og svo sýnt en fyrir mig voru þetta allt frumsýningar því ég hafði ekki verið með áður. En ef maður er í þjálfun við að tileinka sér eitthvað þá kemst maður hraðar, bara eins og á hlaupabrettinu. Ég hef þá reglu að um leið og eitthvað er fast í hendi þá byrja ég að æfa. Vinna listamanna er eins og ísjaki, það er bara pínulítið upp úr, aðalvinnan er í kafi.“ Sveinn hefur skapað sér heimili í Lintz með þýskum kærasta sem er leikari. Síðasta ár kveðst hann ekkert hafa kíkt heim. „Kannski skrepp ég norður í næstu viku, annars kom fólkið mitt flest suður á tónleikana. Síðan á ég marga vini og óskylda ættingja hér fyrir sunnan. Þetta er gott orð, óskyldir ættingjar!“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira