„Höldum áfram að vakta þetta þangað til það hættir eða eitthvað gerist“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 22:39 Jarðskjálftahrina hefur staðið nær óslitið yfir við Grímsey síðan 14. febrúar. Vísir/Pjetur Tíu skjálftar hafa mælst yfir þrír að stærð á svæðinu við Grímsey í dag. Þá hafa alls mælst um 1500 skjálftar síðan á miðnætti í nótt en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir um að ræða „gríðarlegt magn.“ „Ég get alveg sagt þér strax að það er ekkert hægt að spá fyrir um framhaldið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um næstu vendingar í jarðhræringum við Grímsey. „En þetta er bara stöðugt. Í dag voru eitthvað í kringum tíu skjálftar yfir þremur og þetta er gríðarlegt magn. Þetta eru alveg rúmlega 1500 skjálftar, ef ekki meira, í dag og heldur bara áfram.“Mikil skjálftavirkni hefur verið við Grímsey í dag eins og sést á þessu korti.Veðurstofa íslandsAukið mannafl þurft til að vakta Enginn stór skjálfti hefur þó mælst síðan fyrri part dags. „En við höldum áfram að vakta þetta þangað til það hættir eða eitthvað gerist, það verður bara að koma í ljós,“ segir Salóme en bætir við að enginn gosórói hafi enn fylgt skjálftunum.Sjá einnig: Á annað þúsund skjálftar mælst við Grímsey Salóme segir mikið álag á starfsfólki Veðurstofunnar sem vinni við að vakta skjálftana. Aukið mannafl hafi þurft við skjálftavaktina og sérfræðingar kallaðir sérstaklega út. Jarðskjálftahrinur hafa verið mjög tíðar við Grímsey undanfarin misseri og þá hefur ein slík nú staðið nær óslitið síðan 14. febrúar. Margir skjálftanna hafa fundist í Grímsey, einn Grímseyingur flúði til að mynda hús sitt í vikunni og svaf um borð í báti sínum. „Þetta er helvítis ófögnuður, það er ekkert öðruvísi við það. Mér er hrikalega illa við þetta og er skíthræddur við þetta. Ég viðurkenni það alveg," sagði Gylfi Gunnarsson, sjómaður í Grímsey, í samtali við fréttastofu. Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir Yfir þúsund skjálftar við Grímsey síðustu tvo sólarhringa Á vef Veðurstofunnar kemur fram að þrír skjálftar hafi farið yfir 3 stig í nótt en sá stærsti var 4,1 stig. 16. febrúar 2018 08:12 Grímseyingur flúði í bátinn sinn í skjálftunum í nótt Yfir fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa gengið yfir svæðið í og kringum Grímsey. Sjómaður í Grímsey hefur flúið í bátinn sinn enda hræddur við lætin en náttúruvásérfræðingur á veðurstofu Íslands segir GPS-mælingar ekki benda til kvikuhreyfinga þótt ekki sé hægt að útiloka stóra skjálfta á næstu dögum. 16. febrúar 2018 12:00 Á annað þúsund skjálftar mælst við Grímsey Jarðskjálftahrina um 10-12 km norðaustan við Grímsey hefur staðið nær óslitið frá 14. febrúar. 16. febrúar 2018 21:46 Tæplega þúsund skjálftar á dag Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. 17. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Tíu skjálftar hafa mælst yfir þrír að stærð á svæðinu við Grímsey í dag. Þá hafa alls mælst um 1500 skjálftar síðan á miðnætti í nótt en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir um að ræða „gríðarlegt magn.“ „Ég get alveg sagt þér strax að það er ekkert hægt að spá fyrir um framhaldið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um næstu vendingar í jarðhræringum við Grímsey. „En þetta er bara stöðugt. Í dag voru eitthvað í kringum tíu skjálftar yfir þremur og þetta er gríðarlegt magn. Þetta eru alveg rúmlega 1500 skjálftar, ef ekki meira, í dag og heldur bara áfram.“Mikil skjálftavirkni hefur verið við Grímsey í dag eins og sést á þessu korti.Veðurstofa íslandsAukið mannafl þurft til að vakta Enginn stór skjálfti hefur þó mælst síðan fyrri part dags. „En við höldum áfram að vakta þetta þangað til það hættir eða eitthvað gerist, það verður bara að koma í ljós,“ segir Salóme en bætir við að enginn gosórói hafi enn fylgt skjálftunum.Sjá einnig: Á annað þúsund skjálftar mælst við Grímsey Salóme segir mikið álag á starfsfólki Veðurstofunnar sem vinni við að vakta skjálftana. Aukið mannafl hafi þurft við skjálftavaktina og sérfræðingar kallaðir sérstaklega út. Jarðskjálftahrinur hafa verið mjög tíðar við Grímsey undanfarin misseri og þá hefur ein slík nú staðið nær óslitið síðan 14. febrúar. Margir skjálftanna hafa fundist í Grímsey, einn Grímseyingur flúði til að mynda hús sitt í vikunni og svaf um borð í báti sínum. „Þetta er helvítis ófögnuður, það er ekkert öðruvísi við það. Mér er hrikalega illa við þetta og er skíthræddur við þetta. Ég viðurkenni það alveg," sagði Gylfi Gunnarsson, sjómaður í Grímsey, í samtali við fréttastofu.
Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir Yfir þúsund skjálftar við Grímsey síðustu tvo sólarhringa Á vef Veðurstofunnar kemur fram að þrír skjálftar hafi farið yfir 3 stig í nótt en sá stærsti var 4,1 stig. 16. febrúar 2018 08:12 Grímseyingur flúði í bátinn sinn í skjálftunum í nótt Yfir fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa gengið yfir svæðið í og kringum Grímsey. Sjómaður í Grímsey hefur flúið í bátinn sinn enda hræddur við lætin en náttúruvásérfræðingur á veðurstofu Íslands segir GPS-mælingar ekki benda til kvikuhreyfinga þótt ekki sé hægt að útiloka stóra skjálfta á næstu dögum. 16. febrúar 2018 12:00 Á annað þúsund skjálftar mælst við Grímsey Jarðskjálftahrina um 10-12 km norðaustan við Grímsey hefur staðið nær óslitið frá 14. febrúar. 16. febrúar 2018 21:46 Tæplega þúsund skjálftar á dag Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. 17. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Yfir þúsund skjálftar við Grímsey síðustu tvo sólarhringa Á vef Veðurstofunnar kemur fram að þrír skjálftar hafi farið yfir 3 stig í nótt en sá stærsti var 4,1 stig. 16. febrúar 2018 08:12
Grímseyingur flúði í bátinn sinn í skjálftunum í nótt Yfir fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa gengið yfir svæðið í og kringum Grímsey. Sjómaður í Grímsey hefur flúið í bátinn sinn enda hræddur við lætin en náttúruvásérfræðingur á veðurstofu Íslands segir GPS-mælingar ekki benda til kvikuhreyfinga þótt ekki sé hægt að útiloka stóra skjálfta á næstu dögum. 16. febrúar 2018 12:00
Á annað þúsund skjálftar mælst við Grímsey Jarðskjálftahrina um 10-12 km norðaustan við Grímsey hefur staðið nær óslitið frá 14. febrúar. 16. febrúar 2018 21:46
Tæplega þúsund skjálftar á dag Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. 17. febrúar 2018 07:15