Það hlýtur bara að vera eitthvað í vatninu hérna Magnús Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2018 11:00 Celia Harrison og Sesselja Hlín Jónasardóttir, skipuleggjendur Listar í ljósi. List í ljósi er listahátíð sem er haldin á Seyðisfirði og stendur nú sem hæst. Hátíðin er haldin nánast alfarið utandyra og dreifist víðsvegar um miðbæ Seyðisfjarðar. Sesselja Hlín Jónasardóttir, önnur af forsvarskonum hátíðarinnar ásamt Celiu Harrisson, segir að mikið sé lagt í það af hálfu bæjarbúa að vel takist til við hátíðina. „Við slökkvum öll ljós og íbúarnir slökkva heima hjá sér þannig að bærinn er fyrst í algjöru myrkri en svo lýsum við hann upp með listaverkum. Þannig að þetta er alveg sérstaklega falleg hátíð sem er haldin til þess að fagna komu sólarinnar eftir fjóra mánuði án hennar,“ segir Sesselja. Þetta er þriðja árið sem hátíðin er haldin og Sesselja segir að það hafi allt frá upphafi gengið mjög vel og að listamennirnir komi víða að.Verk eftir Ómar Bogason á List í ljósi á síðasta ári.„Við erum með listamenn frá Nýja-Sjálandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Þýskalandi og þannig mætti áfram telja ásamt þeim íslensku listamönnum sem koma til þess að taka þátt. Fyrir árið fengum við um 200 umsóknir og við erum alveg ótrúlega glöð yfir þessum mikla áhuga listamanna á því að taka þátt í hátíðinni en það þarf kannski ekki að koma á óvart að það sé eftirsóknarvert að koma til Seyðisfjarðar enda óvíða viðlíka fallegt og gott að vera. Þessi hátíð á þessum stað er sannarlega falin perla fyrir listamenn því þegar það er búið að slökkva ljósin í bænum þá fá verkin að njóta sín í svo algjöru myrkri án allrar ljósmengunar sem væri einfaldlega ekki hægt að losna við í stærri bæ. Þannig að fyrir bæði listamenn og gesti hátíðarinnar er þetta frábær upplifun. Alveg frá upphafi hefur ljós og hreyfing legið til grundvallar í öllum verkum og það skapar mikla sérstöðu fyrir hátíðina og gerir hana mjög svo eftirsóknarverða,“ segir Sesselja. Hún bætir við að það sé þeim mikilvægt hvað bæjarbúar hafa allt frá upphafi verið duglegir við að bæði njóta hátíðarinnar og taka virkan þátt. „Það væri einfaldlega ekki hægt að halda þessari hátíð úti án þessa samfélags, án þessa dásamlega fólks sem er að koma með kökur til okkar til þess að setja smá sykur í kroppinn og halda okkur gangandi. Það er líka talað um þessa hátíð allt árið og við finnum vel hvað fólk hlakkar mikið til. Við finnum að bæjarbúum finnst að þeir eigi þessa hátíð og það er alveg dásamlegt, nákvæmlega það sem stefnt var að. Þessi stuðningur bæjarins og íbúanna er okkur ómetanlegur.“En hvað veldur þessum mikla krafti í lista- og menningarlífinu á Seyðisfirði? „Ég veit það ekki, það hlýtur bara að vera eitthvað í vatninu hérna. Hér er allt iðandi í menningu og það er hvergi skemmtilegra að búa en á Seyðisfirði.“ Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
List í ljósi er listahátíð sem er haldin á Seyðisfirði og stendur nú sem hæst. Hátíðin er haldin nánast alfarið utandyra og dreifist víðsvegar um miðbæ Seyðisfjarðar. Sesselja Hlín Jónasardóttir, önnur af forsvarskonum hátíðarinnar ásamt Celiu Harrisson, segir að mikið sé lagt í það af hálfu bæjarbúa að vel takist til við hátíðina. „Við slökkvum öll ljós og íbúarnir slökkva heima hjá sér þannig að bærinn er fyrst í algjöru myrkri en svo lýsum við hann upp með listaverkum. Þannig að þetta er alveg sérstaklega falleg hátíð sem er haldin til þess að fagna komu sólarinnar eftir fjóra mánuði án hennar,“ segir Sesselja. Þetta er þriðja árið sem hátíðin er haldin og Sesselja segir að það hafi allt frá upphafi gengið mjög vel og að listamennirnir komi víða að.Verk eftir Ómar Bogason á List í ljósi á síðasta ári.„Við erum með listamenn frá Nýja-Sjálandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Þýskalandi og þannig mætti áfram telja ásamt þeim íslensku listamönnum sem koma til þess að taka þátt. Fyrir árið fengum við um 200 umsóknir og við erum alveg ótrúlega glöð yfir þessum mikla áhuga listamanna á því að taka þátt í hátíðinni en það þarf kannski ekki að koma á óvart að það sé eftirsóknarvert að koma til Seyðisfjarðar enda óvíða viðlíka fallegt og gott að vera. Þessi hátíð á þessum stað er sannarlega falin perla fyrir listamenn því þegar það er búið að slökkva ljósin í bænum þá fá verkin að njóta sín í svo algjöru myrkri án allrar ljósmengunar sem væri einfaldlega ekki hægt að losna við í stærri bæ. Þannig að fyrir bæði listamenn og gesti hátíðarinnar er þetta frábær upplifun. Alveg frá upphafi hefur ljós og hreyfing legið til grundvallar í öllum verkum og það skapar mikla sérstöðu fyrir hátíðina og gerir hana mjög svo eftirsóknarverða,“ segir Sesselja. Hún bætir við að það sé þeim mikilvægt hvað bæjarbúar hafa allt frá upphafi verið duglegir við að bæði njóta hátíðarinnar og taka virkan þátt. „Það væri einfaldlega ekki hægt að halda þessari hátíð úti án þessa samfélags, án þessa dásamlega fólks sem er að koma með kökur til okkar til þess að setja smá sykur í kroppinn og halda okkur gangandi. Það er líka talað um þessa hátíð allt árið og við finnum vel hvað fólk hlakkar mikið til. Við finnum að bæjarbúum finnst að þeir eigi þessa hátíð og það er alveg dásamlegt, nákvæmlega það sem stefnt var að. Þessi stuðningur bæjarins og íbúanna er okkur ómetanlegur.“En hvað veldur þessum mikla krafti í lista- og menningarlífinu á Seyðisfirði? „Ég veit það ekki, það hlýtur bara að vera eitthvað í vatninu hérna. Hér er allt iðandi í menningu og það er hvergi skemmtilegra að búa en á Seyðisfirði.“
Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira