Lækkun launa afvopni ekki stéttarfélög Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. febrúar 2018 07:30 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Vísir/Anton Brink „Hvort þetta sé í andstöðu við hlutverk verkalýðshreyfingarinnar? Nei, ég er ekki sammála því,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem sætir gagnrýni verkalýðsforingja fyrir að krefjast þess að laun þeirra ráðamanna sem kjararáð hækkaði svo hraustlega í launum um árið verði lækkuð með lagasetningu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, furðar sig á þessari kröfu ASÍ sem fram kom í starfshópi um málefni kjararáðs og vill meina að það sé ekki hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að krefjast launalækkunar tiltekins hóps heldur fremur að krefjast sambærilegrar hækkunar til handa láglaunafólki. „Ég hef ætíð fagnað þegar fólk hækkar í launum. Ég hef sagt það áður að ég vil nota viðmið kjararáðs til að hækka lægstu laun og launataxta til samræmis við hækkun kjararáðs,“ segir Vilhjálmur. Kjararáð hafi sent tón sem beri að nýta til að rökstyðja hækkun lægstu launa í komandi átökum. „Ef við hefðum nýtt okkur þá hækkun sem varð á þingfararkaupi þá væru lágmarkslaun í dag 360 þúsund, ekki 280 þúsund. Ég hefði miklu frekar viljað sjá forystu ASÍ og verkalýðshreyfinguna í heild sinni berjast fyrir því að fá sambærilega hækkun en að fara fram á að tilteknir hópar lækki í launum. Um leið og ég fer að berjast fyrir því að fólk lækki í launum þá fer ég að leita mér að annarri vinnu,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður um þessa gagnrýni segir Gylfi það líka hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að berjast fyrir jöfnuði. „Að forystumenn stjórnmála og stjórnsýslu beri ekki meira úr býtum í brauðstritinu en almenningur. Það er ekki andstætt baráttu verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Gylfi og hafnar því að kjararáð þurfi til að krefjast launahækkana. „Það er stéttarfélögunum að sjálfsögðu heimilt og hafa til þess þau vopn sem þau telja sig þurfa til að fylgja því eftir. Ég er ekki að fjalla um það. Ég er ekki að taka úr höndunum á stéttarfélögum, hvorki á Akranesi né annars staðar, rétt þeirra til að fara fram með það sem þau telja skynsamlegt. Það gera þau á eigin forsendum.“ – smjvísir/anton brink Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Sjá meira
„Hvort þetta sé í andstöðu við hlutverk verkalýðshreyfingarinnar? Nei, ég er ekki sammála því,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem sætir gagnrýni verkalýðsforingja fyrir að krefjast þess að laun þeirra ráðamanna sem kjararáð hækkaði svo hraustlega í launum um árið verði lækkuð með lagasetningu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, furðar sig á þessari kröfu ASÍ sem fram kom í starfshópi um málefni kjararáðs og vill meina að það sé ekki hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að krefjast launalækkunar tiltekins hóps heldur fremur að krefjast sambærilegrar hækkunar til handa láglaunafólki. „Ég hef ætíð fagnað þegar fólk hækkar í launum. Ég hef sagt það áður að ég vil nota viðmið kjararáðs til að hækka lægstu laun og launataxta til samræmis við hækkun kjararáðs,“ segir Vilhjálmur. Kjararáð hafi sent tón sem beri að nýta til að rökstyðja hækkun lægstu launa í komandi átökum. „Ef við hefðum nýtt okkur þá hækkun sem varð á þingfararkaupi þá væru lágmarkslaun í dag 360 þúsund, ekki 280 þúsund. Ég hefði miklu frekar viljað sjá forystu ASÍ og verkalýðshreyfinguna í heild sinni berjast fyrir því að fá sambærilega hækkun en að fara fram á að tilteknir hópar lækki í launum. Um leið og ég fer að berjast fyrir því að fólk lækki í launum þá fer ég að leita mér að annarri vinnu,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður um þessa gagnrýni segir Gylfi það líka hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að berjast fyrir jöfnuði. „Að forystumenn stjórnmála og stjórnsýslu beri ekki meira úr býtum í brauðstritinu en almenningur. Það er ekki andstætt baráttu verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Gylfi og hafnar því að kjararáð þurfi til að krefjast launahækkana. „Það er stéttarfélögunum að sjálfsögðu heimilt og hafa til þess þau vopn sem þau telja sig þurfa til að fylgja því eftir. Ég er ekki að fjalla um það. Ég er ekki að taka úr höndunum á stéttarfélögum, hvorki á Akranesi né annars staðar, rétt þeirra til að fara fram með það sem þau telja skynsamlegt. Það gera þau á eigin forsendum.“ – smjvísir/anton brink
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Sjá meira