Betra hundalíf Jónasar eftir vítaverða meðferð Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 07:15 Jónsi á vappinu í Vesturbænum, öllu léttari en fyrir rúmu hálfu ári síðan. Fréttablaðið/Eyþór. Hundurinn Jónas var í fyrrahaust tekinn af eiganda sínum á höfuðborgarsvæðinu og komið í fóstur hjá Dýrahjálp Íslands. Í tilkynningu frá Matvælastofnun var greint frá ástæðum þessa. Jónas var tjóðraður langtímum saman við staur og fékk ekki þá útivist og hreyfingu sem hann þurfti. Jónas var í mikilli yfirþyngd og stofnunin mat það svo að honum væri mikil hætta búin. Jónas hefur öðlast nýtt líf eftir að hann komst í umsjá Dýrahjálpar. Hrafnhildur Vala Aðalbjörnsdóttir, umsjónarkona hans, segir frá ástandi hans í byrjun. „Þegar Jónsi kom til okkar í Dýrahjálp var hann 62 kíló, hann var eins og lítill skógarbjörn. Matvælastofnun hafði samband við okkur og við tókum hann að okkur. Hann fékk svo yndislegt fósturheimili og fósturpabba í Vesturbænum. Þar nýtur hann góðs atlætis,“ segir Hrafnhildur.Jónsi er kátur hundur og nýtur sín vel með nýjum fósturpabba sem er duglegur að fara með hann út að ganga. Fréttablaðið/Eyþór„Fósturpabbi hans fer með hann oft út að ganga, þrisvar á dag. Stundum í fjallgöngur. „Hann fer svo á Dýraspítalann í Garðabæ á hlaupabretti. Hlaupabrettið er í lítilli laug, honum finnst æðislegt að fara í vatnsleikfimina og lætur vel í sér heyra í bílnum á leiðinni. Syngur hreinlega af gleði,“ segir Hrafnhildur. Jónas er nú orðinn 38 kíló og nálgast kjörþyngd sem er um þrjátíu kíló. „Það er gaman þegar það gengur svona vel. Jónas er kátur og ljúfur. Meira að segja þegar hann var í ofþyngd og átti erfitt með að hreyfa sig þá reyndi hann að stökkva upp á mann og heilsa manni, en auðvitað með miklum erfiðleikum. Nú er lífið léttara,“ segir Hrafnhildur sem kveður marga hafa liðsinnt Jónasi til betri heilsu. Hann hafi meðal annars fengið gefins heilnæmt fóður frá Royal Canin til uppbyggingar. Jónas sýnir fimi sína í dag í vatnsleikfimi á tíu ára afmælishátíð Dýrahjálpar Íslands sem haldin verður með kynningar- og fjáröflunarviðburði í Kirkjulundi 17 á milli 12.00 og 16.00. Þar geta gestir og gangandi styrkt starf samtakanna, tekið þátt í happdrætti, kökubasar og mætt með hunda sína í klóaklippingu svo fátt eitt sé nefnt. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Hundurinn Jónas var í fyrrahaust tekinn af eiganda sínum á höfuðborgarsvæðinu og komið í fóstur hjá Dýrahjálp Íslands. Í tilkynningu frá Matvælastofnun var greint frá ástæðum þessa. Jónas var tjóðraður langtímum saman við staur og fékk ekki þá útivist og hreyfingu sem hann þurfti. Jónas var í mikilli yfirþyngd og stofnunin mat það svo að honum væri mikil hætta búin. Jónas hefur öðlast nýtt líf eftir að hann komst í umsjá Dýrahjálpar. Hrafnhildur Vala Aðalbjörnsdóttir, umsjónarkona hans, segir frá ástandi hans í byrjun. „Þegar Jónsi kom til okkar í Dýrahjálp var hann 62 kíló, hann var eins og lítill skógarbjörn. Matvælastofnun hafði samband við okkur og við tókum hann að okkur. Hann fékk svo yndislegt fósturheimili og fósturpabba í Vesturbænum. Þar nýtur hann góðs atlætis,“ segir Hrafnhildur.Jónsi er kátur hundur og nýtur sín vel með nýjum fósturpabba sem er duglegur að fara með hann út að ganga. Fréttablaðið/Eyþór„Fósturpabbi hans fer með hann oft út að ganga, þrisvar á dag. Stundum í fjallgöngur. „Hann fer svo á Dýraspítalann í Garðabæ á hlaupabretti. Hlaupabrettið er í lítilli laug, honum finnst æðislegt að fara í vatnsleikfimina og lætur vel í sér heyra í bílnum á leiðinni. Syngur hreinlega af gleði,“ segir Hrafnhildur. Jónas er nú orðinn 38 kíló og nálgast kjörþyngd sem er um þrjátíu kíló. „Það er gaman þegar það gengur svona vel. Jónas er kátur og ljúfur. Meira að segja þegar hann var í ofþyngd og átti erfitt með að hreyfa sig þá reyndi hann að stökkva upp á mann og heilsa manni, en auðvitað með miklum erfiðleikum. Nú er lífið léttara,“ segir Hrafnhildur sem kveður marga hafa liðsinnt Jónasi til betri heilsu. Hann hafi meðal annars fengið gefins heilnæmt fóður frá Royal Canin til uppbyggingar. Jónas sýnir fimi sína í dag í vatnsleikfimi á tíu ára afmælishátíð Dýrahjálpar Íslands sem haldin verður með kynningar- og fjáröflunarviðburði í Kirkjulundi 17 á milli 12.00 og 16.00. Þar geta gestir og gangandi styrkt starf samtakanna, tekið þátt í happdrætti, kökubasar og mætt með hunda sína í klóaklippingu svo fátt eitt sé nefnt.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira